Greinar

Hvað er óson?

Barði Þorkelsson 4.5.2006

Óson er lofttegund, bláleit að lit og fremur lyktvond. Ósonsameindin (O3) er samsett úr þremur súrefnisfrumeindum. Óson er að finna í öllum lofthjúpnum, allt frá yfirborði jarðar.

Styrkur ósons er að jafnaði mestur í 15-25 km hæð og kallast það ósonlagið. Það gleypir skaðlega útfjólubláa geislun og hindrar að hún nái til jarðar og valdi spjöllum á lífríkinu. Óson við yfirborð telst til mengunarefna og getur valdið skaða.

Ósonsameindir (O3) myndast er þegar súrefnissameindir (O2) klofna í frumeindir sínar (O), en það gerist fyrir tilstuðlan útfjólublárrar geislunar (UV). Súrefnisfrumeindin getur síðan, með aðkomu þriðju efniseindar (M), bundist súrefnisameind og myndað ósonsameind.

Þessu má einnig lýsa með tveimur líkingum:

UV + O2 = O + O

O + O2 + M = O3 + M





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica