Fréttir
Anna-hulda-pallbord
NOCCA – ECCA – ONE WORLD: Anna Hulda ásamt Alain Bourque einum af skipuleggjendum Adaptation Futures2023 sem mun fara fram í Október í Kanada í viðtali í lokaviðburði ECCA23.

Tækifæri fyrir Evrópu til þess að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga

Aðlögun er góð fyrir okkur – heilsu okkar og samfélag

27.6.2023

Áberandi samhljómur er á milli áskorana Evrópuþjóða þegar kemur að áhrifum loftslagsbreytinga og hvaða aðferðum skal beita til þess að undirbúa samfélög álfunnar undir afleiðingar þeirra. Samvinna og samstaða, sameiginlegt þekkingarnet, langtímahugsun, réttlát umskipti og tafarlaus innleiðing aðgerða eru meðal lykilatriða til þess að búa sig undir breyttan heim samkvæmt evrópskri ráðstefnu um aðlögun að loftslagsbreytingum, ECCA23, sem fram fór í Dublin í vikunni. Þar var líka bent á mikilvægi þess að fjármagn til aðlögunaraðgerða yrði aukið auk þess sem að stjórnvöld þurfi að leggja frekari áherslu á aðlögun í lögum og reglugerðum.

Aðlögun er ekki valkvæð heldur eitthvað sem mikilvægt er að huga að fyrir heilbrigt og lífvænlegt samfélag. Nú þegar er til nóg af gögnum, verkfærum, leiðbeiningum og reynslusögum sem geta aðstoðað við ákvarðanatöku. Það er ekki til neins að bíða heldur þarf að hefjast handa við innleiðingu aðgerða“, segir Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands.

Anna Hulda tók þátt í lokaviðburði ráðstefnunnar þar sem hún kynnti niðurstöður sjöttu norrænu ráðstefnunnar um loftslagsbreytingar og aðlögun, NOCCA23, sem fram fór í Reykjavík í apríl.

Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar stóð einnig fyrir hliðarviðburði á ráðstefnunni í Dublin þar sem fjallað var ítarlega um niðurstöður NOCCA23 sem voru nýlega birta í ágripi á síðu Norrænu ráðherranefndarinnar og má sjá upptöku frá viðburðinum hér að neðan.

 

Pallbord

Mynd 1: Lengst frá vinstri: Anna Hulda Ólafsdóttir sem leiddi panel umræður hliðarviðburðarins. Anna Luomaranta, hópstjóri og vísindamaður hjá FMI. Karin Lundgren Kowancki, Sérfræðingur í aðlögun að loftslagsbreytingum hjá sænska sérfræði ráðinu í aðlögun að loftslagsbreytingum hjá SMHI. Carlo Aall, prófessor hjá WNRI. Magnús Örn Agnesar Sigurðsson, sérfræðingur hjá skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Viðburðinum lauk með pallborði þar sem norrænir fulltrúar fjölluðu um hlutverk stjórnvalda til þess að styðja við aðlögun hjá sveitarfélögum (pallborðsumræður hefjast á 1:02:00 í upptökunn

Stronger together for a climate resilient north Vedurstofa Islands on Vimeo.


Theo

 

Mynd 2: Theódóra Matthíasdóttir fór yfir vel heppnaðar vinnustofur á NOCCA23 og lýsti aðferðum sem notaðar voru í vinnustofum fyrir sjávarstöðubreytingar og fyrir náttúrumiðaðar lausnir.

Magnus

 

Mynd 3: Magnús Örn Agnesar Sigurðsson fór yfir niðurstöður um málstofu um skipulagsmál ásamt því að kynna tilraunaverkefni á íslandi sem miðar að því að aðstoða íslensk sveitarfélög sem fram undan er við að greina áhrif og afleiðingar loftslagsbreytinga og móta aðgerðir til aðlögunar.

 EInhver

Mynd 4: Carlo Aall fór yfir loftslagsáhættur þvert á landamæri í samhengi við sveitarfélög á norðurlöndum.

Hiti í Evrópu árið 2022 yfir meðaltali

Í aðdraganada ráðstefnunnar voru kynnt nýjasta skýrsla Alþjóðaveðurmálastofnunarinnar, State of the Climate Europe 2022, þar sem gefið er yfirlit yfir ástand loftslags í Evrópu árið 2022. Samkvæmt henni hefur meðalhiti í Evrópu hækkað tvöfalt meira en annars staðar, en haft var eftir Önnu Huldu í viðtali við fréttastofu RÚV eftir viðburðinn að: „…það er ekki nóg bara að draga úr losuninni heldur þurfum við að fara í aðlögunaraðgerðir.“

Í skýrslunni kom fram að árið 2022 var Evrópa um það bil 2,3 °C yfir meðaltali fyrir iðnvæðingu (1850-1900) sem notað var sem grunnviðmið Parísarsamningsins um loftslagsbreytingar.

Í skýrslunni er sérstök áhersla lögð á orku og hvernig öfgar í veðri, þar á meðal mikill hiti, mikil úrkoma og þurrkar hafa vaxandi áhrif á framboð, eftirspurn og innviði orkukerfis Evrópu.

En til ljós í myrkrinu þá var framleitt meira af endurnýjanlegri raforku í Evrópu en mengandi jarðefnaeldsneyti í fyrsta skipti á síðasta ári. Vind- og sólarorka framleiddi 22.3% af raforku Evrópusambandsins (ESB) árið 2022 og fór fram úr jarðefnaeldsneyti (20%).

 

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica