Fréttir
hópur fólks á bílastæði að búa sig til göngu
Lagt í gönguferð á Esjuna í einmuna veðurblíðu.

Farsímavefurinn í sumar

Hvar skín sól?

3.7.2009

Margir munu eflaust hafa gagn af nýjum farsímavef Veðurstofunnar, m.vedur.is, meðal annars til að skipuleggja útilegur og aðra afþreyingu. Í útilegunni er tölvan gjarnan skilin eftir heima en farsíminn iðulega með í för. Þessi aðferð til að nálgast veðurspár er nýstárleg fyrir marga.

Veðurstofan vekur athygli á því að aðgangur að farsímavefnum verður endurgjaldslaus hjá viðskiptavinum Símans í júlí og ágúst.

Eins og kynnt hefur verið eru þarna textaspár, staðaspár og veðurathuganir. Þetta eru mest sóttu gögnin á aðalvef Veðurstofunnar. Bráðlega munu svo veðurþáttaspár, nýlegir jarðskjálftar og rennsli í nokkrum helstu ám bætast við.

Slóðin á enska farsímavefinn er m.en.vedur.is.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica