Greinar

Spáforsíða - Haukur Hauksson 11.3.2020

Stutt lýsing á kortum og staðarspám á spáforsíðu.

Lesa meira

Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar - Sigurlaug 6.11.2017

Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar byggist á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (Common Alerting Protocol) og er stafrænt snið fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðvarana um náttúruvá. Útgefin skeyti eru á stöðluðu formi sem samræmir alla miðlun viðvarana yfir mismundandi samskiptaleiðir og miðla. Hvert CAP skeyti inniheldur upplýsingar um þá náttúruvá sem varað er við, landshlutann sem viðvörunin nær til, gildistíma og mat á því hversu mikil áhrif umrædd vá getur haft á samfélagið.

Lesa meira
Reykjavík 28. nóvember 2015

Jólasnjór í Reykjavík - Trausti Jónsson 19.12.2016

Á 95 ára tímabili frá 1921 til 2015 voru 43 jóladagar hvítir í Reykjavík. Hér má finna lista um snjódýpt og snjóhulu á jóladagsmorgunn í Reykjavík. Örfá ár vantar inn í listann.

Lesa meira

Tíðavísur úr Flatey - Trausti Jónsson 7.6.2016

Karl Guðbrandsson símstöðvarstjóri í Flatey var veðurathugunarmaður þar á árunum 1966 til 1971. Fyrir kom að hann sendi kviðlinga með veðurskýrslunum og þar á meðal tíðavísurnar hér að neðan.

Lesa meira
Sólsetur

Sól eða sólskin? - Trausti Jónsson 23.5.2016

Árið 1967 barst Veðurstofunni bréf með ábendingu um orðalag veðurfregna í útvarpi. Neðst á bréfið letrar veðurfræðingur áminningu til samstarfsmanna sinna: „Rétt! Veðurþulir athugið, JJ“. Bréfið er frá Hreiðari Karlssyni í Þorlákshöfn.

Lesa meira

Ljósmyndir frá vígslu ofurtölvunnar - Jóhanna M. Thorlacius 28.4.2016

Hér gefur að líta fjölmargar ljósmyndir frá vígslu dönsku ofurtölvunnar 28. apríl 2016.

Lesa meira

Ljósmyndir frá ársfundi 2016 - Jóhanna M. Thorlacius 15.4.2016

Hér ber að líta örfáar myndir af fyrirlesurum, starfsmönnum og gestum á ársfundi Veðurstofunnar 2016.

Lesa meira

Alþjóðlegi veðurdagurinn 2016 - Halldór Björnsson 23.3.2016

Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) tileinkaði veðurdaginn 23. mars 2016 hnattrænum loftslagsbreytingum og auknum öfgum í veðurfari. Yfirskrift dagsins var: Hlýrra, þurrara, votara. Horfumst í augu við framtíðina. Í kynningu frá WMO er farið yfir nýlegar öfgar í veðurfari víða um heim og fjallað um mikilvægi þess að ákvarðanir séu byggðar á bestu þekkingu.

Lesa meira

Um mælivillur í veðurmælingum - Guðrún Nína Petersen 2.3.2016

Á forsíðu vefs Veðurstofunnar eru birtar óyfirfarnar frumniðurstöður veðurmælinga. Í flestum tilvikum er um góðar og gildar mælingar að ræða en í undantekningatilfellum er um mælivillu að ræða.

Ástæður mælivilla geta verið ýmsar. Þegar veðurmælingar sýna gildi langt fyrir utan þá mælispönn sem búist er við er rétt að kanna mælingarnar til hlítar.

Í sumum tilvikum getur verið um áreiðanlega mælingu á öfgakenndu veðri og mikilvægt að útiloka ekki þann möguleika.

Lesa meira
Ísland

Kerfisbundin villa í langtímahitaspám - Guðrún Nína Petersen 29.1.2016

Glöggir notendur myndrænna veðurspáa á vef Veðurstofunnar hafa tekið eftir því að á kyrrum dögum vill frostið herða í spánni, oft snögglega, þegar komið er fram á og yfir fjórða spádag. Í sumum tilvikum er kýrskýrt að spáin mun ekki rætast. Sem dæmi má taka að í nokkrum tilvikum hefur verið spáð a.m.k. 30 stiga frosti á Reykjanesskaga sem líklega er meira en nokkurn tímann mun mælast þar.

Lesa meira

Ljósmyndir frá Aðventuþingi 2015 - Jóhanna M. Thorlacius 3.12.2015

Hér má sjá ljósmyndir af áhugasömum þátttakendum á Aðventuþingi Veðurfræðifélagsins.

Lesa meira

Norðurljósamyndir - Veðurstofa Íslands 18.11.2015

Í þessa grein er safnað ljósmyndum af norðurljósum. Nú þegar má sjá myndir frá 2012 - 2015; teknar í Kópavogi, í Rauðhólum austan Reykjavíkur, í Flatey á Breiðafirði og á Sandskeiði.

Lesa meira

HARMONIE veðurspálíkanið - Veðurstofa Íslands 2.11.2015

Háupplausnar-líkanið HARMONIE reiknar veðurspá í þéttu reiknineti. Tekið er tillit til margra ólíkra þátta sem hafa áhrif á þróun veðurs, s.s. hita, loftþrýstings, vinda, vatnsgufu, skýja og úrkomu auk víxlverkana við yfirborð hafs og yfirborð lands. Ólíkt grófari líkönum reiknar HARMONIE lóðrétta hröðun loftsins sem gerir kleift að herma eftir stærri skúraskýjum og úrkomunni sem þeim fylgir. Þá hermir líkanið betur eftir kröppum skilum, fjallabylgjum og öðrum yfirborðsáhrifum vegna landgerða. HARMONIE inniheldur einnig ýmiss hjálparlíkön.

Lesa meira

Skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esju - Árni Sigurðsson 13.10.2015

Farið var upp í Gunnlaugsskarð laugardaginn 10. október 2015 til að skoða skaflinn góða, sem er borgarbúum vísbending um veðurfar. Þar var kominn nýr snjór, 10-15 cm þykkur, en auðvelt var finna gamla skaflinn. Lengd hans var gróflega stikuð og virtist vera um 500 m. Þykktin var allvíða yfir 5 m.

Lesa meira

Veðurstöðin á Skálafelli endurnýjuð - Veðurstofa Íslands 7.5.2015

Síðla vetrar 2014 - 2015 féll mastrið sem ber uppi sjálfvirku veðurstöðina á Skálafelli og fyrsta dag aprílmánaðar var farið upp á Skálafell að sækja mastrið. Hafin er smíði á nýju mastri eftir því gamla vegna þess að þörf er á veðurstöð á þessum stað. Sennilega hefur stag slitnað eða losnað frá mastrinu. Það olli því að mastrið féll vegna ísingar og vinds. Vera má að stagið hafi slitnað eða losnað frá töluvert áður en mastrið féll.

Lesa meira

Hlýindi ársins 2014 - Trausti Jónsson 29.1.2015

Tekinn var saman listi yfir meðalhita ársins 2014 og hann borinn saman við meðalhita annarra hlýrra ára á 80 veðurstöðvum. Í yfirlitinu eru allar mannaðar stöðvar sem enn eru starfræktar og sjálfvirkra athugana í beinu framhaldi þar sem hefðbundnum mælingum hefur verið hætt. Að auki var litið á mælingar fáeinna sjálfvirkra stöðva þar sem athugað hefur verið lengur en frá 2003. Fjölmargar sjálfvirkar stöðvar eru ekki með á listanum.

Lesa meira

Tíðarfar ársins 2014 - Trausti Jónsson 26.1.2015

Árið 2014 einkenndist af miklum hlýindum meginhluta ársins en víða var mjög úrkomusamt og sumarið sólarrýrt. Óvenjuhlýtt var á landinu öllu. Við norðurströndina og víða austanlands er árið það hlýjasta frá upphafi mælinga, þar á meðal bæði í Grímsey og á Teigarhorni þar sem mælt hefur verið samfellt að kalla frá 1874 og 1872. Þrátt fyrir hlýindin þótti tíðarfar nokkuð blendið því sumarið var dauft um landið sunnan- og vestanvert. Þrálátar úrkomur voru austanlands framan af ári og það endaði með illviðrasömum desember.

Lesa meira

Ísun skýja - Trausti Jónsson 9.1.2015

Ísun er nafn á ferli sem breytir skýjadropum í ískristalla og síðan snjó eða slyddu og getur eytt skýi á skammri stundu. Ískristallarnir vaxa það mikið, eða fara að loða svo margir saman, að þeir falla niður úr skýinu í úrkomuslæðu. Slæðan sést best meðan hún er samsett af snjóflyksum, sem síðan bráðna.

Lesa meira

Meðalhiti íslenska vetrarins - Trausti Jónsson 5.5.2014

Samkvæmt gamla tímatalinu er íslenski veturinn 26 vikur. Íslenski veturinn 2013 til 2014 var hlýr á landinu, sá 8. hlýjasti í Reykjavík frá 1950 en sá 9. hlýjasti á sama tíma á Akureyri. Mörsugur og einmánuður voru sérlega hlýir og sömuleiðis var góa mjög hlý. Gormánuður var kaldastur, sá eini sem var undir gamla meðaltalinu 1961 til 1990. Línurit sýnir meðalhita íslenska vetrarins frá 1950 til 2014.

Lesa meira

Alþjóðlegi veðurdagurinn 2014 - Veðurstofa Íslands 20.3.2014

Stofnskrá Alþjóðaveðurfræðistofnun-arinnar gekk í gildi 23. mars 1950. Þess er minnst árlega á „alþjóðlega veðurdeginum“, fyrst árið 1960.

Í ár er yfirskrift hans: Veður og veðurfar: Virkjum unga fólkið. Í ávarpi sínu segir forstjóri WMO að þótt vandi framtíðar sé gríðarlegur hafa tækifærin til að snúast gegn honum aldrei verið meiri.

Lesa meira

Tíðarfar ársins 2013 - Trausti Jónsson 15.1.2014

Tíðarfar var lengst af hagstætt en þó telst vorið hafa verið óhagstætt víða um landið norðan- og austanvert og sumarið var lakara sunnanlands heldur en verið hefur um alllangt skeið.

Árið var fremur hlýtt, hiti var á bilinu 0,4 til 1,0 stig yfir meðallaginu 1961 til 1990. Ívið kaldara var þó heldur en hefur yfirleitt verið það sem af er nýrri öld. Suðvestanlands var það hið kaldasta frá árinu 2000 en í öðrum landshlutum var lítillega lægri eða mjög svipaður hiti á árunum 2005 og 2011. Úrkoma var í ríflegu meðallagi.

Lesa meira
Frá Vestmannaeyjum

Hátíðarveðrið í rúm 60 ár - Þórður Arason 20.12.2013

Á einföldum Íslandskortum er hægt að sjá hvernig veðrið var um hátíðirnar allt frá árinu 1949. Hægt er að skoða veðrið klukkan sex á aðfangadagskvöld, á hádegi á jóladag eða á miðnætti á gamlárskvöld, eins langt aftur og óskað er. Fleiri merkisdaga má velja úr lista eða skrifa inn dagsetningu að eigin vali.

Lesa meira

Sólstólpar - Veðurstofa Íslands 16.11.2013

Hér verður safnað þeim myndum sem Veðurstofunni berast af sólstólpum.

Lesa meira

Skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esju - Barði Þorkelsson 29.10.2013

Öðru hvoru er kannað hvort skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esju sé horfinn, eins og gerst hefur undantekningalítið eftir árið 2000. Haustið 2011 voru farnar nokkar ferðir og staðfest að skaflinn var á sínum stað. Aftur á móti hvarf hann haustið 2012. Í þessari grein eru nýlegar myndir. Hvernig stóðu málin haustið 2013?

Lesa meira

Þyrlar og sveipir - Halldór Björnsson 15.2.2013

Rykþyrlar eru algengir á hlýjum dögum á sendnu undirlendi og í kjölfar Eyjafjallajökulsgossins mátti sjá stóra öskuþyrla á Markarfljótsaurum sem þyrluðu öskunni hátt á loft. Í þessari grein má fræðast um þyrla og sveipi af ýmsu tagi, bæði á Íslandi og annars staðar. Veðurstofan þiggur ljósmyndir af slíkum fyrirbærum hérlendis.

Lesa meira

Leiðbeiningar með veðurþáttaspám - Garðar Þór Magnússon 23.1.2013

Veðurþáttaspár eru sjálfvirkar veðurspár sem eru búnar til með tölvulíkani.

Lesa meira

Tíðarfar árið 2012 - Trausti Jónsson 4.1.2013

Tíð var hagstæð lengst af og hlýtt var í veðri. Árið byrjaði þó með miklum umhleypingum og illiviðrum sem milduðust þegar á leið. Um mánaðamótin mars/apríl skipti mjög um veðurlag og við tóku norðlægar áttir sem voru lengst af ríkjandi það sem eftir lifði árins.

Lesa meira
frumstætt veðurkort

Eftirminnileg veðurkort - Trausti Jónsson 17.12.2012

Veðurkort hafa verið gerð á Veðurstofu Íslands frá upphafi hennar, lengst af mörg á dag. Sum þeirra eru harla eftirminnileg. Hér eru gefin tólf dæmi frá 1929 til 2004, eitt úr hverjum mánuði ársins, auk fyrsta kortsins sem gert var á Veðurstofunni.

Lesa meira

Jöklar við Norður-Atlantshaf rýrna hratt - Tómas Jóhannesson 22.11.2012

Jöklar við Norður-Atlantshaf hafa hopað og þynnst hratt síðustu árin eins og raunin er með jökla víðast hvar á jörðinni. Grænlandsjökull rýrnar langmest af þeim jöklum sem um er fjallað og minnkaði á árunum 2003-2011 sem nemur um 230 km³ vatns á ári að meðaltali og hækkaði sjávarborð heimshafanna um u.þ.b. 0,65 mm á ári af þeim sökum. Um þetta er fjallað í skýrslu SVALA verkefnisins sem út kom árið 2012.

Lesa meira

Af gamla íslenska sumrinu - Trausti Jónsson 29.10.2012

Síðla hausts er Veðurstofan oft spurð um það hvernig sumarið, samkvæmt gamla íslenska misseristímatalinu, hafi komið út varðandi hita, úrkomu, sólskinsstundafjölda og fleira. Hér má sjá meðaltöl frá í fyrra. Slíkt hefur ekki verið reiknað nema í undantekningartilvikum.

Lesa meira
norðurljós

Segulsvið jarðar og norðurljós - Þórður Arason 10.10.2012

Norðurljós stafa af truflunum á segulsviði jarðar sem rafhlaðnar eindir í sólvindinum valda. Hér er birt ítarefni og ný mæligögn sem sýna stöðu segulsviðstruflana og styrk norðurljósa í dag.

Lesa meira

Geimveðurspá - Þórður Arason 10.10.2012

Eindastraumur frá sólu hefur áhrif á segulsvið jarðar. Spár um slíkan eindastraum eru kallaðar geimveðurspár og nýtast sem norðurljósaspár. Hér er birt ítarefni og nokkur geimveðurspárit í rauntíma.

Lesa meira

Haustferð til mælinga á Hofsjökli 2012 - Þorsteinn Þorsteinsson 3.10.2012

Sumarleysing var mæld á Hofsjökli í september 2012. Ákoma var með mesta móti um veturinn en sumar-afkoman var nærri meðaltalinu frá aldamótum víðast hvar um jökulinn, vegna hlýinda um vorið og sumarið. Hópur erlendra vísindamanna var með í för. Verið er að þróa óvenjulegt tæki sem getur brætt sig á ská niður í jökulís og óskaði hópurinn eftir því að fá að prófa það á Hofsjökli. Það verður notað við sýnatöku á Suðurskautslandinu.

Lesa meira

Leiðbeiningar með norðurljósasíðum - Jóhanna M. Thorlacius 25.9.2012

Norðurljósasíður gefa upplýsingar um virkni norðurljósa, birtustig og skýjahulu, fyrst og fremst nú í kvöld en einnig nokkra daga fram í tímann. Þessi grein veitir leiðbeiningar um það í hvaða röð er best að skoða upplýsingarnar og hverjar líkurnar eru á að sjá norðurljós og hvar.

Lesa meira

Veðrið sem gekk yfir landið 9.-11. september 2012 - Kristín Hermannsdóttir 19.9.2012

Fyrsta haustlægðin var óvanalega djúp og köld árið 2012. Í slíkum tilvikum er mjög mikilvægt að veðurupplýsingar komist til skila. Lofthiti varð einni til tveimur gráðum lægri en allflestar spár gerðu ráð fyrir, þannig að sú úrkoma sem féll var meira slydda og snjókoma heldur en rigning og slydda. Nú þarf að skoða hvað hefði mátt fara betur, bæði í spám og upplýsingagjöf. Lærdóminn af þessu tilviki þarf að nýta fyrir næsta óvenjulega veður.

Lesa meira

Hvernig nýtast vindpokar? - Birta Líf Kristinsdóttir 17.9.2012

Vindpokar eða vindsokkar eru notaðir á flugvöllum til að gefa flugmönnum sjónræna vísbendingu um stefnu og styrk vinds í flugtaki og lendingu. Vindpokar geta verið í mörgum litum en hér á landi er heillitaður appelsínugulur poki í notkun eða röndóttur, hvítur og appelsínugulur.

Lesa meira

Af illviðrinu 10. til 11. september 2012 - Trausti Jónsson 14.9.2012

Dagana 10. til 11. september gerði mikið hríðarveður um landið norðan- og norðaustanvert. Fjölda fjár fennti, ísing og hvassviðri sleit raflínur og einnig urðu miklar samgöngutruflanir. Úrkoma var mikil og féll að hluta til sem snjór á stórum hluta svæðisins. Snjómagnið var óvenjumikið miðað við árstíma.

Lesa meira
þunn ský, mjór flugslóði yfir eins og strik

Klósigar og flugslóðar - Guðrún Nína Petersen 8.8.2012

Stundum má líta samspil náttúrulegra og manngerðra skýja. Klósigar eru náttúruleg háský en flugslóðar myndast þegar heitur og rakur útblástur frá þotum blandast köldu lofti. Í þurru lofti gufa flugslóðar hratt upp en þar sem loftið er rakt vara þeir lengur. Þess vegna geta þeir birst sem sundurslitin strik. Ef þotur fljúga yfir klósigabreiðu falla skuggar af flugslóðunum á háskýin.

Lesa meira
ský

Úrkomuslæður - Birta Líf Kristinsdóttir 30.7.2012

Einstaka sinnum þegar úrkoma fellur úr skýjum nær hún ekki til jarðar heldur gufar upp á leiðinni. Þetta fyrirbæri sést stundum vel og kallast þá úrkomuslæður. Ástæður fyrir uppgufuninni geta verið margvíslegar, t.d. getur lágt rakastig eða hærra hitastig loftsins í lægri hæðum stuðlað að uppgufun. Einnig getur rísandi loft hindrað úrkomuna í að ná til jarðar.

Lesa meira
þétt ský

Veturinn 2011 til 2012 - Trausti Jónsson 3.4.2012

Veturinn byrjaði með miklu kuldakasti sem stóð í hálfan mánuð. Síðan hlýnaði heldur og miklir umhleypingar tóku við með blotum, snjókomum og frostum til skiptis þannig að illa var komist um jörðina. Færð var með versta móti enda snjór meiri en um tíu ára skeið um landið sunnan- og vestanvert. Þegar leið fram á þorrann linaði nokkuð og þótt hin órólega tíð héldi áfram allt til loka vetrarins var hún umtalsvert mildari og vægari í febrúar og mars heldur en verið hafði fyrri hluta vetrar. Í marslok komu nokkrir óvenjulega hlýir dagar.

Lesa meira
Við Elliðavatn

Snjór í Reykjavík og á Akureyri - Trausti Jónsson 15.3.2012

Snjólag er athugað á hverjum morgni klukkan 9. Þá er úrkoma einnig mæld. Úrkoman næstliðins sólarhrings er síðan aðgreind í þrjár tegundir, rigningu, slyddu og snjókomu. Úrkoma lendir í snjókomuflokkinn ef ekkert hefur fallið nema snjór, sömuleiðis telst úrkoman rigning ef hún hefur öll fallið í vökvaformi. Öll önnur tilvik teljast slydda, líka þótt snjór og regn hafi fallið á aðskildum tímabilum sólarhringsins. Hér má finna meðaltöl fyrir snjóhulu og fleira.

Lesa meira

Um vindörvar á kortum - Veðurstofa Íslands 6.3.2012

Hluti leiðbeininga með veðurþáttaspám er birtur hér í sérstakri grein.

Lesa meira
Fell við Breiðamerkurjökul

Tíðarfar árið 2011 - Trausti Jónsson 20.1.2012

Árið 2011 var í heild hlýtt og veðurfar þess verður að teljast hagstætt. Mikið kuldakast um mestallt land síðari hluta maímánaðar og í byrjun júní spillti þó ásýnd þess að nokkru.

Lesa meira

Skýringar við úrkomu- og snjódýptarkort - Þórður Arason 9.1.2012

Skýringar við úrkomu- og snjódýptarkort á vefnum.

Lesa meira
kirkjuturn ber við glitský

Fleiri glitský í desember 2011 - Veðurstofa Íslands 12.12.2011

Glitský sjást aldrei á nóttunni, heldur í ljósaskiptunum. Þau sjást best í tvær og hálfa klukkustund í kringum sólarupprás og sólarlag en í svartasta skammdeginu er það aldrei seinna en um kl. sex að kvöldi.

Lesa meira
Hvalreki á Skagaströnd í janúar 1918

Kuldametið 1918 - Trausti Jónsson 6.12.2011

Frostaveturinn mikla, 1918, var kaldast í Reykjavík og víðar á landinu frá því mælingar hófust.

Lesa meira
snjóskafl í þoku

Skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esju - Árni Sigurðsson 4.10.2011

Á haustin hættir snjór að bráðna á hærri fjöllum og úrkoman fellur í vaxandi mæli sem snjór. Öðru hvoru er kannað hvort skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esju sé horfinn, eins og gerst hefur undantekningalítið eftir árið 2000. Margir miða við hvort skaflinn sést frá Reykjavík en haustið 2011 voru farnar skoðunarferðir og staðfest að skaflinn var á sínum stað. Hvernig er staðan haustið 2012?

Lesa meira
vedurspa_leikur

Veðurspáleikur - Guðrún Nína Petersen 16.9.2011

Veðurleikurinn er einfaldur og snýst um að gera sem réttastar veðurspár. Að þessu sinni hefst leikurinn mánudaginn 12. mars. Frá mánudegi til föstudags gera þátttakendur spá fyrir tvo staði, tvo daga fram í tímann. Spárnar eru síðan bornar saman við veðurathuganir og stig gefin eftir því hversu réttar þær reynast vera. Sá vinnur sem fær flest stig samanlagt fyrir leikdagana fimm.

Lesa meira
HaMa_0878

Hrævareldar, haglél og rétt viðbrögð við eldingahættu - Veðurstofa Íslands 15.9.2011

Haglél kemur úr skúraflókum en slík ský geta myndað sterkt rafsvið. Áður en rafsvið verður svo sterkt að eldingar myndist getur jónun átt sér stað. Í rökkri sést þá bláleitur logi frá oddmjóum hlutum, sem kallast hrævareldur, en honum fylgir oft suð. Gönguhópur á Eiríksjökli lenti í hagléli og eldingahættu í ágúst 2011. Viðbrögð hópsins voru hárrétt. Full ástæða er að reyna að koma sér úr aðstæðum þar sem rafsvið er öflugt.

Lesa meira
kirkja, árbakki, vatnshæðarmælir

Vatnshæðarmælir í Ölfusá - Snorri Zóphóníasson 19.6.2011

Vatnshæðarmælir nr. 64 er brunnmælir á eystri bakka Ölfusár skammt neðan brúar við Selfoss. Vegna þess að þetta er fyrsti vatnshæðarsíriti á Íslandi stefnir Veðurstofan að því að varðveita hann í þeirri mynd sem hann er.

Lesa meira
lítill hópur manna við fána

Alþjóðaveðurfræðistofnunin og norðurslóðir - Trausti Jónsson 3.6.2011

Nýafstaðið er aðalþing Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar og Halldór Pétursson þróunarstjóri Veðurstofunnar, sóttu aðalþingið fyrir Íslands hönd. Vera má að athygli stofnunarinnar muni beinast að norðurslóðum í meira mæli en verið hefur um nokkurt skeið fyrir atbeina nýs forseta sem kjörinn var á aðalþinginu. Líklegt er að slík stefnubreyting hafi áhrif á starfsemi Veðurstofu Íslands.

Lesa meira
hópur manna við mælitæki utandyra

Ljóssjá mælir vindhraðabreytingar - Halldór Björnsson 3.6.2011

Ljóssjá, sem mælir bæði endurskin loftagna og Doppler hrif sem stafa af hreyfingu þeirra, gerir það kleift að mæla vindhraðabreytingar í sniði frá yfirborði upp í um 200 m hæð. Þetta býður upp á víðtækari mælingar á vindhraða en áður hafa verið gerðar á Íslandi.

Lesa meira
gosmökkur

Áhrif gjóskufalls á leysingu jökla - Oddur Sigurðsson 30.5.2011

Þegar þunn slikja af ösku leggst á yfirborð jökuls minnkar endurkast (albedo) jökulsins verulega og mun stærri hluti geislunar, sem er einn þeirra orkuþátta sem mest áhrif hafa á leysingu jökuls, fer í að bræða snjó og ís. Grímsvatnagosið í maí 2011 lagði mikla gjósku yfir stóran hluta Vatnajökuls. Því má gera ráð fyrir að á sumri komanda verði minna vatn í öllum jökulám frá Tungná í vestri og austur fyrir Skeiðará og gera verður ráð fyrir að aurburður aukist til muna.

Lesa meira

Áratugaútgildi - Trausti Jónsson 23.3.2011

Við lok ársins 2010 óskaði Alþjóðaveðurfræðistofnunin eftir því við aðildarþjóðir sínar að þær sendu þeim yfirlit um útgildi sólarhringsúrkomu hámarks- og lágmarkshita hvers áratugar frá 1901 til 2011. Taflan hér að neðan er svar við þeirri fyrirspurn. Lesa meira
Snjóflóð í Hnífsdal 2005

Helstu veðuratburðir 2001 til 2010 - Trausti Jónsson 23.3.2011

Við lok ársins 2010 óskaði Alþjóðaveðurfræðistofnunin eftir því við aðildarþjóðir sínar að þær sendu þeim yfirlit um helstu veðurfarshamfarir áratugarins. Hér var erfitt í efni því þessi fyrsti áratugur 21. aldar var fádæma veðragóður hér á landi. Lesa meira
kort af flóðbylgju

Sjávarskafl (tsunami) - Halldór Björnsson 11.3.2011

Sjávarskaflinn í Japan 11. mars 2011 orsakaðist af mjög öflugum jarðskjálfta. Kort af ferð flóðbylgunnar má skoða á vef BBC. Á síðasta áratug 20. aldar er talið að um 4000 manns hafi farist í rúmlega 80 slíkum flóðbylgjum. Oftast má rekja sjávarskafla til jarðskjálfta, til dæmis á flekamótum þar sem flekar rekast saman. Lesa meira
aðalstöðvar ECMWF

Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa, ECMWF - Veðurstofa Íslands 9.3.2011

Spár Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa, ECMWF, eru grundvöllur fyrir veðurspár á Atlantshafi, fyrir flugþjónustu allt að norðurpólnum og margar textaspár sem Veðurstofa Íslands gefur út. Á vefnum vedur.is má víða sjá neðanmálstilkynningar um að gögnin byggist á útreikningum líkans frá ECMWF. Lesa meira
foss

Tíðarfar árið 2010 - Trausti Jónsson 21.1.2011

Veðurfar ársins 2010 var óvenjulegt á marga lund hér á landi. Þetta á sérstaklega við um landið sunnan- og vestanvert þar sem árið var í senn í hópi þeirra hlýjustu, þurrustu og snjóléttustu. Tíðarfar var lengst af með ágætum. Illviðri voru með vægasta móti. Lesa meira
gosmökkur

Gosmökkurinn úr Eyjafjallajökli og samskipti hans við lofthjúpinn - Guðrún Nína Petersen 13.1.2011

Eldgosið í Eyjafjallajökli stóð í 39 daga. Á þessum tíma voru tvö tímabil með mikilli sprengivirkni en einnig tímabil með hraunmyndun og minni sprengivirkni. Lengd gossins og breytileiki þess gefa einstakt tækifæri til að skoða fjar- og næráhrif lofthjúpsins gosmakkarins og dreifingu ösku og annara gosagna. Lesa meira
kort af Íslandi - öskudreif

Rennsli í ám á vatnsárinu 2009/2010 - Snorri Zóphóníasson 29.12.2010

Það sem einkennir rennsli vatnsfalla á vatnsárinu 2009/2010 er annars vegar hin mikla jökulbráð á svæðum þar sem aska frá Eyjafjallajökulsgosinu lá í hæfilegri þykkt á jöklum landsins og hins vegar lítið rennsli í drag- og lindám vegna lítillar úrkomu, einkum á Vesturlandi. Lesa meira
hnötturinn skyggður að hálfu nærri Íslandi

Vetrarsólhvörf 2010 - Þórður Arason 21.12.2010

Vetrarsólhvörf, eða vetrarsólstöður, eru þegar sól er lægst á lofti á norðurhveli jarðar og dagurinn stystur. Vetrarsólhvörf 2010 eru 21. desember kl. 23:38.

Lesa meira
Esjan

Fannir í Esju mæla lofthita - Páll Bergþórsson 10.12.2010

Sumarið 2010 hvarf skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esju tíunda árið í röð. Það hefur aldrei gerst svo lengi samfellt síðan farið var að fylgjast nokkuð reglulega með þessari fönn árið 1909. Lesa meira
A-spá

Áhrif reikninets á veðurspár - Guðrún Nína Petersen 26.11.2010

Myndrænar hitaspár á vef Veðurstofunnar, svokallaðar veðurþáttaspár, eru hreinar tölvuspár. Ef grannt er skoðað sést að þeim er skipt upp í þrjá flokka: A, B og C. Lesa meira
hnötturinn skyggður að hálfu

Haustjafndægur 2010 - Þórður Arason 22.9.2010

Jafndægur eru tvisvar á ári. Þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar og stefna frá miðju jarðar í sólmiðju hornrétt á snúningsás jarðar. Þessi atburður verður á tilteknu augnabliki innan dagsins. Haustjafndægur 2010 eru 23. september kl. 03:09.

Lesa meira
Dobson-tækið

Mælingar á ósonlaginu yfir Íslandi - Árni Sigurðsson 13.9.2010

Magn ósons í háloftunum yfir Reykjavík hefur verið mælt daglega og nær óslitið síðan 1957. Það sýnir framsýni þáverandi yfirmanna Veðurstofunnar að taka þátt rannsóknum á ósonlaginu áður en grunsemdir um ósoneyðingu vegna mengunar af mannavöldum tóku að vakna.

Lesa meira
tveir regnbogar rísa upp frá sama stað

Speglaðir regnbogar - Hróbjartur Þorsteinsson 10.9.2010

Regnbogar sem skarast hafa mismunandi miðpunkta sem hægt að útskýra með tilvist tveggja ljósgjafa. Algengasta ástæðan er sú, að sólarljósið speglast af sléttu yfirborði vatns og myndar þannig speglaðan ljósgjafa fyrir neðan sjóndeildarhringinn. Lesa meira
Vifilsstadir_t13

Vífilsstaðir - Trausti Jónsson 7.9.2010

Nú eru eitt hundrað ár liðin frá stofnun Vífilsstaðaspítala. Þá má nota tækifærið til að rifja upp að þar var veðurathugunarstöð á árunum 1910 til 1923. Fyrstu sólskinsstundamælingar á landinu voru gerðar á Víflisstöðum. Úrkomumælingar voru gerðar á staðnum 1963 til 1999. Lesa meira

Háloftakort: 300 hPa - Trausti Jónsson 1.9.2010

Á norðurslóðum er 300 hPa-flöturinn mjög ofarlega í veðrahvolfinu ekki fjarri athafnasvæði þeirrar meginvindrastar sem kennd er við pólinn. Þar er því gott að fylgjast með röstinni, bylgjuhnykkjum hennar og tengdum fyrirbrigðum. Lesa meira
hitamælaskýli

Íslenska hitamælaskýlið - Trausti Jónsson 1.9.2010

Íslenska hitamælaskýlið er öðruvísi en þau sem algengust eru í heiminum, það er t.d. talsvert lokaðra. Tiltölulega opin rimlaskýli eru algengust, rimlar á skýlinu eru þá skásettir þannig að beinnar geislunar gæti ekki við mælana. Lesa meira
kort af suðvesturhorni landsins með vindörvum

Veðursjá Veðurstofu Íslands - Hreinn Hjartarson 25.6.2010

Í vor lauk endurbótum á veðursjá Veðurstofunnar. Þá bættist við rafeinda- og hugbúnaður sem gerir kleift að meta vindafar á svæðinu með svokallaðri Doppler mælingu.

Lesa meira
hnötturinn skyggður að hálfu fjarri Íslandi

Sumarsólstöður 2010 - Þórður Arason 18.6.2010

Sumarsólstöður eru þegar sól er hæst á lofti á norðurhveli jarðar og þær ber ýmist upp á 20. eða 21. júní. Árið 2010 voru þær mánudaginn 21. júní kl. 11:28.

Lesa meira

Úrkoma í grennd við Eyjafjallajökul - Þórður Arason 10.6.2010

Í þessari grein má fylgjast með úrkomu í grennd við Eyjafjallajökul eftir eldgosið, vorið 2010.

Lesa meira
Reykir í Fnjóskadal

Tuttugu stiga syrpur - Trausti Jónsson 9.6.2010

Á sumrin koma stöku sinnum kaflar þar sem hiti nær 20 stigum einhvers staðar á landinu marga daga í röð. Hversu langar hafa slíkar syrpur orðið?

Lesa meira
Útsýn við veðurstöðina á Raufarhöfn

Raufarhöfn - Trausti Jónsson 7.5.2010

Raufarhöfn er ein af mikilvægustu veðurstöðvum landsins, útvörður þess í norðaustri. Lesa meira
Frá Raufarhöfn

Tuttugu stiga mörkin - Trausti Jónsson 5.5.2010

Hiti hefur farið í að minnsta kosti 20 stig á hverju sumri á Íslandi síðan 1879. Það er hins vegar mjög misjafnt hversu snemma sumars eða vors það gerist. Lesa meira
lón fyrir framan skriðjökul

Eyjafjallajökulsgos á 17. öld - Veðurstofa Íslands 29.4.2010

Gos varð í Eyjafjallajökli 1612 eða 1613. Tékkneskur ferðamaður lýsti gosinu stuttlega.

Lesa meira

Hrýfi - Trausti Jónsson 29.4.2010

Óregla yfirborðs hefur áhrif á vind næst því og ná áhrifin venjulega upp í tvöfalda eða þrefalda hæð þess sem hrjúft yfirborðið hefur. Um þessa staðreynd er notað hugtakið hrýfi. Hugtakið er mikið notað í líkangerð sem mælikvarði á núningsáhrif yfirborðs. Hrýfið er þannig t.d. meira yfir landi en sjó og gæði vindaspáa ráðast, að nokkru, af því hvernig til tekst með val á stærð þess.

Lesa meira
skýjafar

Jaðarlagið - Trausti Jónsson 29.4.2010

Jaðarlagið er skilgreint sem sá hluti veðrahvolfsins sem er undir svo nánum áhrifum frá yfirborði jarðar að fréttir af breytingum þar geti borist á klukkustund eða minna í gegnum allt lagið.

Lesa meira
dökkur mökkur yfir dalalæðu snemma dags

Lóðrétt útbreiðsla ösku - Trausti Jónsson 26.4.2010

Stöðugleiki lofthjúpsins hverju sinni ræður mjög lóðréttri blöndun ösku og mengunarefna. Loft er mjög óstöðugt í gosmekki en ásýnd hans ræðst bæði af krafti gossins, stöðugleika loftsins umhverfis, og rakamagni. Lesa meira

Öskufall á veðurstöðvum - Veðurstofa Íslands 23.4.2010

Hér er safnað saman tilkynningum frá veðurathugunarmönnum um öskufall á veðurstöðvum.

Lesa meira

Aðalatriði háloftarits 1 - Trausti Jónsson 23.4.2010

Á háloftariti má á augabragði lesa stöðugleika lofthjúpsins eins og hann er þegar athugunin er gerð. Lesa meira

Hjáský - Trausti Jónsson 16.4.2010

Miklum skúraklökkum eða öðrum stórum skýjum fylgja stundum lítil ský, annarrar gerðar. Fáein afbrigði hafa fengið nöfn sem þá er skeytt aftan við nafn meginskýjategundarinnar.

Lesa meira
timarit.is

Gosin 1821-1823 - Trausti Jónsson 16.4.2010

Klausturpósturinn var fréttablað síns tíma og kom alloft út á ári hverju. Í blaðinu eru fáeinir pistlar um Eyjafjallajökulsgosið 1821-1823 sem og frásögn Sveins Pálssonar um gosið í Kötlu 1823.

Lesa meira
gervihnattamynd

Aska á gervitunglamyndum - Hróbjartur Þorsteinsson 16.4.2010

Gosaska og smáar svifagnir einkennast af ákveðnum mismun í birtuhitastigsmælingu á tveimur innrauðum rásum í veðurtunglum og jarðrannsóknatunglum. Greiningin takmarkast helst af skýjafari en á gervitunglamyndum sést að mikill hluti gosöskunnar er hulinn háskýjum. Þetta hefur valdið töluverðri óvissu um takmörk og útbreiðslu gosöskunnar.

Lesa meira
gosbólstrar

Hvert berst gosaska? - Trausti Jónsson 15.4.2010

Í lofthjúpnum breytast hiti og vindur með hæð. Bratti hitabreytinganna (hitafallandinn) ræður mestu um stöðugleika loftsins þó fleira komi þar við sögu. Þrýstisvið ræður vindum. Lesa meira
Mistur, Snæfell

Mistur - Trausti Jónsson 24.3.2010

Mistur samanstendur af þurrum og örsmáum rykögnum, sem eru ósýnilegar hver fyrir sig, en draga þó úr skyggni, sveipa landið hulu og deyfa litbrigði þess. Mistrið er bláleitt séð móti dökkum bakgrunni (fjallablámi) en gulleitt ef það ber við björt ský, jökla eða sólina. Stundum er það upprunnið á heimaslóð sem moldrok úr söndum landsins og er sandgult eða grábrúnleitt verði það mjög þétt. Hingað berst einnig mistur frá Evrópu, það er að jafnaði bláleitara en það innlenda.

Lesa meira
Eldgos á Fimmvörðuhálsi

Eldbólstrar - Trausti Jónsson 24.3.2010

Afmarkað hitauppstreymi svo sem frá eldgosum, gróðureldum eða stórum iðjuverum myndar oft sérstaka bólstra. Í uppflettibókum hafa þeir fengið heitið pyrocumulus, það útleggst sem eldbólstur. Lesa meira

Kortaritun - Trausti Jónsson 24.3.2010

Veðurathuganir á greiningarkortum þeim sem sjá má á vefnum eru ritaðar inn eftir sérstöku stöðva- og táknsniði. Þetta táknsnið þróaðist á löngum tíma til þess háttar sem er í dag en engar teljandi breytingar hafa þó verið á því gerðar í meira en 60 ár. Hér er leitast við að skýra merkingu svæða og tákna sniðsins. Lesa meira
Á Fimmvörðuhálsi

Helstu páskahret - Trausti Jónsson 24.3.2010

Vorhret eru algeng á Íslandi. Einhvers konar páskahret gerir að meðaltali á um þriggja ára fresti. Fyrr á árum tengdust hretin sauðfjárhaldi og útróðrum, nú á dögum meira samgöngum og ræktun. Lesa meira
hnötturinn skyggður að hálfu

Vorjafndægur 2010 - Þórður Arason 19.3.2010

Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Vorjafndægur 2010 eru 20. mars kl. 17:32.

Lesa meira
Hvitarvatn_40552

Vatnið - Snorri Zóphóníasson 19.3.2010

Starfsemi Veðurstofu Íslands tengist mikið hringrás vatnsins. Þar er spáð fyrir um úrkomu, úrkoma mæld, mælt afrennsli vatns af landi, fylgst með þróun jökla, metin hætta og viðhafður viðbúnaður vegna snjóflóða, rekið viðvörunarkerfi vegna flóða og forvarnir vegna aurskriða.

Lesa meira
flugslod

Flugslóðar - Guðrún Nína Petersen 17.3.2010

Flugslóðar eru þunn ísský sem myndast þegar heitur og rakur útblástur frá þotum blandast við umliggjandi loftið og úr verður loftblanda sem er mettuð.

Lesa meira
forsíða bókar

Veðurannálar - Trausti Jónsson 4.3.2010

Sigurður Þór Guðjónsson hefur afritað veðurupplýsingar úr annálum sem Bókmenntafélagið og fleiri hafa gefið út. Hér er afrit af þeirri uppskrift ásamt skýringum og skrám. Lesa meira
hrím á stráum

Kuldar í Evrópu - Trausti Jónsson 3.2.2010

Kuldarnir í Evrópu snemma árs 2010 hafa verið algengt fréttaefni fjölmiðla. Þeir eru þó langt í frá einstakir. Hér er rifjuð upp grein sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1987 og fjallaði um mikla kulda í Evrópu í janúar það ár. Nýjar skýringarmyndir eru settar inn og orðalagi nokkuð hnikað til samræmis við það. Lesa meira
Sólstafir

Sólstafir og rökkurskuggar - Trausti Jónsson 3.2.2010

Sólstafir verða til þegar sólarljós skín gegnum fjarlæg fjallaskörð eða rof í skýjum. Oft er sólin þá nálæg sjóndeildarhring eða jafnvel undir honum, þannig að geislunum slær upp á himininn. Þá má nefna fyrirbrigðið rökkurskugga eða rökkurgeisla.

Lesa meira
Ísröst

Ísland og nao-fyrirbrigðið - Trausti Jónsson 25.1.2010

Fjallað er um veðurfyrirbrigði sem á ensku er nefnt North Atlantic Oscillation. Oft er til þess vísað í umfjöllun um veðurlag og veðurfarsbreytingar á heimsvísu. Íslenskt nafn skortir, en hér er tekið það ráð að nota ensku skammstöfunina nao sem nafn á fyrirbrigðinu og hafa það hvorugkyns. Langur listi með ítarefni fylgir umfjölluninni.

Lesa meira
Hnattræn hlýnun

Nokkrar staðreyndir um loftslag og loftslagsbreytingar - Veðurstofa Íslands 22.1.2010

Í tengslum við loftslagsþingið í Kaupmannahöfn í desember 2009 hafa farið fram miklar umræður um hlýnun jarðar og sýnist sitt hverjum. Rætt hefur verið um hugsanlega og líklega hlýnun, hækkun sjávarborðs og ýmsar aðrar afleiðingar, sem sumar eru þegar fram komnar, markmið um þá hlýnun sem unnt er að sætta sig við o.s.frv.

Lesa meira
hrim_a_hestasteini

Yfirborðshrím 2 - Guðrún Nína Petersen 15.1.2010

Um áramótin 2009/2010 var stillt og kalt í veðri og aðstæður til hrímmyndunar því eins og best er á kosið.

Lesa meira
Birkihrísla

Árið 2009 - Trausti Jónsson 15.1.2010

Tíðarfar var hagstætt á árinu 2009. Hiti var langt yfir meðallagi um landið sunnanvert og einnig vel yfir meðallagi nyrðra. Árið var það þurrasta í Reykjavík frá 1995 en það úrkomumesta á Akureyri frá 1991. Illviðri voru fá á árinu og það var snjólétt víðast hvar. Lesa meira

Vindkælitafla - Árni Sigurðsson 14.1.2010

Meðfylgjandi vindkælitafla er byggð á mælingum á varmatapi í um 1,7 m hæð frá jörð. Í töflunni er miðað við vindhraða í 10 m hæð en búið er að leiðrétta fyrir hæðarmun. Varast ber að treysta á töfluna í blindni því hún tekur ekki til allra kælingarvalda utandyra. Einnig þarf að huga að vætu og þeirri kælingu sem hún getur valdið.

Lesa meira
vindskafin ský

Vindskafin ský 2 - Guðrún Nína Petersen 11.1.2010

Vindskafin ský eru kyrrstæð linsulöguð ský sem myndast yfir fjöllum og stundum hlémegin við fjöll.

Lesa meira
bylgjuský

Ókyrrð í háloftum - Guðrún Nína Petersen 16.12.2009

Ókyrrð eða kvika er óregluleg hreyfing lofts og þá er yfirleitt átt við lóðrétta hreyfingu. Þar sem loftið í háloftunum er þurrt og það er lítið um ský er loftið að jafnaði tært og ókyrrðin ósýnileg þótt hún sé áþreifanleg. Lesa meira
Við Elliðavatn

Jólasnjór í Reykjavík 1875-1920 - Trausti Jónsson 11.12.2009

Nokkar upplýsingar má finna í fréttablöðum um snjóhulu í Reykjavík á árunum 1875 til 1920, ítarlegastar í veðurpistlum Jónasar Jónassen.

Lesa meira
svarthvít ljósmynd af eldri manni

Veðurathuganir í Reykjavík 1857 til 1880 - Trausti Jónsson 28.10.2009

Jón Þorsteinsson landlæknir hætti veðurathugunum í lok febrúar 1854, og lést árið eftir. Þá var veðurathuganalaust í Reykjavík. Ekki er ljóst hvað gerðist á árunum 1854 til 1871, en síðarnefnda árið komst aftur regla á athuganir. Lesa meira
svarthvít ljósmynd af eldri manni

Veðurbækur Jónasar Jónassen landlæknis - Trausti Jónsson 28.10.2009

Á árunum 1880 til 1907 skrifaði dr. Jónas Jónassen landlæknir reglulega yfirlitspistla um veður í Reykjavík. Birtust þeir í landsmálablöðunum Þjóðólfi og Ísafold. Pistlarnir gefa mjög gott yfirlit um tíðarfar í Reykjavík. Lesa meira
sveitabær úr fjarska

Gilsbakki í Hvítársíðu - Trausti Jónsson 27.10.2009

Danska veðurstofan stóð fyrir veðurathugunum á Gilsbakka í Hvítársíðu í Borgarfirði á árunum 1887 til 1912. Mikið vantar í mælingarnar, en þó hefur tekist að reikna hitameðaltöl einstakra mánaða á tímabilinu. Lesa meira
svarthvít ljósmynd af sveitabæ og mælaskýli

Síðumúli - Trausti Jónsson 26.10.2009

Skeytastöð var sett á laggirnar í Síðumúla í Borgarfirði í ágúst 1934. Athuganir héldust þar, samfellt, þar til í apríl 1986. Lesa meira
hvít og grá ský á dökkbláum himni

Grá eða hvít ský? - Trausti Jónsson 22.10.2009

Ský endurkasta hluta af því ljósi sem á þau fellur, ljósið kemur ýmist beint frá sólu eða er endurkast frá himni, jörð eða öðrum skýjum. Ský, sem sólarljósið skín á, virðast oftast hvít, en önnur virðast grá. Lesa meira
borgarís, loftmynd

Haustþing 2009 - ágrip erinda - Guðrún Nína Petersen 13.10.2009

Haustþing Veðurfræðifélagsins var haldið miðvikudaginn 21. október í Orkugarði. Veðurfræðifélagið er opið öllum áhugamönnum um veður og veðurfræði og þingið sömuleiðis.

Lesa meira
Á jökli - fólk og jeppar í snjóbyl

Illviðrið 9. til 10. október 2009 - Trausti Jónsson 12.10.2009

Mikið hvassviðri gekk yfir landið föstudaginn 9. október 2009 og fram eftir nóttu þann 10. Einna mest tjón varð á Kjalarnesi og víða urðu smávægilegar skemmdir. Óvenju hvasst varð í Vestmannaeyjum.

Lesa meira
vegur, húsaþyrping, fjörður og fjöll í bakgrunni

Á Grænhóli á Ströndum 1929 - Trausti Jónsson 21.8.2009

Árið 1929 var eitt mesta gæðaár tuttugustu aldarinnar hvað veðurfar á Íslandi varðar. Hér má sjá hvernig það blasti við augum Níelsar Jónssonar en hann var veðurathugunarmaður á Grænhóli við Gjögur á Ströndum á árunum 1921 til 1934. Lesa meira
Sólskinsstundamælir

Þurrkar 4 - Trausti Jónsson 19.8.2009

Úrkomugagnasafn Veðurstofunnar er langt í frá einsleitt, en hér er gerð tilraun til að meta hverjir eru þurrustu og votustu almanaksmánuðirnir frá og með 1924 til og með 2008. Lesa meira
Frá Reykjahlíð við Mývatn

Þurrkar 3 - Trausti Jónsson 19.8.2009

Úrkoma þurrustu áranna sem koma á hverjum stað er á bilinu 65 til 75% af meðalársúrkomu á stöðvum á mestöllu landinu, en heldur minni inn til landsins fyrir norðan, á bilinu 50-65%. Lesa meira
hópur hjólreiðamanna

Þurrkar 2 - Trausti Jónsson 12.8.2009

Fjallað er um þurrustu mánuðina og löng þurr tímabil í Reykjavík. Þurrasti mánuðurinn var maí 1931, en þá var úrkoman aðeins 0,3 mm.

Lesa meira
þrír menn á graslendi með fistölvu, lítil fjarstýrð flugvél í grasinu

Veðurmælingar við Esju - Haraldur Ólafsson 8.8.2009

Mælingar á veðri með ómönnuðu loftfari hafa verið gerðar í Álfsnesi og við Kollafjörð. Mælt var nokkra hafgoludaga en líka í suðaustanátt þegar röst myndast við Esjuna. Lesa meira
sprunginn leir

Þurrkar 1 - Trausti Jónsson 6.8.2009

Júlímánuður 2009 var einhver sá þurrasti sem vitað er um í Reykjavík. Gefur það tilefni til vangaveltna um lengd þurrtímabila og ákefð þeirra. Í þessari grein er fjallað um lengd þurrkkafla, en síðar verður fjallað um þurra mánuði og lengri tímabil.

Lesa meira
kort með hæðalínum í hring - litaflekkir

Hofsjökull þynnist - Tómas Jóhannesson 28.7.2009

Hofsjökull hefur þynnst og hopað á síðustu árum eins og aðrir jöklar á landinu. Meirihluti Hofsjökuls var kortlagður með leysitækjum úr flugvél í september 2008. Lesa meira
kort af jökli

Snæfellsjökull þynnist - Tómas Jóhannesson 28.7.2009

Snæfellsjökull er um 12,5 km2 að flatarmáli og hefur þynnst og hopað mikið á síðustu árum, að sögn staðkunnugra heimamanna. Það hefur nú verið staðfest með mælingum. Lesa meira
þvottur blaktir í vindi, grónar flatir, haf og klettar

Hæsti hiti á veðurstöðvum - Trausti Jónsson 1.7.2009

Listi yfir hæsta hita sem mælst hefur á einstökum veðurstöðvum á Íslandi, frá 1873 þar til 5.júlí 2009.

Lesa meira
Tröllakirkja á Holtavörðuheiði.

Hvað er hnjúkaþeyr? - Guðrún Nína Petersen 22.6.2009

Hnjúkaþeyr er hlýr og þurr vindur sem blæs af fjöllum. Hnjúkaþeyr getur verið mjög hvass og hviðugjarn en þarf ekki að vera það. Lesa meira
gervihnattamynd - strönd - tvær myndir víxlast

Breiðamerkurjökull - Oddur Sigurðsson 5.6.2009

Breiðamerkurjökull er sá jökull sem hefur verið nærgöngulastur við byggðir landsins. Á nokkrum öldum gekk jökullinn yfir blómlega sveit austan Öræfa. Skömmu fyrir aldamótin 1900 vantaði tæplega 300 m á að jökulsporðurinn næði út í sjó. Lesa meira
Skipið Knorr

Sumarþing 2009 - ágrip erinda - Trausti Jónsson 28.5.2009

Lesa má ágrip erinda á sumarþingi sem haldið var í byrjun júní 2009 í Orkugarði við Grensásveg. Allir eru velkomnir á fræðaþing og fræðafundi Veðurfræðifélagins.

Lesa meira
Blönduós

Blönduós - Trausti Jónsson 19.5.2009

Fyrstu veðurmælingar voru gerðar á Blönduósi 1887. Veðurstofan setti þar upp skeytastöð í árslok 1927. Árið 1967 var farið að athuga á Hjaltabakka, en 1978 var stöðin aftur flutt að Blönduósi. Þar lögðust mannaðar athuganir af 2003 en sjálfvirkar athuganir tóku við. Lesa meira
maður krýpur í snjó, dregur ískjarna úr hólki

Afkomumælingar á Hofsjökli vorið 2009 - Þorsteinn Þorsteinsson 18.5.2009

Vetrarákoma var mæld á Hofsjökli í árlegri vorferð á jökulinn dagana 30.apríl - 6. maí sl. Ekið var á sérbúnum jeppum upp að efstu Kvíslaveitustíflu og þaðan á vélsleðum yfir jökulinn að Ingólfsskála. Frá þeirri bækistöð var farið á hverjum degi til mælinga á Sátujökli, Þjórsárjökli og Blágnípujökli.

Lesa meira
snævi þakin tré, snjóað hefur í logni

Við hvaða hita snjóar? - Trausti Jónsson 14.5.2009

Stöku sinnum snjóar í skamma stund í 2 til 4°C hita, en hiti er langoftast neðan við 0,5°C í snjókomu. Líkur á mikilli snjókomu minnka að jafnaði eftir því sem frost er meira, en mikil úrkoma myndast þó í skýjum þar sem hiti er lægri en -8°C sé uppstreymi þar jafnframt mikið.

Lesa meira
Rigningarpollur utan í snjóskafli

Snjór bráðnar - Trausti Jónsson 14.5.2009

Yfir háveturinn er það yfirleitt hláka og rigning sem mest bræðir af snjó. Hlutur sólar og beinnar uppgufunar íss og snævar vex þegar kemur fram á vorið og þegar sól er hæst á lofti, dagur lengstur og loft þurrast getur hann orðið yfirgnæfandi. Lesa meira
Frá Vestmannaeyjum

Úrkomumælingar í Vestmannaeyjum - Trausti Jónsson 6.5.2009

Úrkomumælingar hófust í Vestmannaeyjakaupstað í nóvember 1880. Mælingar fluttust að Stórhöfða haustið 1921 og þar hefur úrkoma verið mæld síðan. Mælt var á báðum stöðum 1965 til 1973 og sjálfvirkar mælingar hafa verið gerðar í kaupstaðnum nokkur síðustu ár.

Lesa meira
Bláberjalyng

Blautt gras að morgni - Trausti Jónsson 28.4.2009

Af hverju er grasið blautt á morgnana á sumrin þegar sól hefur verið deginum áður? Lesa meira
Flatey á Skjálfanda

Hitamunur milli nærliggjandi staða - Trausti Jónsson 28.4.2009

Ástæður mikils samtíma hitamunar milli nærliggjandi staða geta verið margþættar. Oft koma þó afstaða lands og sjávar á stöðunum við sögu og sömuleiðis fjöll í námunda við annan hvorn staðinn eða báða. Sjórinn jafnar hitamun dags og nætur. Lesa meira
Versalir á Sprengisandi

Munur á veðri eftir landshlutum - Trausti Jónsson 28.4.2009

Munur á veðri eftir landshlutum ræðst af miklu leyti af fjöllum og hálendi Íslands, en afstaða lands og sjávar, hnattstöðumunur og fleira hefur einnig áhrif. Vindátt og stöðugleiki loftsins ráða mestu um úrkomu- og skýjamyndun. Lesa meira
skýjamynd

Hver er munurinn á hita- og kuldaskilum? - Trausti Jónsson 28.4.2009

Skil myndast þar sem loft af mismunandi uppruna mætist, til þæginda er talað um að tveir loftmassar takist á. Skil eru sjaldnast alveg kyrrstæð heldur hörfar annar loftmassinn oftast fyrir hinum sem þá sækir fram. Lesa meira
himinsýn og ský, hús og tré neðst í forgrunni

Skýjafar og sunnanátt - Trausti Jónsson 28.4.2009

Sjaldan er léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt, en kemur þó fyrir. Lesa meira
heiður himinn, fjallstindar, hvít þoka liggur á milli þeirra

Austfjarðaþoka - Trausti Jónsson 28.4.2009

Þokan sem oft liggur yfir Austur-Íslandsstraumnum undan nesjum á Austfjörðum er gjarnan nefnd Austfjarðaþoka. Lesa meira
kort af hafi og löndum, elding táknuð með rauðum flekk

Um eldingar - Haraldur Ólafsson 16.4.2009

Elding er ljós sem sést frá rafstraumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarðar. Á vef Veðurstofunnar má skoða kort sem sýna eldingar yfir Evrópu og Atlantshafi, eldingar við Ísland síðastliðna viku og kort sem sýna líkur á þrumum yfir Íslandi næstu daga.

Lesa meira
Yfirborðshrím

Yfirborðshrím - Guðrún Nína Petersen 7.4.2009

Yfirborðshrím myndast þegar hluti af vatnsgufunni í loftinu þéttist og hélar á yfirborði, þ.e. ís myndast beint úr vatnsgufu.

Lesa meira
loftmynd af Reykjavík

Svifryk í Reykjavík - vedur.is 30.3.2009

Svifryk í Reykjavík getur farið yfir heilsuverndarmörk en slíkt er mjög háð veðurskilyrðum.

Lesa meira
Litrófsljósmælir til ósonmælingar, sem settur var upp á svölum Veðurstofuhúss síðla árs 1991

Ósonmælingar á Íslandi - Barði Þorkelsson 30.3.2009

Fyrstu mælingar á ósoni á Íslandi voru gerðar á Veðurstofu Íslands í Reykjavík 1952-1955 og 1957 hófust mælingar sem standa enn.

Lesa meira
Að rökkva, ský upplýst við sjóndeildarhring

Ósoneyðing af mannavöldum - Barði Þorkelsson 30.3.2009

Óson er sífellt að myndast, eyðast og flytjast til í lofthjúpnum með náttúrulegum hætti.

Lesa meira
Ósontæki Veðurstofu Íslands, Dobson 50.

Óson á norðlægum slóðum - Barði Þorkelsson 30.3.2009

Heildarmagn ósons í lofthjúpnum á norðlægum breiddargráðum er mjög breytilegt eftir árstíma. Lesa meira

Veðurathuganaforsíða - Trausti Jónsson 17.3.2009

Hér má finna stuttar skýringar á korti og listum veðurathuganaforsíðu. Lesa meira
Vindgerðir snjóboltar

Vindur býr til snjórúllur - Veðurstofa Íslands 4.3.2009

Stöku sinnum sést fjöldi snjóbolta, sem vindur hefur búið til, á dreif um sléttar snævi þaktar grundir, jafnvel hundruð bolta á einum túnbletti. Ekki er kunnugt um sérstakt nafn á fyrirbrigðinu.

Lesa meira
séð úr Svartárkoti til fjalla

Landsdægurmet - Trausti Jónsson 12.2.2009

Unnið er að skrá um lægsta og hæsta hita sem mælst hefur hvern dag ársins á Íslandi. Þann 12. febrúar 2009 mældist meira frost en vitað er um áður þann mánaðardag hér á landi. Lágmarkshitamet falla nokkur á hverju ári.

Lesa meira
úr gfdex-flugi

Þorraþing 2009 - ágrip erinda - Trausti Jónsson 12.2.2009

Ágrip nokkurra erinda á Þorraþingi Veðurfræðifélagsins í febrúar 2009.

Lesa meira
Frá Húsavík

Óvenjulegt veðurfar 1924 - Trausti Jónsson 11.2.2009

Benedikt Jónsson frá Auðnum skrifaði Veðurstofunni athyglisvert bréf síðsumars 1924. Þar ræðir hann um miklar breytingar á veðurfari. Lesa meira
Flatey á Breiðafirði

Sumar og haust 1926 - Trausti Jónsson 11.2.2009

Rifjuð eru upp nokkur brot úr bréfum frá veðurathugunarmönnum frá árinu 1926. Lesa meira
dalurinn Brandi og hvilftarjöklar

Bók um nöfn á íslenskum jöklum - Oddur Sigurðsson 6.2.2009

Haustið 2008 kom út á ensku bók þar sem talin eru upp öll örnefni íslenskra jökla, hvar þau er að finna og birt mynd af öllum nefndum jöklum á Íslandi. Lesa meira
úrkomukort af Íslandi

Úrkomukort í hárri upplausn - Philippe Crochet 24.1.2009

Stafræn úrkomukort Veðurstofu Íslands, sem gefa mun nákvæmari upplýsingar en áður, hafa vakið athygli erlendis og nota Norðmenn nú sömu aðferðafræði til rannsókna á jöklum þarlendis.

Lesa meira
gosmökkur yfir Vatnajökli

Gerðir jökla á Íslandi - Oddur Sigurðsson 20.1.2009

Jöklar á Íslandi skiptast í tvo flokka. Annars vegar eru jöklar sem bregðast við loftslagsbreytingum nánast jafnóðum en hins vegar jöklar sem styttast um langt árabil og hlaupa svo skyndilega fram án þess að loftslag gefi sérstakt tilefni til þess. Lesa meira
Þoka á Látrabjargi

Árið 2008 - Trausti Jónsson 7.1.2009

Sumarhelmingur ársins, frá maí til og með september var óvenjuhlýr um landið sunnan- og vestanvert. Tíð var einnig góð á þessum tíma norðan- og austanlands að öðru leyti en því að júní var þar fremur kaldur og drungalegur.

Lesa meira
jólaljós

Hlý og köld jól í Stykkishólmi - Trausti Jónsson 6.1.2009

Borinn er saman meðalhiti klukkan 9 að morgni í Stykkishólmi á jólum og við áramót frá 1846 til 2008. Lesa meira
Teigarhorn 19.öld

Um danskar og íslenskar árbækur - Trausti Jónsson 3.12.2008

Ársskýrslunar Meteorologisk Aabog (1873 til 1919) og Íslensk Veðurfarsbók (1920 til 1923) hafa nú verið skannaðar og eru aðgengilegar á timarit.is. Hér má finna almenna umfjöllun og skýringar á efni bókanna.

Lesa meira
Bréf frá Þórshöfn 1921

Veðurmerki við Þistilfjörð 1921 - Jóhanna M. Thorlacius 21.11.2008

Í fórum Veðurstofunnar er stutt bréf frá Vigfúsi Kristjánssyni veðurathugunarmanni á Þórshöfn á Langanesi. Hann lýsir þar fáeinum veðurmerkjum á þeim slóðum. Lesa meira
Frá Nepal

Monsún - misserisvindur - Trausti Jónsson 20.10.2008

Í upphaflegri merkingu er monsún nafn á árstíðabundinni breytingu vinda á norðanverðu Indlandshafi, í Suður- og Austur-Asíu og suður með austurströnd Afríku. Á síðari árum hefur hugtakið fengið breiðari merkingu. Lesa meira
stígvél í polli

Illviðrið 16. til 17. september 2008 - Trausti Jónsson 18.9.2008

Á landinu gerði hvassviðri með miklu úrfelli að kvöldi 16. 9. og þá um nóttina. Lesa meira
lítil stúlka starir upp til fjalla við malarstíg í grónu landi

Hitabylgjan í júlí 2008 - Trausti Jónsson 1.8.2008

Óvenjulega hitabylgju gerði síðari hluta mánaðarins og hitamet voru sett allvíða. M.a. mældist hiti á Þingvöllum 29,7 stig þann 30. Það er hæsti hiti sem mælst hefur á staðlaðri sjálfvirkri stöð hér á landi.

Lesa meira
Fellibylurinn Betsy

Fellibyljir 7 - Trausti Jónsson 23.7.2008

Alsiða er að gefa fellibyljum nafn til að forðast rugling þegar þeir eru fleiri en einn á ferð.

Lesa meira
hitabeltisstormurinn Celia 1962 nálgast

Fellibyljir 6 - Trausti Jónsson 23.7.2008

Greint er á milli nokkurra upprunagerða fellibylja.

Lesa meira
Helene 1988

Fellibyljir 5 - Trausti Jónsson 23.7.2008

Úrstreymið efst í austanbylgjunum getur auðveldað uppstreymi, jafnvel dregið upp loft að neðan sem þá kólnar. Sé það loft rakamettað byrjar raki þess að þéttast.

Lesa meira
Fellibylur- vindsniðakort

Fellibyljir 4 - Trausti Jónsson 23.7.2008

Raki, lóðréttur stöðugleiki og vindsniði skipta höfuðmáli í búskap fellibylja.

Lesa meira
sjávarhiti meiri en 26 stig

Fellibyljir 3 - Trausti Jónsson 23.7.2008

Fellibyljir eru knúnir af losun dulvarma úr raka sem gufar upp í sólskini staðvindabeltanna.

Lesa meira
fellibyljabrautir

Fellibyljir 2 - Trausti Jónsson 22.7.2008

Ekki er beint samband milli umfangs og styrks fellibylja. Svokallað auga einkennir sterka fellibylji. Til hægðarauka eru fellibyljir flokkaðir eftir styrk. Saffir-Simpson-kvarðinn er algengastur.

Lesa meira
fellibylurinn Ellen 20. september 1973

Fellibyljir 1 - Trausti Jónsson 21.7.2008

Fyrsta grein af nokkrum sem fjalla um fellibylji. Hér má finna lista með íslenskum þýðingum helstu hugtaka sem koma við sögu í fellibyljafréttum.

Lesa meira
svarthvít mynd, Kvísker 1961, tveir menn

Alþjóðaveðurdagurinn 2008 - Magnús Jónsson 18.3.2008

Veðurstofur halda 23. mars hátíðlegan víða um heim og nú, 2008, ber hann upp á páskadag. Kjörorðið í ár er "Jörðin skráð og skoðuð til bættrar framtíðar".

Lesa meira
Sjálfvirk veðurstöð á Gagnheiði.

Mesti vindhraði á landinu - Trausti Jónsson 12.3.2008

Mesti 10-mínútna meðalvindhraði á landinu: 62,5 m/s á Skálafelli 20. janúar 1998 kl. 13. Mesta 3 sekúndna vindhviða á landinu: 74,5 m/s á Gagnheiði 16. janúar 1995 kl. 4. Lesa meira
Reykjavikurflugvöllur í ágúst 1975

Mesta vindhviða í Reykjavík - Flosi Hrafn Sigurðsson 12.3.2008

Suðaustan fárviðri gekk yfir suðvestanvert Ísland fimmtudaginn 15. janúar 1942. Þá mældist mesta vindhviða í Reykjavík 59,5 m/s.

Lesa meira
Af forsíðu Þjóðólfs 28.2. 1866

Þorraþrællinn 1866 - Trausti Jónsson 12.2.2008

Þorraþrælinn 1866 bar upp á 17. febrúar. Þorraþræll er síðasti dagur þorra samkvæmt íslenska tímatalinu og er ætíð laugardagur. Hvernig var veðrið á þorraþælinn 1866? Lesa meira
Í Borgarfirði í janúar 1975

Illviðrin í vetur - Trausti Jónsson 11.2.2008

Illviðrasamt hefur verið í vetur. Óhætt að fullyrða að illviðri síðustu 3 mánaða hafa verið óvenju tíð og stríð sé miðað við síðustu 12 árin að minnsta kosti.

Lesa meira
Vetrarstillur á miðhálendinu

Vindkæling - Trausti Jónsson 6.2.2008

Tölur sem lesnar eru af mæli segja varla hálfa sögu um það hversu mikið varmatap er hjá fólki úti við. En ekki er allt sem sýnist þegar litið er í kælitöflur.

Lesa meira
Glitský 20. desember 2004.

Árstíðasveifla glitskýja yfir Íslandi 1964-2002 - Trausti Jónsson 6.2.2008

Glitský eru langalgengust í desember og janúar, þau eru einnig algeng í febrúar, en þau hverfa af sviðinu þegar líður á marsmánuð.

Lesa meira
Glitský 20. janúar 2008

Glitský á 17. öld - Trausti Jónsson 28.1.2008

Glitskýja er stundum getið í eldri heimildum, þar af alloft á 19.öld. Dæmið hér að neðan er hugsanlega elsta athugun á glitskýjum í heiminum.

Lesa meira
varla sést til húss í gegnum snjófjúk og byl

Tíðni hríðarveðra - Trausti Jónsson 28.1.2008

Mikil áraskipti eru í tíðni hríðarveðra á landinu og mikill breytileiki eftir landshlutum. Hríðarveður voru sérlega mörg á hafísárunum og um 1980.

Lesa meira
Hafís á Bitrufirði 1968

Hugleiðingar um bakgrunn kuldanna 1918 - Trausti Jónsson 22.1.2008

Í janúar 1918 gerði eitt mesta kuldakast sem vitað er um frá því að samfelldar veðurmælingar hófust hér á landi fyrir um 200 árum.

Lesa meira
Esja, sléttur sjór

Sjólag og mat á því - Trausti Jónsson 17.1.2008

Sjólag í veðurskeytum táknar mat veðurathugunarmanns á ölduhæð á sjó nærri athugunarstað. Lesa meira
skip við bryggju, fólk á hafnarbakka sem er þakinn snjó

Lágmarkshiti í Reykjavík - Trausti Jónsson 16.1.2008

Hinn 21. janúar 1918 mældist 24,5 stiga frost í Reykjavík. Þetta er mesta frost sem þar hefur mælst.

Lesa meira
Teikning af fjöllum

Veður á Heklu sumarið 1930 - Veðurstofa Íslands 16.1.2008

Sumarið 1930, 19. júlí til 12. ágúst, dvaldi Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur við rannsóknir á Heklu og í nágrenni hennar. Lesa meira
snæviþakið umhverfi, bleik birta

Árið 2007 - Trausti Jónsson 3.1.2008

Árið var mjög hlýtt, það tíunda hlýjasta frá upphafi mælinga í Reykjavík, í Stykkishólmi og í Vestmannaeyjum. Lesa meira
slóði í snjó hátt uppi í fjalli, haf og borg í bakgrunni

Snjóhula í Reykjavík á jóladag - Trausti Jónsson 17.12.2007

Veðurkort sem sýna veðrið kl. 12 á hádegi frá árinu 1949 og tafla þar sem hægt er að sjá snjóhulu í Reykjavík frá árinu 1921.

Lesa meira
Netjuský

Netjuský - Trausti Jónsson 26.11.2007

Altocumulus perlucidus, netjuský með götum. Hitahvörf marka yfirleitt efra borð skýja af þessu tagi. Lesa meira
skýjuð Esja, dimmur sjór

Tættir bólstrar á Esju - Trausti Jónsson 23.11.2007

Mynd sýnir ský á Esju, annaðhvort cumulus fractus (tættir bólstrar) eða stratocumulus fractus (tætt flákaský). Uppstreymi er við norðurhlíðar fjallsins, en mikil aflkvika tætir skýin og gerir þau óregluleg. Lesa meira
Ský

Skúraský - Trausti Jónsson 21.11.2007

Skúraský (éljaský) myndast í óstöðgu lofti, gjarnan að degi til á sumrin, þegar sól hitar yfirborð landsins. Loft er að jafnaði óstöðugt þegar kalt er í háloftunum. Lesa meira
maður klífur mastur, lágreist hús, malarvegur

Nöfn vindstiga og greining veðurhæðar - Trausti Jónsson 21.11.2007

Vinds er nú að jafnaði getið í hraðaeiningunni metrar á sekúndu (m/s). Áður var notast við mat samkvæmt Beaufort-kvarða.

Lesa meira
tunglbogi, skissa, skýringarmynd

Tunglbogi - Trausti Jónsson 9.11.2007

Regnbogar sjást alloft í tunglskini og rigningu. Þeirra er helst að vænta í hvössu veðri þar sem vindur ber regn inn undir glugga sem myndast í skýjaþykkni hlémegin fjalla. Veðurstofuna vantar enn góða mynd af fyrirbrigðinu.

Lesa meira
dimmar hlíðar, skrýtin ský

Júgurský - Trausti Jónsson 9.11.2007

Júgurský eða skýjasepar myndast einkum þar sem rakamettað loft í ákaflegu uppstreymi nær að streyma til hliðar og lendir þar undir stöðugra loftlagi, en jafnframt ofan á þurrara lofti. Lesa meira
Kort: strönd undan Mýrdalsjökli, Vestmannaeyjar

Fylgst með sköflum í Eyjafjöllum - Trausti Jónsson 23.10.2007

Óskar Sigurðsson veðurathugunarmaður á Stórhöfða hefur allt frá 1953 fylgst með þvi hversu lengi skaflar vestast í Eyjafjöllum lifa fram eftir sumri. Lesa meira
mælitæki á vegg innanhúss

Mælingar á loftþrýstingi - Trausti Jónsson 23.10.2007

Hlutfallslegar breytingar á loftþrýstingi koma fram með frumstæðustu tækjum, t.d. loftfylltum þvagblöðrum dýra. Mun meira mál er að mæla hver þrýstingurinn nákvæmlega er í einhverri viðtekinni einingu t.d. hPa (hektóPaskölum) eða mb (millibörum).

Lesa meira
svarthvít mynd, gamaldags bíll á hrjúfum malarvegi

Bílar og lofthitamælingar - Trausti Jónsson 18.10.2007

Bílar eru ekki kjörstaðir til lofthitamælinga, en engu að síður má hafa bæði gagn og gaman af hitamælingum í akstri. Lesa meira

Hitakvarðar - Trausti Jónsson 18.10.2007

Hiti er mældur með ýmsum kvörðum. Þrír eru þó algengastir, selsíus (°C), fahrenheit (°F) og kelvin (táknaður með K, sá síðastnefndi er án gráðumerkis). Lesa meira

Efnasamsetning lofthjúpsins - Trausti Jónsson 16.10.2007

Lofthjúpurinn er blanda margra lofttegunda, tvær eru langalgengastar, nitur (N) og súrefni (O). Lesa meira
Hitamælaskýli í Reykjavík

Hæsti hiti í Reykjavík - Trausti Jónsson 9.10.2007

Hæsti hiti sem mælst hefur við staðalaðstæður í Reykjavík er 24,8°C, 11. ágúst 2004. Þá mældust 25,7°C á sjálfvirkan mæli í Veðurstofureit.

Lesa meira
háir snjóruðningar sitt hvoru megin vegar

Mesta snjódýpt á Íslandi - Trausti Jónsson 4.10.2007

Mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi er 279 cm við Skeiðsfossvirkjun 19. mars 1995. Annars er ekki auðhlaupið að því að mæla þykkt snævar á Íslandi. Hér er því lýst hvað snjódýptarmælingar eru misjafnar eftir aðstæðum og einnig fjallað um mestu snjódýpt í Reykjavík. Neðst í greininni eru gefin snjódýptarmet hvers mánaðar þar, frá því í september fram í maí.

Lesa meira
þvottur blaktir í vindi, grónar flatir, haf og klettar

Lægsti loftþrýstingur á Íslandi - Trausti Jónsson 4.10.2007

Lægsti loftþrýstingur sem vitað er um hér á landi mældist á Stórhöfða í Vestmannaeyjum að morgni 2. desember árið 1929.

Lesa meira

Loftvogarleiðréttingar - Trausti Jónsson 4.10.2007

Tölur sem lesnar eru af loftvogum þarf alltaf að leiðrétta áður en þær eru nothæfar í bæði rúm- og tímalegu samhengi. Hér er fjallað lauslega um helstu leiðréttingarnar. Lesa meira

Hæsti loftþrýstingur á Íslandi - Trausti Jónsson 4.10.2007

Hæsti loftþrýstingur: Reykjavík 4. janúar 1841, 1058,0 hPa. Lesa meira
línurit

Úrkomumet við Ölkelduháls 2007 - Trausti Jónsson 28.9.2007

Óvenjumikil úrkoma var á landinu vestan- og sunnanverðu 26. til 27. september 2007.

Lesa meira
Hvítur steinbær með rauðu þaki undir hlíð, gróin tún

Mesta úrkoma á Íslandi - Trausti Jónsson 28.9.2007

Mesta sólarhringsúrkoma sem mælst hefur á Íslandi kom úr mælinum á Kvískerjum í Öræfum að morgni 10. janúar 2002. Lesa meira
þrír hitamælar standa upp úr vel hirtri grasflöt

Jarðvegshitamælingar - Trausti Jónsson 27.9.2007

Jarðvegshitamælingar gefa upplýsingar um varmaeiginleika jarðvegs og orkuskipti hans við yfirborð og dýpri jarðlög.

Lesa meira

Brandsstaðaannáll - Trausti Jónsson 27.9.2007

Björn Bjarnason, bóndi á Brandsstöðum í Húnavatnssýslu, tók saman mjög merkan annál sem kenndur er við bæinn. Björn bjó á Brandsstöðum frá 1816 til 1821 og aftur eftir 1836, en þess á milli á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal.

Lesa meira
gamalt tímarit, forsíða

Brot úr 19. aldar tímariti - Trausti Jónsson 25.9.2007

Textinn í þessari grein birtist fyrst sem hluti af greininni Um jarðirkju á Íslandi, í Nýjum félagsritum, IX, s. 114-116 og er sennilega eftir Jón Sigurðsson forseta.

Lesa meira
gömul bæjarhús til hægri, nýtt hús framundan

Lægsti hiti á Íslandi - Grímsstaðir og Möðrudalur 21. janúar 1918 - Trausti Jónsson 25.9.2007

Janúar 1918 er kaldasti mánuður á Íslandi á 20. öld og ekki hefur enn orðið jafnkalt það sem af er þeirri 21.

Lesa meira
svarthvít mynd, lítill hópur fólks fyrir utan steinhús, gömul bifreið

Grímsstaðir á Fjöllum - Trausti Jónsson 24.9.2007

Grímsstaðir á Fjöllum eiga, ásamt Möðrudal, opinbert landslágmark í hita, á báðum stöðvum mældist -38 stiga frost þann 21. janúar 1918.

Lesa meira
hús í grónum hvilftum, kirkja uppi á hæð

Vík í Mýrdal - Trausti Jónsson 21.9.2007

Veðurathuganir hafa verið gerðar í Vík í Mýrdal nokkurn veginn samfellt frá 1925. Vík er, ásamt Vestmannaeyjakaupstað, hlýjasta veðurstöð landsins árið í heild, ... Lesa meira
sól með björtum hring utan um

Rosabaugar - Kristín Hermannsdóttir 21.9.2007

Rosabaugur myndast þegar sólin skín í gegnum þunna skýjabreiðu (oftast bliku) sem er hátt á himni. Ljósið frá sólinni brotnar í kristöllunum og það myndast eins konar regnbogi kringum sólina. Lesa meira

Veðurstikar - veðurkort - Trausti Jónsson 31.8.2007

Í daglegu máli er orðið "veður" notað sem safnheiti yfir hita, vind, ský, úrkomu o.s.frv. Öll þessi atriði eru oftast kölluð veðurþættir eða veðurstikar. Lesa meira

Eðlismassi lofts - Trausti Jónsson 31.8.2007

Eðlismassi lofts við staðalaðstæður. Þurrt loft, rakt loft. Loftböggull. Lesa meira

Næturfrost - dæmi - Trausti Jónsson 28.8.2007

Dægursveifla í Þykkvabæ aðfaranótt 18. ágúst 2007 var um 16°C. Allmörg dæmi eru þó um dægursveiflu vel yfir 20°C hér á landi í björtu veðri og hægum vindi. Raki í lofti dró úr dægursveiflunni í Þykkvabæ. Lesa meira
mastur ber við himin, kvöldbirta

Næturfrost - Trausti Jónsson 28.8.2007

Næturhiti verður lægstur þegar heiðskírt er, þá er nettóútgeislun varma frá yfirborði jarðar út í geiminn mest.

Lesa meira
Skýstrókur á Skeiðarársandi - 1. mynd

Sveipir á Skeiðarársandi - Trausti Jónsson 13.8.2007

Fyrir rúmum fimm árum, í júlí 2007, sáust sveipir á Skeiðarársandi sem minntu á þá illræmdu skýstrokka sem oft er getið í fréttum og valda ótrúlegu tjóni þar sem þeir fara um.

Lesa meira

Leiðbeiningar um notkun spáritasíðunnar - Helgi Borg 27.7.2007

Veðurspárit birta á grafískan hátt samantekt á sjálfvirkum staðaspám fyrir ákveðna staði. Lesa meira
silfurblár næturhiminn

Silfurský - lýsandi ský á næturhimni - Trausti Jónsson 12.7.2007

Síðsumars má alloft um miðnæturbil sjá bláhvítar, örþunnar skýjaslæður á himni. Fáir virðast þó veita þessu fagra náttúrufyrirbrigði athygli og er það miður.

Hérlendis er best að leita að silfurskýjum á heiðríkum nóttum um og upp úr verslunarmannahelgi á tímabilinu milli klukkan rúmlega 23 og fram undir 4, best kringum miðnættið (hálf tvö). Lítið þýðir að leita þeirra fyrir 25. júlí vegna birtu og eftir 20. ágúst vegna þess að þá fer að hausta (og hlýna) við miðhvörfin.

Lesa meira
Teigarhorn í Berufirði.

Hæsti hiti á Íslandi - Teigarhorn 22. júní 1939 - Trausti Jónsson 11.7.2007

Hiti hefur aðeins sex sinnum verið bókaður 30°C eða hærri á Íslandi. Að auki hefur nokkrum sinnum frést af meira en 29°C stiga hita. Lesa meira

Hitamet á íslenskum veðurstöðvum 1873-1923 - Trausti Jónsson 11.7.2007

Danska veðurstofan hóf mælingar hér á landi 1873 og þá var farið að mæla hita í mæliskýlum, en þau höfðu óvíða verið notuð fram að þeim tíma. Hér má skoða töflu yfir hæsta hámarkshita sem mældist á einstökum stöðvum á tímabilinu 1873 til 1923. Lesa meira

Hitamet á íslenskum veðurstöðvum 1924-2007 - Trausti Jónsson 10.7.2007

Hér má skoða töflu er sýnir hæsta hita sem mælst hefur á íslenskum veðurstöðvum frá því í janúar 1924 og fram á sumar 2007, bæði mönnuðum stöðvum og sjálfvirkum. Listinn nær yfir þann tíma sem hámörkin eru aðgengileg í stafrænum gagnagrunni Veðurstofunnar. Óhjákvæmilegt er að listi sem þessi verði í sífelldri endurskoðun, breytingar á metum mönnuðu stöðvanna eru þó venjulega ekki miklar frá ári til árs.

Lesa meira
uppi á lágum fjallshrygg, hvassar klappir efst

Veður á frídegi verslunarmanna - Trausti Jónsson 5.7.2007

Leita má að veðri um verslunarmannahelgi á vef Veðurstofunnar aftur til 1949.

Lesa meira

Varmaflutningur - Trausti Jónsson 4.7.2007

Grundvallarflutningshættir varma (orku) eru þrír: Leiðni, streymi og geislun. Lesa meira

Loftvogir - Veðurstofa Íslands 4.7.2007

Kvikasilfursloftvog og síritandi loftvog.

Lesa meira

Veðurvindáttir - Trausti Jónsson 4.7.2007

Í veðurathugunum er hefð fyrir því að stefna sé gefin upp sem horn af hring. Hringurinn byrjar við norðanátt og hækkar gráðutalan sólarsinnis, þ.e.a.s. með því að farið er um austur, austanátt talin 90°, suður (180°), vestur (270°) og að lokum í norður, en hrein norðanátt er eftir hefð talin stefnan 360° (ekki 0°).

Lesa meira
skýringarmynd

Hvernig myndast vindur? - Trausti Jónsson 4.7.2007

Vindur er loft á hreyfingu. Misjafn loftþrýstingur er langalgengasta ástæða þess að vindur kviknar en ástæður þrýstimunarins geta verið býsna margslungnar.

Lesa meira
við sjónskífu á Esju, sést yfir Kollafjörð

Suðumark á fjöllum - Trausti Jónsson 7.6.2007

Suðumark er er sá hiti þar sem mettunarþrýstingur verður jafn loftþrýstingnum. Þar sem þrýstingur er minni, t.d. uppi á fjöllum, er suðumarkið lægra.

Lesa meira
Úrkomumælir

Skilgreining rakahugtaka - Trausti Jónsson 7.6.2007

Votur hiti er lægsti hiti sem hægt er að kæla loft að, með því einu að sjá því fyrir nægu vatni til uppgufunar, við óbreyttan þrýsting.

Lesa meira
Brim á Djúpalónssandi

Raki innandyra - Trausti Jónsson 7.6.2007

Rakastig er mælikvarði á hversu greiðlega vatn gufar upp, en segir ekkert um rakainnihald loftsins nema að upplýsingar um hitann fylgi. Vatnsgufa innandyra getur verið komin að utan, en aðeins að hluta til.

Lesa meira
Uppgufunarpanna

Mettunarrakaþrýstingur - uppgufun - Trausti Jónsson 6.6.2007

Minna gufar upp við ísyfirborð en vatnsyfirborð.

Lesa meira
Ísing

Dulvarmi - Trausti Jónsson 4.6.2007

Þegar ís bráðnar og verður að fljótandi vatni tekur hann upp varma frá umhverfinu.

Lesa meira
Mælireitur við Veðurstofuhús

Fasar og fasahvörf - Trausti Jónsson 4.6.2007

Vatn er í gufuhvolfinu í þremur fösum, sem fast efni, vökvi og lofttegund, auk þess er vatn í heimshöfunum, ám og stöðuvötnum, jöklum, hafís og neðanjarðar.

Lesa meira
Bólstraský á Kyrrahafi

Eimþrýstingur - Trausti Jónsson 1.6.2007

Lofthjúpurinn er hvergi alveg laus við vatn en mjög mismikið er af því frá einum stað til annars. Mest er þó af því þar sem loft er að jafnaði hlýjast.

Lesa meira
Hitamælar í hitamælaskýli

Mælingar með „votum“ hitamæli - Trausti Jónsson 30.5.2007

Upplýsingar um raka í lofti má setja fram á nokkra (mikið til) jafngilda vegu auk þess sem hann má mæla á mismunandi hátt. Rakaþrýstingur er reiknaður út á grundvelli annarra rakamælinga.

Lesa meira
Uppgufun yfir öskulagi

Dulvarmi í daglegu lífi - Trausti Jónsson 30.5.2007

Fjölmörg dæmi mætti nefna um dulvarma í daglegu lífi. Hann er líkamanum nauðsynlegur til kælingar, bæði í formi svita og ekki síður við öndun.

Lesa meira

Fahrenheit og selsíus - Veðurstofa Íslands 29.5.2007

Hiti er mældur í selsíusgráðum á Íslandi og víðast hvar annars staðar í heiminum.

Lesa meira

Orðskýringar - Trausti Jónsson 22.5.2007

Leiðbeiningar með veðursjá (radar) - Halldór Björnsson 18.5.2007

Veðurstofa Íslands á eina veðurratsjá sem er staðsett á Miðnesheiði skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Lesa meira
Sól í skýjum og ljósblettur utar

Baugar og hjásólir - Trausti Jónsson 24.4.2007

Gíll eða aukasól er ljósblettur sem fer á undan (sést vestan við) sól og myndast við ljósbrot sólargeislanna. Samsvarandi ljósblettur sem fer á eftir sól (austan við hana) heitir úlfur. Sagt er að sól sé í úlfakreppu. Lesa meira

Leiðbeiningar með Atlantshafsspám - Veðurstofa Íslands 27.3.2007

Spákort fyrir Atlantshaf eru sjálfvirkar veðurspár sem eru búnar til með tölvulíkani.

Lesa meira

Leiðbeiningar með textaspám - Veðurstofa Íslands 27.3.2007

Veðurstofunni berast á hverjum degi niðurstöður úr mörgum spálíkönum. Veðurfræðingur yfirfer niðurstöðurnar og byggir textaspárnar á niðurstöðum sem líklegastar eru til að ganga eftir á hverjum tíma.

Lesa meira

Leiðbeiningar með skýjahuluspám - Sigrún Karlsdóttir 26.3.2007

Skýjahuluathuganir eru gerðar á 3 klst. fresti á nokkrum stöðum á landinu. Nýjasta athugunin sést á kortinu. Lesa meira

Sólstólpi - Trausti Jónsson 26.3.2007

Sólstólpi verður til þegar sólarljós speglast á efra eða neðra borði ískristalla. Stöplar myndast oftast við speglun á flötum ískristöllum. Langoftast eru kristallarnir í háum blikuskýjum.

Í þessari grein er afar falleg mynd af sólstólpa yfir Barentshafi og tengill á myndir teknar á Íslandi.

Lesa meira

Veðurtákn og skýringar - Elín Björk Jónasdóttir 2.2.2007

Hitamet í ágúst 2004 - Trausti Jónsson 16.1.2007

Listi yfir mesta hita sem mældist á íslenskum veðurstöðvum fyrstu sjö mánuði ársins 2004 og til og með 15. ágúst. Lesa meira

Leiðbeiningar um notkun staðaspáa - Helgi Borg 13.1.2007

Staðaspár eru sjálfvirkar veðurspár fyrir ákveðna staði. Nýjar staðaspár eru reiknaðar út nokkrum sinnum á sólarhring.

Lesa meira
Skipting gulfuhvolfs jarðar, skýringarmynd

Gufuhvolf jarðar - Sigrún Karlsdóttir 8.1.2007

Gufuhvolfi jarðar er skipt í mismunandi hvolf: veðrahvolf (troposphere), heiðhvolf (stratosphere), miðhvolf (mesosphere) og hitahvolf (thermosphere). Lesa meira
fjögur heimskort

Veðurfræði og veðurkort: söguágrip - Trausti Jónsson 21.12.2006

Sú hugmynd að setja upplýsingar fram á kortaformi verður að teljast meðal meginuppgötvana mannkyns. Ekki hefur síður verið erfitt að láta sér detta í hug, fyrstur manna, að merkja aðra þætti en hina beinu landfræðilegu á kort.

Lesa meira
Ský

Veðurfarskerfi jarðar - Þór Jakobsson 20.12.2006

Veðurfar er skilgreint sem meðalástand veðurs. Meginhlutar veðurfarskerfisins eru fimm talsins: lofthjúpur, vatnshjúpur, jöklar og ís, yfirborðslag jarðar og lífríkið.

Lesa meira

Um veðurathuganir - Hreinn Hjartarson 8.12.2006

Veðurathuganir eru gerðar í þeim tilgangi að afla upplýsinga um ástand lofthjúpsins. Veðurathuganir eru alþjóðlegar og skiptast lönd á upplýsingum oft á sólarhring. Lesa meira

Sólskinsmælingar - Trausti Jónsson 7.12.2006

Sólskinsmælingar hófust hér á landi síðustu dagana í janúar 1911 þegar mælir var settur upp á Vífilsstöðum, skammt fyrir utan Reykjavík. Lesa meira

Sprengilægð verður til - Trausti Jónsson 30.11.2006

Með bombulægð er átt við lægð sem dýpkar um að minnsta kosti 48 mb. (millibör) á einum sólarhring, en það gerði til dæmis lægðin sem nálgaðist landið morguninn 9. nóvember 2006.

Lesa meira

Áhrif sjávarhita: hlýjast í Grímsey - Einar Sveinbjörnsson 30.11.2006

Hinn 24. október 2006 kl. 12 á hádegi var frost um nær allt Ísland. Aðeins á einum mælistað var hitinn hærri en frostmarkið, en það var í Grímsey á Skjálfandaflóa. Lesa meira

Hlýr september 2006 - Einar Sveinbjörnsson 29.11.2006

Septembermánuður 2006 var 3,1°C yfir meðallagi í Reykjavík og meðalhitinn var 10,6°C sem er ekki langt frá júlíhitanum eins og hann var á árunum 1961-1990.

Lesa meira
Vindhraði í Öræfum 16. nóv. 2006.

Byljótt undir fjöllum - Einar Sveinbjörnsson 29.11.2006

Morguninn 16. nóv. 2006 mældist hviða upp á 50 m/s á hringveginum við Lómagnúp. Vegagerðin er þarna með mæli og sjá mátti að kl. 09 var meðalvindur á þessum stað 29 m/s.

Lesa meira
sólarupprás, girðingarstaura ber við glóandi himin

Sumardagurinn fyrsti 1949 - 2015 - Trausti Jónsson 8.11.2006

Sumardagurinn fyrsti er í almanakinu talinn annar fimmtudagur eftir Leonisdag sem er 11. apríl hvert ár, eða með öðrum orðum fyrsti fimmtudagur eftir þann 18.

Skoða má kort sem sýna veður á hádegi alla daga frá 1949.

Lesa meira
Núpsstaður

Brúðkaupsveður - Einar Sveinbjörnsson 8.11.2006

Kirkjubrúðkaup eru algengust á sumrin í mánuðunum júní til ágúst og flestar athafnir eru um og eftir miðjan daginn. Lesa meira
Vindskafin ský

Vindskafin ský - Einar Sveinbjörnsson 1.11.2006

Stundum gefur að líta á himninum ský sem líkjast fljúgandi diskum. Þetta eru svokölluð vindskafin netjuský, eða altocumulus lenticularis, eins og þau heita á latínu.

Lesa meira
bleik ský á himni, bylgjótt

Hvað eru glitský? - Halldór Björnsson 16.8.2006

Glitský eru ákaflega fögur ský sem myndast í heiðhvolfinu í um 15-30 km hæð. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu.

Lesa meira

Ský og skýjaflokkar - Sigrún Karlsdóttir 11.8.2006

Vatn er alls staðar í andrúmsloftinu í kringum okkur en í mismiklu magni. Oftast er það í formi ósýnilegrar gufu en stundum sem ský. Í þessari grein má skoða ljósmyndir af skýjum úr öllum skýjaflokkum ásamt skýringum.

Lesa meira

Rakastig loftsins - Sigrún Karlsdóttir 11.8.2006

Rakastig segir til um hve nærri loftið er því að vera mettað af raka, talið í prósentum. Rakastig mettaðs lofts í þoku er 100% en 0% ef enga vatnsgufu er að finna í loftinu. Hæfni loftsins til að geyma raka er mjög háð hita.

Lesa meira

Vindhraði - Baldur Ragnarsson 10.8.2006

Hér má umreikna vindhraða, sjá vindhraðaflokkun og samanburð við vindstigatöflu Beaufort. Lesa meira

Hvað er óson? - Barði Þorkelsson 4.5.2006

Óson er lofttegund, bláleit að lit. Ósonsameindin (O3) er samsett úr þremur súrefnisfrumeindum. Óson er að finna í öllum lofthjúpnum, allt frá yfirborði jarðar. Lesa meira

Spá um öskufall - Veðurstofa Íslands

Hér er að finna nýjustu öskufallsspár vegna gossins í Eyjafjallajökli sem hófst 14. apríl 2010. Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica