Greinar
Núpsstaður
Bænhúsið á Núpsstað.

Brúðkaupsveður

Einar Sveinbjörnsson 8.11.2006

Veðurfar í vinsælustu brúðkaupsmánuðum árisins

Kirkjubrúðkaup eru algengust á sumrin í mánuðunum júní til ágúst og flestar athafnir eru um og eftir miðjan daginn. Gerð var talning á tíðni á tilteknu veðri í Reykjavík kl. 15 dag hvern að sumarlagi allt frá árinu 1949 til ársins 2004. Í töflunni hér að neðan má sjá tíðni á ferns konar skilgreindu veðurlagi út frá veðurathugun í Reykjavík kl. 15.

  1. Fyrsti dálkurinn sýnir daglega tíðni á því sem kalla má góðviðri og er það skilgreint þannig að hiti sé a.m.k. 11°C, vindur innan við 5 m/s, skýjahula 6/8 eða minni og engrar úrkomu hafi orðið vart í höfuðborginni eða næsta nágrenni hennar frá síðustu athugun, eða kl. 12.
  2. Í öðrum dálki gefur að líta tíðni þeirra daga sem kalla má fremur svala en þurra daga. Þá er þess krafist að hiti sé lægri en 11°C, vindur meiri en 3 m/s og skýjahula 6/8 og að það sé úrkomulaust. Norðanátt er oftast fylgifiskur þessa veðurlags.
  3. Þriðji dálkurinn sýnir síðan tíðni þeirra daga þegar rigning er eða súld í Reykjavík á athugunartíma kl. 15.
  4. Í fjórða dálkinum eru þeir dagar þar sem úrkomu hefur orðið vart annaðhvort á athugunarstað síðustu þrjár klst. eða í grennd við Reykjavík. Það veðurlag má kalla skúraleiðingar eða lítils háttar rigningu með uppstyttum.

Nokkra athygli vekur hversu margir dagar falla ekki undir ofangreindar skilgreiningar, en flestir þeirra eru dagar þegar skýjað er í höfuðborginni og jafnframt þurrt eða óveruleg úrkoma. Þegar öllu er á botnin hvolft er það sennilega algengasta veðrið í Reykjavík mánuðina júní til ágúst.

Aftur upp

Stutt samantekt á veðri í Reykjavík á sumrin

Góðviðri hefur oftast komið fyrir 14. ágúst og þar á eftir 31. júlí og 3. ágúst. Rigning eða súld kl. 15 að sumri hefur síðustu 55 árin verið tíðust 10. júlí en sjaldnast 9. júní. Ef lagðir eru saman dagar með skúraleiðingum og rigningu eða súld kemur 22. ágúst hvað verst út, en í 54 % tilvika hefur úrkomu orðið vart um miðjan daginn í höfuðborginni eða næsta nágrenni hennar þennan tiltekna dag. Eins og vænta mátti eru líkur á svölu veðri, gjarnan með norðanátt, tiltölulega meiri í júní, en hina tvo mánuðina og einkum þá fyrri hluta júnímánaðar.

Dagana 20., 21. og 22. júlí hefur hitinn í Reykjavík kl. 15 verið 15°C eða meiri í samanlagt tíu skipti frá árinu 1949 (ekki sýnt í töflu). Þann 9. og 31. júlí hefur hitinn á mæli Veðurstofunnar níu sinnum náð sömu tölu í athugun um miðjan daginn.

Athugið:

  • Þessar upplýsingar um brúðkaupsveður í Reykjavík eru teknar saman til fróðleiks og aðallega til gamans.
  • Rétt er að taka fram að forspárgildi þessara talna er lítið. Þrátt fyrir allt er sumarveðrátta í Reykjavík afar breytileg frá degi til dags og veður tiltekinn dag í framtíðinni mest háð tilviljuninni einni saman.

dags

Góðviðri %

svalt og þurrt %

Rigning eða súld %

Skúraleiðingar %

Samtals %

1.jún

0

16

30

18

63

2.jún

2

14

26

11

53

3.jún

2

14

23

18

56

4.jún

0

18

25

14

56

5.jún

11

11

14

11

46

6.jún

5

16

16

14

51

7.jún

2

18

23

12

54

8.jún

2

9

18

28

56

9.jún

5

14

5

21

46

10.jún

4

7

21

19

51

11.jún

7

11

28

16

61

12.jún

4

11

23

18

54

13.jún

2

18

26

12

58

14.jún

2

11

26

12

51

15.jún

4

9

25

19

56

16.jún

0

7

19

18

44

17.jún

5

2

19

18

44

18.jún

4

5

26

9

44

19.jún

4

7

19

12

42

20.jún

4

9

21

14

47

21.jún

5

4

23

16

48

22.jún

9

11

18

14

52

23.jún

5

7

23

9

45

24.jún

2

11

27

16

55

25.jún

5

5

20

16

46

26.jún

7

9

14

11

41

27.jún

4

11

20

18

52

28.jún

2

0

16

21

39

29.jún

2

2

25

18

46

30.jún

2

2

20

9

32

1.júl

4

4

14

20

41

2.júl

9

9

18

9

45

3.júl

11

5

21

11

48

4.júl

5

2

20

13

39

5.júl

4

2

23

18

46

6.júl

7

4

21

13

45

7.júl

5

2

21

18

46

8.júl

5

4

13

21

43

9.júl

5

2

14

25

46

10.júl

11

0

32

21

64

11.júl

4

4

13

18

38

12.júl

14

2

23

9

48

13.júl

5

5

21

20

52

14.júl

5

2

13

21

41

15.júl

7

2

21

16

46

16.júl

5

5

14

21

46

17.júl

11

2

18

18

48

18.júl

5

2

21

13

41

19.júl

9

2

20

13

43

20.júl

9

2

14

14

39

21.júl

13

2

23

11

48

22.júl

7

2

20

13

41

23.júl

9

2

21

20

52

24.júl

14

2

13

20

48

25.júl

9

2

25

16

52

26.júl

5

2

29

13

48

27.júl

13

5

20

20

57

28.júl

11

4

23

18

55

29.júl

2

2

14

21

39

30.júl

5

4

14

16

39

31.júl

16

4

9

18

46

1.ágú

7

2

18

21

48

2.ágú

9

2

25

20

55

3.ágú

16

0

18

14

48

4.ágú

9

0

21

25

55

5.ágú

7

2

27

5

41

6.ágú

9

2

16

14

41

7.ágú

11

4

25

14

54

8.ágú

14

2

20

11

46

9.ágú

7

0

29

16

52

10.ágú

9

2

9

30

50

11.ágú

4

4

27

14

48

12.ágú

11

4

18

23

55

13.ágú

11

2

13

27

52

14.ágú

20

0

14

20

54

15.ágú

5

2

21

27

55

16.ágú

5

2

16

14

38

17.ágú

9

2

18

16

45

18.ágú

4

2

21

18

45

19.ágú

9

5

16

14

45

20.ágú

9

9

20

13

50

21.ágú

13

4

21

16

54

22.ágú

11

4

25

29

68

23.ágú

4

0

16

30

50

24.ágú

5

2

29

21

57

25.ágú

5

2

25

27

59

26.ágú

7

11

25

18

61

27.ágú

5

9

14

23

52

28.ágú

7

4

27

18

55

29.ágú

4

4

18

27

52

30.ágú

7

5

29

23

64

31.ágú

4

5

29

23

61

Meðaltal:

7

5

20

17

 





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica