Greinar
Rigning og rok á Vífilsfelli að vetri til.

Rakastig loftsins

Sigrún Karlsdóttir 11.8.2006

Daggarmark

Daggarmark er afleidd stærð hita og raka en ekki mælanleg. Daggarmark gefur til kynna við hvaða hitastig raki myndast í andrúmsloftinu. Daggarmark er fundið með því að mæla svokallaðan votan hita.

Rakastig

Rakastig segir til um hve nærri loftið er því að vera mettað af raka, talið í prósentum. Rakastig mettaðs lofts í þoku er 100% en 0% ef enga vatnsgufu er að finna í loftinu.

Hæfni loftsins til að geyma raka er mjög háð hita. Þannig hækkar rakastig þegar loft er kælt þó að engri vatnsgufu sé bætt við. Liggi upplýsingar um daggarmark fyrir, má lesa rakastig loftsins úr eftirfarandi töflu:

Rakastig (%) miðað við lofthita (°C) og mismun hita og daggarmarks (°C)

1

2

3

4

5

6

7

10

20

30

30

94

89

84

79

75

66

55

40

29

14

20

94

88

83

78

73

64

53

37

26

12

10

94

87

82

76

71

62

50

34

23

10

0

93

86

80

74

69

59

47

31

21

8

-10

92

85

79

73

67

57

44

28

18

7

-20

92

84

77

70

64

54

41

25

15

5

  • Taflan sýnir rakastig í hundraðshlutum (94% - 5%).
  • Lóðrétti ásinn (yst til vinstri) sýnir lofthita í °C (30, 20, ..., -20).
  • Lárétti ásinn (efst) sýnir mismun á hitastigi og daggarmarki í °C (1,2, ...,30).

Sem dæmi um aflestur úr töflunni má nefna að við lofthitann 10°C og mismuninn fjóra á lofthita og daggarmarki, er rakastig loftsins 76%.

Ítarefni

Skylt efni má finna í öðrum greinum um raka í lofthjúpnum.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica