Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðaustlæg átt, 8-13 m/s við suðvesturströndina og staðbundið hvassviðri norðantil á Snæfellsnesi, en annars mun hægari suðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum vestantil og sums staðar dálítil væta, en yfirleitt léttskýjað eystra.
Áfram suðaustanátt á morgun, 10-15 m/s við suðvesturströndina, en annars hægari. Birtir víða til, en líkur á þokusúld suðvestantil síðdegis. Hiti 4 til 12 stig.

Spá gerð 03.04.2025 21:20

Athugasemd veðurfræðings

Allhvassir eða hvassir sunnanvindstrengir á norðanverðu Snæfellsnesi fram yfir hádegi. Varsamt ökutæjum, sem eru viðkvæm fyrir vindum.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 03.04.2025 21:20

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Bætt þjónusta Veðurstofu Íslands við útvarpshlustendur - 3.4.2025

Þann 1. apríl 2025 voru gerðar smávægilegar en gagnlegar breytingar á útvarpslestri veðurfrétta frá Veðurstofu Íslands á RÁS 1. Tímasetningar veðurfregna haldast óbreyttar, en innihaldið hefur verið tilsniðið til að veita hlustendum betri og markvissari þjónustu.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2025 - 3.4.2025

Mars var hlýr og hægviðrasamur um allt land. Úrkomulítið var norðaustanlands en úrkomusamara á vestanverðu landinu. Nokkuð sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri. Hvassviðri í upphafi og lok mánaðar ollu vandræðum. Veðrinu þ. 3. og 4. fylgdu sjávarflóð á suðvesturhorni landsins, en þ.30 varð mikið þrumuveður á sunnanverðu landinu.

Lesa meira

Stuttu eldgosi lokið en skjálftavirkni mælist áfram - 3.4.2025

Uppfært 3. apríl kl. 14:40

Greining á vefmyndavélum, myndböndum úr drónaflugi og gasmælingum sýna að eldgosið sem hófst kl. 9:44 að morgni 1. apríl lauk um kl. 16:45 sama dag. Eldgosið stóð í rétt yfir í um 6 klst sem gerir það stysta eldgosið í þessari goshrinu á Sundhnúksgígaröðinni.

Hins vegar er atburðinum ekki lokið því áfram mælist nokkur fjöldi smáskjálfta á kvikuganginum, aðallega norður af Stóra- Skógfelli þó dregið hefur úr virkninni síðustu 12 klukkustundirnar. Lítil skjálftavirkni mælist á suðurhluta kvikugangsins.

Jarðskjálftavirkni við Reykjanestá, Eldey og Trölladyngju hefur einnig minnkað, en þar hefur verið gikkskjálftavirkni síðustu sólarhringa.

Lesa meira

Hvernig munu loftslagsbreytingar hafa áhrif á þitt nærsamfélag? - 2.4.2025

Loftslagsbreytingar hafa margvísleg áhrif á umhverfi og samfélög. Mikilvægt er að almenningur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um þróunina og hvað hún gæti þýtt fyrir nærumhverfi og lífsskilyrði.

Lesa meira

Áfram þarf að reikna með nýju eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni - 25.3.2025

Uppfært 25. mars kl. 14:15

Aflögunarmælingar (GPS) sýna að kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram, þó svo að hraði landriss hafi minnkað lítillega síðustu vikur. Þrátt fyrir hægara landris er áfram talið líklegt að kvikuhlaup og/eða eldgos verði á Sundhnúksgígaröðinni.

Lesa meira

Erfitt að fá skýra mynd af þróun virkninnar til næstu ára á Reykjanesskaganum - 21.3.2025

Miðað við tiltæk vöktunargögn og túlkun þeirra (þann 21.03.2025) bendir allt til þess að rúmmál kviku sem safnast hefur nú undir Svartsengi nái á endanum að byggja upp nægan þrýsting til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Hér er hlekkur á samantekt á við hverju má búast í næstaeldgos.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

heiður himinn, fjallstindar, hvít þoka liggur á milli þeirra

Austfjarðaþoka

Þokan sem oft liggur yfir Austur-Íslandsstraumnum undan nesjum á Austfjörðum er gjarnan nefnd Austfjarðaþoka. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica