Fréttir
Viti-lake-from-the-North-mynd-Michelle-Parks
Útsýni yfir Öskju og Víti, frá Norðri. Mynd: Michelle Parks/Veðurstofa Íslands.

Engar sjáanlegar breytingar á jarðhitavirkni í kringum Öskju og Víti

Hópur vísindamanna fór að Öskju að rannsaka aðstæður og unnið verður úr gögnum næstu daga

23.8.2023

Ferð vísindamanna frá Veðurstofunni að Öskju heppnaðist vel og er nú lokið. Dr. Melissa Anne Pfeffer og Dr. Michelle parks fóru fyrir ferðinni með það markmiðað gera athuganir, efla samskipti við landverði og aðra vísindamenn, mæla gas, safna gas og vatnssýnum, mæla hitasig og sýrustig í Víti og Öskjuvatni, safna gögnum úr GPS stöðinni OLAC sem er staðsett í öskjunni og aðstoða við GPS og hallarmælingar. Fyrsta niðurstöður sýna engar breytingar á gasi eða vatni frá fyrri árum en verið er að greina sýnin betur.  Engar sjáanlegar breytingar eru á landslagi og mælingar á hitastig og sýrustigi benda ekki til þess að breytingar hafa orðið á jarðhitavirkni í kringum Öskju og Víti. Tilkynningin sem barst þann 12.ágúst um gufustrók sem sást við jaðar Bátshrauns hefur verið túlkaður sem ryk vegna grjóthruns úr bröttum hlíðum öskjunnar.

Melissa-ad-maela-

Hér sést Dr. Melissa Anne Pfeffer taka gassýni frá jarðhitasvæðinu austur af Bátshrauni. Mynd: Michelle Parks.

Árleg vettvangsferð vegna landbreytinga fór einnig fram við Öskju. Sá sem fór fyrir ferðinni í síðustu viku var prófessor Erik Sturkell (Háskólanum í Gautaborg), en þessa vikuna mun prófessor Freysteinn Sigmundsson (Háskóli Íslands) taka við keflinu í samstarfi við Veðurstofuna. Fimm GPS stöðvum hefur verið komið fyrir á víð og dreif um öskjuna og gerður voru hallarmælingar á hrauninu sem myndaðist í eldgosum árin 1961 og 1921. Hallarmælingarnar sýna engar breytingar á staðsetningu landrisins síðan mælingar voru gerðar í ágúst árið 2022, en það er í samræmi við gögn frá GPS stöðvum og InSAR myndum. Þau Michelle Parks (Veðurstofunni) og Freysteinn Sigmundsson (Háskóli Íslands) leiða þetta verkefni sem er fjármagnað af ISVOLC en þau fengu öndvegisstyrk úr Rannsóknarsjóði, styrkur númer 239615-051

Michelle-parks-GPS-

Á myndinni er Dr. Michelle Parks að taka GPS mælingar með prófessor Erik Sturkell. Mynd: Melissa Anne Pfeffer.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica