Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustan 5-10 m/s í dag og él á Norður- og Austurlandi, en hægari og bjartviðri sunnan heiða. Frost 0 til 7 stig.

Hvessir í kvöld og nótt, austan og suðaustan 15-23 m/s á morgun. Víða snjókoma eða slydda og hiti kringum frostmark. Rigning á láglendi sunnan- og suðvestanlands þegar líður að hádegi og hlýnar heldur þar um tíma. Snýst í minnkandi suðvestanátt suðvestantil undir kvöld og dregur úr úrkomu.

Spá gerð 01.02.2023 05:24

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Alls voru 456 viðvaranir gefnar út árið 2022 - 31.1.2023

Alls voru 456 viðvaranir gefnar út frá Veðurstofu Íslands á árinu 2022. Gular viðvaranir voru 372 talsins, appelsínugular 74 og rauðar viðvaranir voru 10. Frá því að nýtt viðvörunarkerfi var tekið í notkun á Veðurstofu Íslands í nóvember 2017 hafa aldrei verið gefnar út jafn margar appelsínugular og rauðar viðvaranir á einu ári. Viðvaranirnar dreifðust misjafnlega á milli spásvæða. Flestar viðvaranir voru gefnar út á Suðurlandi og Suðausturlandi, en fæstar á Austurlandi að Glettingi.

Lesa meira

Óvenjuleg kuldatíð - 20.1.2023

Viðvarandi kuldatíð á landinu síðustu 6 vikur, frá 7. desember 2022 til 19. janúar 2023 er óvenjuleg. Tímabilið er kaldasta 6 vikna tímabil í Reykjavík frá 1918. Miklar breytingar urðu á veðrinu nú í nótt þegar lægð með hlýju lofti kom úr suðri yfir landið og hrakti þar með heimskautaloftið sem hefur verið ríkjandi yfir landinu undanfarið langt til norðurs.

Lesa meira
Esjan-17-januar

Óvenjuleg snjóalög í Esjunni - 17.1.2023

Þessa dagana má sjá óvenjulega sjón frá Reykjavík og hefur Veðurstofunni borist nokkrar fyrirspurnir og myndir af fyrirbrigðinu.  Hlíðar borgarfjallsin Esjunnar, hafa verið snævi þaktar og alhvítar upp í um 300 m hæð en fyrir ofan er mun minni snjór, sums staðar enginn, og fjallið grátt, eins og sjá má á mynd 1 sem var tekin 11 janúar 2023. Lesa meira
Tidarfar-frost

Tíðarfar í desember 2022 - 3.1.2023

Desember var óvenjulega kaldur. Þetta var kaldasti desembermánuður á landinu síðan 1973. Í Reykjavík hefur desembermánuður ekki verið eins kaldur í rúm 100 ár, en desember 1916 var álíka kaldur og nú. Það var þurrt um mest allt land, og víða mældist desemberúrkoman sú minnsta sem mælst hefur í áratugi. Snjór og hvassviðri ollu talsverðum samgöngutruflunum seinni hluta mánaðarins. Loftþrýstingur var óvenju hár í mánuðinum.


Lesa meira
Teigarhorn-forsidumynd

Teigarhorn verðlaunað af Alþjóðaveðurfræðistofnuninni fyrir yfir 100 ára samfelldar veðurathuganir. - 29.12.2022

24. nóvember síðastliðinn var stór stund á hinum merka stað Teigarhorni í Berufirði, en þá var afhjúpaður viðurkenningarskjöldur frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni fyrir yfir 100 ára samfelldar veðurathuganir á staðnum. Í raun hafa veðurathuganir átt sér stað í Berufirðimun lengur, eða samfleytt í 150 ár.  Í nóvember 1872 hófust veðurathuganir á Djúpavogi, þær mælingar voru fluttar að Teigarhorni  árið 1881 og hafa verið þar allt fram á þennan dag.  Einungis er ein önnur veðurstöð á landinu sem hefur fengið slíka veðurkenningu frá Alþjóðaverðurfræðistofnuninni, en sú fyrri er veðurstöðin í Stykkishólmi.

Lesa meira
Greenland-ice_sheet_hg

Grænlandsjökull rýrnar um sem nemur einum Hofsjökli á ári hverju - 7.12.2022

Afkoma Grænlandsjökuls hefur aðeins mælst jákvæð í tvö skipti og hann hefur að jafnaði rýrnað um rúmlega 200 gígatonn á ári frá aldamótum. Nemur það rúmmál heilum Hofsjökli á ári hverju og rúmlega það.  Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Lágský við Ísland

Lágský við Ísland

Samskipti lofts annars vegar en lands og sævar hins vegar voru mjög áberandi fyrstu 10 daga júlímánaðar. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica