Hlýjasti október síðan mælingar hófust
Nánast öruggt að árið verði það heitasta frá upphafi mælinga
Október 2023 var hlýjasti október mánuður sem mælst hefur á heimsvísu. Yfirborðshiti var að meðaltali 15,3°C, sem er 0,85°C yfir meðaltali samanburðartímabilsins 1991-2020 fyrir október og 0,4 °C yfir fyrra meti, sem var október 2019. Hitafrávik á jörðinni fyrir október 2023 var það næst hæsta sem sést hefur síðan mælingar hófust, en metið á september mánuður þessa árs.
Þessar upplýsingar koma fram í tilkynningu frá Copernicus ClimateChange Service (C3S) sem er rekið er fyrir Evrópusambandið af Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa (ECMWF).
Mun hærri tölur fást ef borið er saman við síðari helming 19. aldar, þ.e. 1850 - 1900, en það er notað sem viðmiðunartími áður en áhrifa iðnbyltingar fór að gæta á lofthjúpinn. Miðað við þetta tímabil var október í ár 1,7°C hlýrri en meðaltals október fyrir 1850 - 1900.
Ef hitafrávik allra mánaða ársins 2023 (janúar til október) eru skoðuð er meðaltal þeirra 1,43°C sem er 0,1°C hærra en sambærilegt meðaltal árið 2016 sem hefur hingað til verið hlýjasta janúar - október síðan mælingar hófust. Árið 2016 var jafnframt hlýjasta ár í sögunni. Byggt á þessu má telur C3S það nánast öruggt að árið 2023 verði það hlýjasta til þessa.
C3S birtir mánaðarlega fréttatilkynningar um breytingar í lofthjúpnum, hafinu og vatnafari. Þær byggja á umfangsmiklu gagnasafni og ERA5 greiningu ECMWF sem byggir á hnattrænu mælineti og gögnum frá veðurstöðvum, skipum, flugvélum og gervihnöttum.
Hægt er að fræðast meira og lesa fréttatilkynninguna hérÍtarefni má finna í frekari umfjöllun C3S
https://climate.copernicus.eu/2023-track-become-warmest-year-after-record-october
Myndir sýnir hnattræn hitafrávik í október frá 1940 til 2023. Frávikin eru reiknuð út frá tímabilinu 1991-2020.