Fréttir

Miklar þrumur og eldingar á Norðvesturlandi og Vestfjörðum

16.7.2025

Miklar þrumur og eldingar hófust klukkan 7:41 í morgun við Húsafell. Virknin breiddist hratt yfir Sælingsdal, Hrútafjörð og hluta Strandasýslu og náði til Vestfjarða, einkum svæðisins við Önundarfjörð. Um klukkan 10 var eldingavirkni orðin áberandi yfir Reykhólasveit og Þorskafjarðarheiði. Klukkan 11 höfðu mælst yfir 450 eldingar frá því virknin hófst.

Veðurstofan fylgist áfram náið með þróun mála.

Is_1d-1-1-

Kortið sýnir mældar eldingar Veðurstofunnar frá kl. 7:41 til 11:00 í morgun. 






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica