Hæg breytileg átt eða hafgola í dag. Bjart með köflum, en sums staðar skúrir norðantil á landinu síðdegis. Hiti 10 til 18 stig.
Spá gerð 04.07.2025 01:29
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
2,9 | 03. júl. 10:38:17 | 46,6 | 239,9 km NA af Kolbeinsey |
2,3 | 03. júl. 01:35:57 | Yfirfarinn | 20,3 km NNA af Geysi |
2,2 | 03. júl. 15:39:25 | Yfirfarinn | 6,0 km ANA af Bárðarbungu |
2,0 | 03. júl. 00:07:07 | Yfirfarinn | 3,4 km A af Keili |
1,8 | 02. júl. 13:01:53 | 90,0 | 9,6 km VSV af Geirfugladrangi á Rneshr. |
1,6 | 03. júl. 06:56:22 | 82,0 | 1,8 km ASA af Grímsey |
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Aukin rafleiðni mælist nú í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi en vatnshæð hefur ekki hækkað. Tilkynningar hafa borist Veðurstofu um brennisteinslykt á svæðinu. Fólk er beðið um að sýna aðgát við upptök árinnar og nærri árfarvegnum þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 02. júl. 18:11
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | Barst ekki | Barst ekki | Barst ekki |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Kalt var um allt land í mánuðinum og loftþrýstingur lágur. Víða var meðalhiti júnímánaðar lægri en í maí, sem var óvenjulega hlýr. Það var mjög úrkomusamt á Norður- og Norðausturlandi og sólskinsstundir voru fáar miðað við árstíma á Akureyri. Aftur á móti var tiltölulega þurrt á vestanverðu landinu. Norðanhret gekk yfir landið 3. og 4. dag mánaðarins og ollu þá vindur og sér í lagi úrkoma töluverðum vandræðum.
Lesa meiraUppfært 1. júlí 2025
Landris og jarðskjálftavirkni í Svartsengi halda áfram og hafa verið stöðug síðustu vikur. Um 10 smáskjálftar mælast að jafnaði á dag, flestir norðan við Grindavík og suður af Stóra Skógfelli. Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram.
Ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til að endurskoða hættumat. Ef kvikusöfnun heldur áfram gætu líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu.
Háskóli Íslands hefur tekið í notkun nýjan tölvusal með ofurtölvum og gagnageymslum í húsnæði Veðurstofu Íslands. Þetta er hluti af IREI (Icelandic Research e-Infrastructure) sem styður rannsóknir háskóla og rannsóknastofnana um allt land.
Samrekstur tölvusalsins styrkir samstarf Háskóla Íslands og Veðurstofunnar og eflir innviði fyrir rannsóknir, loftslagsmál, náttúruvá og alþjóðlegt vísindasamstarf. Áhersla er lögð á að þessir innviðir séu forsenda nákvæmra spáa, viðvarana og rannsókna, sérstaklega vegna loftslagsbreytinga, eldgosa, jarðskjálfta og flóða.
Lesa meiraÍ maí 2025 gekk óvenjumikil hitabylgja yfir Ísland og Grænland. Þann 15. maí mældust 26,6°C á Egilsstaðaflugvelli, sem er nýtt landsmet fyrir maímánuð, og hitamet voru slegin á fjölda veðurstöðva víða um land. Hitabylgjan stóð yfir í um níu daga og þó að svipaðar veðuraðstæður hafi komið áður, þótti þessi sérlega athyglisverð vegna þess hve snemma hún reið yfir, hversu lengi hún stóð og hversu víðtæk áhrifin urðu.
Samkvæmt nýrri alþjóðlegri greiningu vísindahópsins World Weather Attribution gerðu loftslagsbreytingar af mannavöldum slíka hitabylgju allt að fjörutíu sinnum líklegri og um þremur gráðum heitari en ella. Þá varð einnig veruleg aukning á bráðnun Grænlandsjökuls á sama tíma.
Greiningin byggir á samanburði veðurmælinga frá Íslandi og Grænlandi og niðurstöðum loftslagslíkana. Hún er fyrsta formlega úttektin sem metur áhrif loftslagsbreytinga á hitabylgjur á þessum árstíma á Íslandi.
Lesa meiraÓvenjuleg hlýindi voru á landinu öllu í maí. Á landsvísu var þetta hlýjasti maímánuður frá upphafi mælinga. Mesta hitabylgja sem vitað er um hér á landi í maímánuði stóð yfir dagana 13. til 22. og sett voru ný meðal- og hámarkshitamet fyrir maímánuð á flestum veðurstöðvum landsins. Tíð var einmuna góð í mánuðinum, það var sólríkt, hægviðrasamt og allur gróður var óvenjulega snemma á ferð. Töluverðir vatnavextir voru í ám á Norðurlandi í byrjun mánaðar vegna leysinga í hlýindunum.
Lesa meiraTölur sem lesnar eru af mæli segja varla hálfa sögu um það hversu mikið varmatap er hjá fólki úti við. En ekki er allt sem sýnist þegar litið er í kælitöflur.
Lesa meira