Greinar

Sprengilægð verður til

Trausti Jónsson 30.11.2006


Morguninn 9. nóvember 2006 nálgaðist landið lægð sem hafði dýpkað um 48 mb á einum sólahring. Lægðir sem dýpka svo hratt eru kallaðar sprengilægðir og er hér farið yfir þær aðstæður og þau skilyrði sem voru í andrúmsloftinu dagana áður en lægðin varð sprengilægð.

Aðstæður kl. 06 11. nóvember 2006

Kort úr veðurspálíkani kl. 06 11. nóvember 2006. Kortið sýnir aðstæður í andrúmsloftinu þegar sprengilægðin myndaðist

Á fyrsta kortinu hér til hliðar sjást tvær lægðir. Önnur er við austurströnd Grænlands og ruddi hún brautina ef svo má segja. Frá henni rigndi og blés lítið eitt af suðri á landinu um kl. 11 sama dag. Annars varð hún ekki til stórræðanna. 

Hin lægðin var djúpt suðvestur af landinu, um 1000 hPa djúp og var í þann mund að fara að dýpka verulega um kl. 11.30.

 

Á veðurtunglamyndinni eru báðar lægðamiðjurnar merktar inn. Myndin er tekin kl. 04:10 aðfaranótt 9. nóvember 2006.

Gervitunglamynd af norður Atlandshafi, tekin kl. 04:10 9. nóvember 2006. Sýnir sprengilægðina suður af Íslandi

  1. Hlýtt og rakt loft er í framrás norður á
    bóginn um leið og það streymir upp á við. Víðáttumikið skýjaþykkni myndast og nær það upp í 10-12 km hæð.

  2. Blikutjásurnar í framrás skýjaþykknisins ná yfir éljaklakkana undir. Þetta er birtingarmynd hitamunar sem verður að vera til staðar eigi lægðin að vaxa.
  3. Kuldaskil nyrðri lægðarinnar. Handan þeirra er ískalt loft.  Þegar þetta kalda loft kemst í veg fyrir það hlýja austurundan hefst dýpkunarferli lægðarinnar fyrir alvöru.
  4. Skammt norðan við lægðarmiðjunna má sjá nokkurn hnúð. Þarna ná skýin hvað hæst upp undir veðrahvörfin og einmitt þarna hefst myndun afturbeygðu skilanna sem lægðarmiðjan mun hringa umhverfis sig síðar um daginn. Þarna fyrir vestan er svæði án skýja. Þar á sér stað niðurstreymi lofts.
Aftur upp

Aðstæður að kvöldi 9. nóvember 2006

Næsta gervitunglamyndin er frá því kl. 22.20 9. nóv. 2006 og sýnir greinilega lægð sem á nokkuð í það að ná fullri dýpt. Andstæður hlýs og kalds loftt eru skörp og sama má segja um svæði uppstreymis og niðurstreymis. Lægðarmiðjan er nálægt þeim stað þar sem er rautt L. Rétt er að benda á eftirfarandi:Gervitunglamynd af norður Atlandshafi, tekin kl. 22:20 9. nóvember 2006. Sýnir sprengilægðina sem hefur nú nálgast landið talsvert, og miðja lægðarinnar er skammt suður af Reykjanesi

  1. Meginkuldaskil lægðarinnar eru skörp og er eins og þau „endi“ í norðri í nokkurs konar þykkildi uppi undir landsteinum Íslands.
  2. Afturbeygðu skilin umhverfis lægðarmiðjuna eru þarna orðin greinileg.  Þau eru hvít í rótina, en enda og trosna upp í gráum tón. Þarna eru háský keyrð niður í kröftugu niðurstreymi.  Það eru óyggjandi teikn um mikil átök. Á þessum slóðum umhverfis lægðina verður vestanáttin hvössust.
  3. Kuldaskil „gömlu“ lægðarinnar.  Stutt er í sameiningu skilanna.
  4. Hitaskilin á norðurleið.  Uppstreymi magnast þarna þegar loftið leitar yfir hálendið. Veðurkort frá Bresku Veðurstofunni af Íslandi og nágrenni. Sýnir greininguna á veðrakerfunum í kringum landið á miðnætti þann 10. nóvember Ókyrrðarsvæði í flugi. Greinilegt "gat" norðan Vatnajökuls í niðurstreymi, einnig af völdum fjalllendisins.


Á veðurkortinu hér til hliðar  má sjá hvernig Breska veðurstofan greindi stöðuna kl. 00 (aðfaranótt 10. nóv. 2006). Loftþrýstingur var áætlaður 964 hPa í lægðarmiðju og hún var skammt suðvestur af landinu.

 







Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica