Fréttir
Jarðskjálfti 6,1 að stærð við Jan Mayen
Jarðskjálfti 6,1 að stærð við Jan Mayen

Jarðskjálfti norðaustur af Jan Mayen

20.8.2009

Í morgun kl. 06:35 varð jarðskjálfti af stærðinni 6,1 um 330 kílómetra norðaustur af Jan Mayen eða 880 kílómetra í norðnorðaustur frá Fonti á Langanesi.

Þessi skjálfti var litlu minni en jarðskjálftinn sem varð 29. maí 2008 í Ölfusi. Ólíklegt er að skjálfti á Mið-Atlantshafshryggnum valdi flóðbylgju.

Veðurstofa Íslands er þátttakandi í evrópsku samstarfsverkefni (TRANSFER) um rannsóknir til að efla skilning á upptökum og orsökum flóðbylgna (tsunami).

Unnið er að því að fá rauntímagögn frá jarðskjálftamælum umhverfis Norður Atlantshafið til þess að flýta fyrir ákvörðunum um stærð og staðsetningu jarðskjálfta sem verða á þessu svæði.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica