Gengur í austan og suðaustan 10-18 m/s með rigningu, en 18-23 um tíma syðst.
Sunnan 15-23 og rigning undir morgun, en úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast norðaustanlands. Snýst í suðvestan 20-28 með skúrum eða slydduéljum norðantil eftir hádegi, jafnvel 30 m/s um tíma norðvestantil, en 13-20 og skúrir syðra. Dregur talsvert úr vindi annað kvöld og kólnar í veðri.
Spá gerð 06.11.2024 21:47
Austanhvassviðri eða -stormur og talsverð rigning um tíma syðst og snarpir vindstrengir í Mýrdal og í Öræfum. Varasamt ferðaveður. Sunnan hvassviðri eða stormur í fyrramálið, en suðvestan stormur eða rok fyrir norðan uppúr hádegi. Dregur talsvert úr vindi annað kvöld.
Sjá veðurviðvaranir.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 06.11.2024 21:47
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
2,5 | 05. nóv. 15:32:30 | Yfirfarinn | 8,2 km A af Bárðarbungu |
2,3 | 05. nóv. 04:47:52 | Yfirfarinn | 5,1 km ANA af Reykjanestá |
2,1 | 05. nóv. 01:35:59 | 30,7 | 13,3 km NV af Kolbeinsey |
2,0 | 05. nóv. 00:08:43 | Yfirfarinn | 3,3 km SV af Litlu Kaffistofunni |
1,9 | 05. nóv. 04:39:51 | Yfirfarinn | 3,1 km SV af Litlu Kaffistofunni |
1,8 | 05. nóv. 07:47:29 | Yfirfarinn | 3,4 km SV af Litlu Kaffistofunni |
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Mikilli úrkomu er spáð næstu daga og má því búast við vatnavöxtum í ám og lækjum.
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 06. nóv. 11:49
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | fim. 07. nóv. | fös. 08. nóv. | lau. 09. nóv. |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
|||
Norðanverðir Vestfirðir
|
|||
Tröllaskagi utanverður
|
|||
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
|||
Austfirðir
|
Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið hefur gert Helga Björnsson, jöklafræðing og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, að heiðursfélaga í samtökunum fyrir ævistarf sitt við jöklarannsóknir.
Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið er samstarfsvettvangur jöklafræðinga um heim allan og þar starfa flestir íslenskir jöklafræðingar sem m.a. vinna við Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands.
Lesa meiraUppfært 4. nóvember kl. 15:20
Milli kl. 2 og 3 í nótt varð smáskjálftahrina á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells. Þá mældust rúmlega tuttugu skjálftar sem voru um og undir M1,0 að stærð á 3 til 6 km dýpi. Staðsetning skjálftanna er á mjög svipuðum slóðum og jarðskjálftar sem hafa sést við upphaf þeirra kvikuhlaupa sem hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni síðastliðið ár. Skjálftahrinan var skammvinn og höfðu engir skjálftar mælst þar frá því kl. 4 í nótt.
Lesa meiraOktóber var kaldur á landinu öllu. Það var kaldast á norðurhluta landsins en hlýrra sunnanlands. Tíð var þó nokkuð hagstæð, það var óvenjulega hægviðrasamt og úrkoma var undir meðallagi víðast hvar.
Lesa meiraNúverandi losun gróðurhúsalofttegunda
eykur hnattræna hlýnun en gæti leitt til óafturkræfra breytinga á hafstraumum
sem hefðu staðbundna kólnun umhverfis Norður Atlantshafið í för með sér. Í ljósi mögulegra stórfelldra breytinga á hafhringrás í Norður Atlantshafi
skrifaði hópur 44 vísindamanna frá 15 löndum bréf til Norrænu
ráðherranefndarinnar, en afleiðingar þessara breytinga í hafstraumum myndu
líklega bitna af mestum þunga á Norðurlöndum.
September var óvenjukaldur um allt land og þurrari en í meðallagi víðast hvar. Loftþrýstingur var hár í mánuðinum og sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri. Á Austurlandi var hvassara en í meðalári en lygnara á vesturhelmingi landsins.
Lesa meiraNýr jarðskjálftamælir var settur upp nú í lok september í Hítárdal um 5 km NV við Grjótárvatn. Síðan í maí 2021 hafa af og til mælst jarðskjálftar við Grjótárvatn á Vesturlandi. Alls hafa mælst um 360 jarðskjálftar síðan vorið 2021 en mest mældust um 20 skjálftar í mánuði þangað til í ágúst 2024 en þá mældust tæplega 80 skjálftar á svæðinu.
Lesa meiraHaglél kemur úr skúraflókum en slík ský geta myndað sterkt rafsvið. Áður en rafsvið verður svo sterkt að eldingar myndist getur jónun átt sér stað. Í rökkri sést þá bláleitur logi frá oddmjóum hlutum, sem kallast hrævareldur, en honum fylgir oft suð. Gönguhópur á Eiríksjökli lenti í hagléli og eldingahættu í ágúst 2011. Viðbrögð hópsins voru hárrétt. Full ástæða er að reyna að koma sér úr aðstæðum þar sem rafsvið er öflugt.
Lesa meira