Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Minnkandi norðvestanátt austanlands og dálítil væta, 3-10 m/s seinnipartinn og rofar til. Breytileg átt 3-8 og lengst af bjart sunnan- og vestantil. Hiti 10 til 20 stig að deginum, hlýjast syðst.

Suðlæg átt á morgun, víða 8-15 m/s og dálítil súld, en hægari og bjartviðri norðaustanlands. Fer að rigna sunnan- og vestanlands síðdegis. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast um landið norðaustanvert.

Spá gerð 29.06.2024 09:59

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Gigar2_04062024

Landris í Svartsengi heldur áfram með auknum hraða - 28.6.2024

Uppfært 28. júní kl. 11:50

Skjálftavirknin við Svartsengi og Sundhnúk er mjög lítil og hafa fáir smáskjálftar mælst undanfarna daga. Hraunið sem gekk í átt að norðanverðu Sýlingarfelli hélt áfram að renna mjög hægt frá því að gosinu lauk 22. júní og er nú alveg hætt að hreyfast.

Hópur frá Náttúrufræðistofnun og Landmælingum Íslands hefur unnið úr gögnum sem sérfræðingar frá Eflu, Verkís og Svarmi söfnuðu í drónaflugi yfir gosstöðvarnar 24. júní. Gögnin sýna að hraunið er nú 9,3 km2 að flatarmáli og rúmmálið um 45 milljónir m3.

Lesa meira
Haettusvaedi_VI_24juni_2024

Mikilvægt að halda áfram þróun á aðferðafræði við gerð hættumats vegna eldgosavár - 28.6.2024

Samkvæmt lögum annast Veðurstofan rauntímavöktun á náttúruvá og skal gefa út viðvaranir og spár um yfirvofandi hættu af völdum m.a. jarðskjálfta, eldgosa og jökulhlaupa. Veðurstofan hefur einnig það hlutverk að vera yfirvöldum til ráðgjafar varðandi forvarnir og viðbrögð við náttúruvá. Hluti af því er að meta reglulega og veita upplýsingar um hættu vegna eldfjallavár líkt og í atburðarrásinni á Reykjanesskaga síðustu ár.

Lesa meira

Kallað eftir sérfræðingum á fund milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) - 25.6.2024

Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, kallar eftir því að aðildarríki og áheyrnaraðilar tilnefni sérfræðinga á fund þar sem drög verða lögð að útlínum aðferðarfræðiskýrslu um kolefnisföngun, -förgun, nýtingu og geymslu (e. Methodology Report on the Carbon Dioxide Removal Technologies and Carbon Capture Utilization and Storage). Lesa meira
HH_JH_HI_Celeste_2

Aðalritari Alþjóðaveðurfræði-stofnunarinnar (WMO) í heimsókn á Veðurstofu Íslands - 20.6.2024

Prófessor Celeste Saulo, nýkjörinn aðalritari Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) kom í heimsókn á Veðurstofuna þann 18. júní og hitti Hildigunni Thorsteinsson, nýráðinn forstjóra. Hún heimsótti m.a. eftirlitssal Veðurstofunnar þar sem Helga Ívarsdóttir, deildarstjóri Veðurspár og náttúruvöktunar, Óli Þór Árnason veðurfræðingur og Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur sögðu henni frá hinu veigamikla og yfirgripsmikla hlutverki sem vaktin sinnir allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Lesa meira
Atlas13062024

Veðurstofan tekur í notkun nýtt spálíkan - 13.6.2024

Þann 19. mars náðist stór áfangi í Veðursetur vestur (UWC-W samstarfinu). Formlegur rekstur á ofurtölvunni er hafinn og veðurstofurnar fjórar á Íslandi, Írlandi og í Danmörku og Hollandi taka í rekstur sameiginlega veðurlíkanareikninga. Formlegur rekstur þýðir að sameiginlegir veðurspárreikningar og rekstur ofurtölvunnar, sem er hýst í kjallaranum á B7, eru vaktaðir allan sólarhringinnn til að tryggja framsleiðsluna og gagnaflæði.

Lesa meira

Tíðarfar í maí 2024 - 5.6.2024

Maí var tiltölulega hlýr, sérstaklega á norðaustan- og austanverðu landinu. Þar var sólríkt og þurrt. Það var tiltölulega kaldara og úrkomusamara suðvestan- og vestanlands.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Fellibylur- vindsniðakort

Fellibyljir 4

Raki, lóðréttur stöðugleiki og vindsniði skipta höfuðmáli í búskap fellibylja.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica