Fréttir

Veðrið sautjánda júní

Þjóðhátíðardagurinn

16.6.2009

Nú í morgun, daginn fyrir þjóðhátíðardaginn, voru suðaustan 8-13 m/s við suðvesturströndina en vindur var hægari annars staðar. Skýjað var á landinu og dálítil rigning suðvestantil. Hiti var til 8-15 stig, hlýjast í Ásbyrgi.

Veðurhorfur á landinu til klukkan sex á morgun, þann sautjánda júní, eru þessar: Suðaustan 8-15 m/s og rigning sunnan- og suðvestanlands, en hægari vindur og úrkomulítið annars staðar. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Það lítur út fyrir fremur hæga austlæga átt á þjóðhátíðardaginn, en þó norðaustan 8-13 m/sek norðvestantil. Víða rigning, en skúrir sunnantil. Hiti 8 til 15 stig. Vilji einhverjir skoða 17. júní veðrið aftur í tímann, þá er það skráð hér á vefnum sem Merkisdagar og afmæli undir Veðurfar.

Á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir suðaustan 8-13 m/s og rigningu með köflum í dag, en mun hægara og skúrum á morgun. Hiti 10 til 13 stig.

Horfur í öðrum landshlutum má lesa um hér undir og að sjálfsögðu skoða staðaspár og veðurþáttaspár á vefnum. Við hvetjum notendur vedur.is einnig til þess prófa þann möguleika að velja landshluta strax í Veðurspám á forsíðu en yst til hægri, ofarlega, er fellilistinn "Veldu landshluta".

  • Faxaflói Suðaustan 8-15 m/s og rigning, en mun hægari og skúrir á morgun. Hiti 8 til 15 stig.
  • Breiðafjörður Gengur í austan 8-13 síðdegis og fer að rigna, en norðaustlægari á morgun og rigning með köflum. Hiti 8 til 15 stig.
  • Vestfirðir Gengur í austan 8-13 síðdegis og fer að rigna, en norðaustlægari á morgun og rigning með köflum. Hiti 8 til 15 stig.
  • Strandir og Norðurland vestra Gengur í austan 8-13 síðdegis og fer að rigna, en norðaustlægari á morgun og rigning með köflum. Hiti 8 til 15 stig.
  • Norðurland eystra Fremur hæg breytileg átt, en suðaustan 5-10 m/s síðdegis. Skýjað en úrkomulítið og hiti 10 til 17 stig. Norðaustan 5-10 og rigning á morgun. Hiti 7 til 13 stig.
  • Austurland að Glettingi Fremur hæg breytileg átt, en suðaustan 5-10 m/s síðdegis. Skýjað en úrkomulítið og hiti 10 til 17 stig. Norðaustan 5-10 og rigning á morgun. Hiti 7 til 13 stig.
  • Austfirðir Sunnan 5-10 m/s, skýjað og dálítil væta síðdegis. Austan og síðan norðaustan 5-10 og rigning á morgun. Hiti 7 til 12 stig.
  • Suðausturland Austlæg átt, 8-13 m/s og rigning. Hægari og skúrir á morgun. Hiti 8 til 15 stig.
  • Suðurland Suðaustan 8-15 m/s og rigning, en mun hægari og skúrir á morgun. Hiti 8 til 15 stig.
  • Miðhálendið Vaxandi suðaustanátt, 10-15 m/s síðdegis. Skýjað og rigning sunnan jökla. Mun hægari vindur á morgun og víða rigning. Hiti 5 til 12 stig.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica