Fréttir
Kort-17032024
Mynd sýnir spákort af úrkomuegund og -ákefð á landinu á sunnudag kl. 16. Norðaustanrhríð verður á Vestfjörðum.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum

17.3.2024

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum.

Spáð er norðaustan 15-23 m/s og snjókomu í dag en bætir í vind í nótt. Spár gera ráð fyrir langvarandi hríð á svæðinu fram á þriðjudag með tilheyrandi uppsöfnun á snjó. Búast má við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum og að vegir undir bröttum fjallshlíðum lokist vegna snjóflóða. Ekki er talin hætta í byggð að svo stöddu en aðstæður geta breyst þegar líður á veðrið.

Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist vel með aðstæðum.

Kort-17032024

Mynd sýnir spákort af úrkomuegund og -ákefð á landinu á sunnudag kl. 16. Norðaustanrhríð verður á Vestfjörðum.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica