Fréttir
20230210_Copernicus_januar_2023
Meðallofthiti í janúar 2023 í samanburði við meðalhita janúar á árabilinu 1991-2020. Rauður merkir hita yfir meðaltali og blár merkir hita undir meðaltali.

Janúar sá þriðji heitasti frá upphafi mælinga í Evrópu

Hafís Suðurskautsins í sögulegu lámarki í janúar

10.2.2023

Þrátt fyrir að Íslendingar hafi upplifað einstaka kuldatíð í janúar gildir slíkt hið sama ekki fyrir flesta aðra Evrópubúa. Meðalhiti í Evrópu í janúar mældist sá þriðji hæsti frá upphafi skráninga. Meðalhiti var sérstaklega hár í austur Evrópu og á Balkanskaganum á meðan Spánverjar upplifðu örlítið kaldari janúar en þeir eiga að venjast.

Loftslagsþjónustan Copernicus tekur reglulega saman yfirlit yfir breytingar á meðalhita, hafís og vatnafari í heiminum.

Yfirlit janúarmánaðar sýnir meðal annars að:  

  • Janúar 2023 var sá sjötti hlýjasti frá upphafi mælinga í Bandaríkjunum.
  • Í janúar 2023 mældist hiti yfir meðaltali í Suður-Ameríku.
  • Í janúar 2023 mældist hiti yfir meðaltali í suðurhluta Afríku og mestu leyti um miðbik og norðurhluta Afríku. 
  • Í janúar 2023 mældist hiti nokkru undir meðaltali í Ástralíu. 
  • Í Síberíu voru miklir kuldar.
  • Hafís Suðurskautsins var í sögulegu lágmarki eða 31% undir meðaltali fyrir janúar.
  • Hafís Norðurskautsins mældist 4% undir meðaltali fyrir janúarmánuð. Minnstur mældist hafísinn á Barentshafi og í kringum Svalbarða. 

„Mörg okkar hafa upplifað einstök hlýindi miðað við árstíma. Þessir miklu hitar í janúar eru greinileg vísbending um áhrif hnattrænnar hlýnunar og viðvörun um frekari öfgakennda atburði til framtíðar. Það er áríðandi að allir sem hlut eiga að máli bregðist skjótt við að draga úr þeirri hlýnun sem á sér stað,“ segir Samantha Burgess, sviðsstjóri hjá Copernicus.






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica