Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Breytileg átt, víða 3-10. Skýjað og sums staðar dálítil rigning eða jafnvel slydda, einkum á Austurlandi. Úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi annað kvöld en snjómugga norðvestantil.
Hiti 1 til 9 stig, svalast um landið norðvestanvert. Víða vægt frost annað kvöld.

Spá gerð 15.10.2024 21:30

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tveir gígar

Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram - 10.10.2024

Uppfært 10. október kl. 15:30

GPS-mælingar á Svartsengissvæðinu sýna vísbendingar um að undanfarið hafi smám saman dregið úr hraða á landrisi. Líkanreikningar, sem byggðir eru á GPS-gögnunum, sýna einnig vísbendingar um að örlítið dragi úr kvikuinnflæði undir Svartsengi.

Lesa meira

Tíðarfar í september 2024 - 3.10.2024

September var óvenjukaldur um allt land og þurrari en í meðallagi víðast hvar. Loftþrýstingur var hár í mánuðinum og sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri. Á Austurlandi var hvassara en í meðalári en lygnara á vesturhelmingi landsins.

Lesa meira

Nýr jarðskjálftamælir í Hítárdal - 3.10.2024

Nýr jarðskjálftamælir var settur upp nú í lok september í Hítárdal um 5 km NV við Grjótárvatn. Síðan í maí 2021 hafa af og til mælst jarðskjálftar við Grjótárvatn á Vesturlandi. Alls hafa mælst um 360 jarðskjálftar síðan vorið 2021 en mest mældust um 20 skjálftar í mánuði þangað til í ágúst 2024 en þá mældust tæplega 80 skjálftar á svæðinu.

Lesa meira

Verður 2024 hlýjasta ár sögunnar? - 16.9.2024

Hnattrænn meðalhiti í ágúst síðastliðnum var 16,82°C sem er 0,71°C yfir meðaltali ágústmánaða viðmiðunartímabilsins 1991-2020. Þessar niðurstöður byggja á ERA5 gagnasafninu og er lýst í fréttatilkynningu frá loftslagsþjónustu Kópernikusar.

Lesa meira

Aldrei fleiri viðvaranir gefnar út að sumarlagi - 11.9.2024

77 viðvaranir voru gefnar út í sumar, þar af átta appelsínugular. Aldrei hafa fleiri viðvaranir verið gefnar út yfir sumartímann frá því að Veðurstofan tók upp nýtt viðvaranakerfi.  

Lesa meira

Jökulhlaup í Skálm í rénun - 10.9.2024

Jökulhlaup sem staðið hefur yfir í Skálm undanfarna sólarhringa er í rénun. Rafleiðni og vatnshæð í ánni fór hækkandi frá því á laugardaginn 7. september þar til í gær þegar mælingar byrjuðu að lækka aftur. Hækkuð rafleiðni er merki um jarðhitavatn í ánni. Jarðhitavatnið kemur undan Mýrdalsjökli. Síðan síðdegis í gær hefur rafleiðnin nálgast aftur eðlileg gildi og er þetta hlaup því í rénun.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

hnötturinn skyggður að hálfu

Vorjafndægur 2010

Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Vorjafndægur 2010 eru 20. mars kl. 17:32.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica