Fréttir
Á Móskarðshnúkum
Á Móskarðshnúk.

Rannsókn á alþýðlegum veðurspám

24.4.2009

Veðurstofan vill vekja athygli á því að Þjóðminjasafn Íslands sendir um þessar mundir frá sér spurningaskrá um alþýðlegar veðurspár og veðurþekkingu (doc 1,0 Mb). Slík skrá var síðast send út árið 1975 og var þá aðallega spurt um hina gömlu alþýðlegu veðurfræði.

Fyrr á öldum var oft lífsnauðsynlegt að vera veðurglöggur. Þó nútímasamfélag geri ekki sömu kröfur þá getur þetta ennþá reynst mikilvæg færni.

Markmiðið með þessari skrá er að skoða hvernig þekkingin hefur lifað, auk þess sem staðbundin einkenni í veðurspám verða rannsökuð sérstaklega.

Í veðurspeki almennings endurspeglast m.a. vitneskja fólks um náttúruna og tengsl þess við sitt nánasta umhverfi. Margt hefur aldrei verið fest á blað hvað þetta varðar og er framlag fólks við að svara spurningaskránni því mikils virði.

Markmiðið er að breiður hópur karla og kvenna í öllum landshlutum taki þátt, allir sem telja sig á einn eða annan hátt búa yfir upplýsingum um alþýðlegar veðurspár.

Frekari upplýsingar um verkefnið eru á vef Þjóðminjasafnsins. Unnt er að sækja spurningaskrána til þess að senda svör á uppgefið netfang. Einnig má hafa beint samband við tengilið í gegnum síma.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica