Fréttir

Appelsínugular viðvaranir vegna mikillar snjókomu á suðvesturhorni landsins

28.10.2025

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir vegna mikillar snjókomu og skafrennings á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi síðar í dag.

Gera má ráð fyrir talsverðum samgöngutruflunum og erfiðri færð, sérstaklega þegar líður á daginn og fram á kvöld.

  • Faxaflói: Appelsínugul viðvörun tekur gildi kl. 14:00 og gildir til miðnættis.
    Norðan 10–15 m/s, mikil snjókoma og skafrenningur, einkum sunnantil á svæðinu.
  • Höfuðborgarsvæðið: Appelsínugul viðvörun frá kl. 17:00 til 00:00, mikil snjókoma eða slydda og líkur á talsverðum samgöngutruflunum.
  • Suðurland: Appelsínugul viðvörun frá kl. 16:00 til 00:00, víða snjókoma og hvassviðri með versnandi akstursskilyrðum.

Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám, tryggja öryggi á ferðum og leggja fyrr af stað heim ef ferðast þarf yfir Hellisheiði eða Reykjanesbraut þar sem snjókoman gæti aukist hratt síðdegis.

Frekari upplýsingar og uppfærðar viðvaranir má finna á vedur.is/vidvaranir







Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica