Norðaustan 5-10 m/s í dag og él á Norður- og Austurlandi, en hægari og bjartviðri sunnan heiða. Frost 0 til 7 stig.
Hvessir í kvöld og nótt, austan og suðaustan 15-23 m/s á morgun. Víða snjókoma eða slydda og hiti kringum frostmark. Rigning á láglendi sunnan- og suðvestanlands þegar líður að hádegi og hlýnar heldur þar um tíma. Snýst í minnkandi suðvestanátt suðvestantil undir kvöld og dregur úr úrkomu.
Spá gerð 01.02.2023 05:24
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
3,2 | 30. jan. 21:30:41 | Yfirfarinn | 30,1 km SV af Eldeyjarboða á Rneshr. |
2,8 | 30. jan. 21:20:37 | Yfirfarinn | 28,8 km SV af Eldeyjarboða á Rneshr. |
1,9 | 30. jan. 16:04:28 | Yfirfarinn | 7,8 km NNA af Álftavatni |
1,8 | 30. jan. 08:57:47 | Yfirfarinn | 6,1 km A af Bárðarbungu |
1,7 | 30. jan. 23:16:00 | Yfirfarinn | 5,5 km VSV af Bláfjallaskála |
1,4 | 31. jan. 01:52:31 | Yfirfarinn | 5,4 km VSV af Bláfjallaskála |
230 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, aðeins færri en í vikunni á undan þegar um 260 skjálftar mældust. Engin skjálfti mældist yfir 3 að stærð í vikunni en stærsti skjálftinn var 2,7 að stærð í Mýrdalsjökli. Svipuð eða minni virkni var á öllum svæðum í samanburði við vikuna á undan. Líkt og síðustu vikur hafa mælst um 3 tugir jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Sjö skjálftar mældust í Grímsvötnum sem er heldur fleiri en vikunni á undan, en enginn skjálfti mældist í Heklu. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|---|---|---|
Norðurá | Stekkur | 7,6 m³/s | |
Austari Jökulsá | Skatastaðir | ||
Jökulsá á Fjöllum | Grímsstaðir | 86,4 m³/s | -1,0 °C |
Eldvatn | Eystri-Ásar | 33,7 m³/s | |
Ölfusá | Selfoss | 578,8 m³/s | -0,1 °C |
Enn eru margar ár á landinu að miklu leyti ísilagðar. Í Hvítá í Árnessýslu og Ölfusá er ís þykkur á köflum þrátt fyrir leysingar síðustu daga og að áin hafi að hluta til rutt sig. Búast má við svipuðu ástandi næstu daga.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 31. jan. 17:31
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | mið. 01. feb. | fim. 02. feb. | fös. 03. feb. |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Alls voru 456 viðvaranir gefnar út frá Veðurstofu Íslands á árinu 2022. Gular viðvaranir voru 372 talsins, appelsínugular 74 og rauðar viðvaranir voru 10. Frá því að nýtt viðvörunarkerfi var tekið í notkun á Veðurstofu Íslands í nóvember 2017 hafa aldrei verið gefnar út jafn margar appelsínugular og rauðar viðvaranir á einu ári. Viðvaranirnar dreifðust misjafnlega á milli spásvæða. Flestar viðvaranir voru gefnar út á Suðurlandi og Suðausturlandi, en fæstar á Austurlandi að Glettingi.
Lesa meiraViðvarandi kuldatíð á landinu síðustu 6 vikur, frá 7. desember 2022 til 19. janúar 2023 er óvenjuleg. Tímabilið er kaldasta 6 vikna tímabil í Reykjavík frá 1918. Miklar breytingar urðu á veðrinu nú í nótt þegar lægð með hlýju lofti kom úr suðri yfir landið og hrakti þar með heimskautaloftið sem hefur verið ríkjandi yfir landinu undanfarið langt til norðurs.
Lesa meiraDesember var óvenjulega kaldur. Þetta var kaldasti desembermánuður á landinu síðan 1973. Í Reykjavík hefur desembermánuður ekki verið eins kaldur í rúm 100 ár, en desember 1916 var álíka kaldur og nú. Það var þurrt um mest allt land, og víða mældist desemberúrkoman sú minnsta sem mælst hefur í áratugi. Snjór og hvassviðri ollu talsverðum samgöngutruflunum seinni hluta mánaðarins. Loftþrýstingur var óvenju hár í mánuðinum.
24. nóvember síðastliðinn var stór stund á hinum merka stað Teigarhorni í Berufirði, en þá var afhjúpaður viðurkenningarskjöldur frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni fyrir yfir 100 ára samfelldar veðurathuganir á staðnum. Í raun hafa veðurathuganir átt sér stað í Berufirðimun lengur, eða samfleytt í 150 ár. Í nóvember 1872 hófust veðurathuganir á Djúpavogi, þær mælingar voru fluttar að Teigarhorni árið 1881 og hafa verið þar allt fram á þennan dag. Einungis er ein önnur veðurstöð á landinu sem hefur fengið slíka veðurkenningu frá Alþjóðaverðurfræðistofnuninni, en sú fyrri er veðurstöðin í Stykkishólmi.
Lesa meira