Mesta vindhviða í Reykjavík
Suðaustan fárviðri gekk yfir suðvestanvert Ísland fimmtudaginn 15. janúar 1942. Á Reykjavíkurflugvelli, þar sem bæði breski og bandaríski flugherinn höfðu bækistöð, mældist þá meiri vindhraði í vindhviðu en vitað er til að mælst hafi í annan tíma í Reykjavík.
Á bandarískri veðurstöð á flugvellinum mældist meðalvindhraði mest 89 mílur á klukkustund kl. 12:20 og 12:30 en það samsvarar 77,3 hnútum eða 39,8 m/s.
12 vindstig voru samkvæmt mælingum á bandarísku veðurstöðinni frá kl 11:00 til kl.
13:10.
Mesta vindhviða mældist hinsvegar 133 mílur á klukkustund og er sú tala endurtekin fjórum sinnum milli kl. 12:20 og 13:10. Samsvarar hún 115,5 hnútum eða
59,5 m/s. Er það talin mesta vindhviða sem mælst hefur í Reykjavík. Sjá nánari umfjöllun í greinargerð Veðurstofunnar Vindhraðamet í Reykjavík í fárviðrinu 15. janúar 1942 (pdf 0,6 Mb).