Greinar
Við Elliðavatn
Snjór við Elliðavatn í mars 2004.

Snjór í Reykjavík og á Akureyri

Meðaltal 1981 til 2010

Trausti Jónsson 15.3.2012

Snjólag er athugað á hverjum morgni klukkan 9. Þá er úrkoma einnig mæld. Úrkoma næstliðins sólarhrings er síðan aðgreind í þrjár tegundir, rigningu, slyddu og snjókomu. Úrkoma lendir í snjókomuflokkinn ef ekkert hefur fallið nema snjór, sömuleiðis telst úrkoman rigning ef hún hefur öll fallið í vökvaformi. Öll önnur tilvik teljast slydda, líka þótt snjór og regn hafi fallið á aðskildum tímabilum sólarhringsins.

Töflurnar ná til tímabilsins 1981 til 2010. Svo hittist á að fyrri hluti tímabilsins var mjög snjóþungur en sá síðari frekar eða mjög snjóléttur. Skýringar á dálkafyrirsögnum eru aftast í pistlinum.

Reykjavík

mán alhvítt alautt snhbyggð snhfjöll snjók.dag. slydda(mm) snjór(mm) öll úrk(mm)
jan 13,6 12,7 51,7 78,7 13,8 42,1 12,4 83,0
feb 12,8 10,5 54,0 80,6 14,0 49,1 12,4 85,9
mar 12,1 12,4 49,6 81,6 15,1 55,3 11,1 81,4
apr 3,2 23,1 16,9 62,9 8,0 27,1 3,9 56,0
maí 0,2 30,5 1,2 38,0 2,1 11,1 0,8 52,8
jún 0,0 30,0 0,0 13,0 0,2 0,8 0,0 43,8
júl 0,0 31,0 0,0 0,7 0,0 0,0 0,0 52,3
ágú 0,0 31,0 0,0 0,1 0,0 0,1 0,0 67,3
sep 0,0 30,0 0,0 7,3 0,9 3,3 0,0 73,5
okt 1,0 28,6 5,5 33,6 3,9 18,8 0,9 74,4
nóv 6,2 20,6 25,9 61,5 8,7 37,2 5,2 78,8
des 12,2 15,0 45,4 73,8 13,5 54,3 10,0 94,1
ár 61,3 275,4 20,9 44,3 80,2 299,2 56,7 843,3

Akureyri

mán alhvítt alautt snhbyggð snhfjöll snjók.dag. slydda(mm) snjór(mm) öll úrk(mm)
jan 21,2 5,2 75,7 90,3 15,5 25,0 30,0 60,7
feb 17,2 5,1 71,5 88,5 13,5 14,8 32,1 50,6
mar 16,5 6,6 66,0 88,5 15,6 19,1 25,3 49,7
apr 8,8 13,5 42,2 82,2 10,4 12,2 12,4 28,5
maí 0,5 27,5 6,5 59,6 4,1 8,0 0,8 22,2
jún 0,0 29,9 0,3 30,6 0,5 1,8 0,1 20,7
júl 0,0 31,0 0,0 7,2 0,1 0,2 0,0 32,1
ágú 0,0 31,0 0,1 1,1 0,1 0,4 0,0 41,5
sep 0,1 29,5 1,0 19,7 1,9 7,0 0,1 46,8
okt 4,7 22,1 22,3 60,5 8,9 25,6 9,9 72,2
nóv 13,5 9,9 56,1 80,9 12,3 26,6 18,7 58,8
des 17,8 8,6 64,7 86,6 14,2 19,6 29,3 57,0
ár 100,3 219,9 33,9 58,0 97,1 160,3 158,7 540,8

Í töflunum sést að alhvítir dagar eru að meðaltali 61 á ári í Reykjavík en 100 á Akureyri. Snjóhula (%) er mest í febrúar í Reykjavík (54,0%) en í janúar á Akureyri (75,7%). Aldrei var getið um snjókomu í júlí og ágúst í Reykjavík en hennar varð þá rétt aðeins vart á Akureyri. Snjókomudagar í Reykjavík eru 80,2 að meðaltali en 97,1 á Akureyri. Þótt snjói er alls ekki víst að alhvítt verði.

Snjór (í þeirri merkingu að engin önnur úrkomutegund hafi fallið á sólarhringnum) er aðeins 7% heildarúrkomunnar í Reykjavík, en tæplega 30% á Akureyri.

Skýringar á dálkafyrirsögnum

mán: mánuður
alhvítt: fjöldi alhvítra daga
alautt: fjöldi alauðra daga
snhbyggð: meðalsnjóhula í byggð, þessi tala er 100% sé alhvítt alla daga mánaðarins
snhfjöll: meðalsnjóhula í 500 til 700 metra hæð í fjöllum nærri veðurstöðinni
snjók.dag: fjöldi þeirra daga sem snjókomu er getið í veðurathugun
slydda(mm): meðalmagn úrkomutegundarinnar slyddu í mánuðinum, (sjá meginmál)
snjór(mm): meðalmagn snævar í mánuðinum (eftir að hann hefur verið bræddur)
öll úrk (mm): meðalúrkoma mánaðarins (öll úrkoma)





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica