Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Gengur í suðvestan 10-18 m/s í dag. Víða él, en léttir til á Norðaustur- og Austurlandi eftir hádegi. Hiti um eða yfir frostmarki yfir daginn.

Suðlæg eða breytileg átt 5-15 á morgun. Stöku él og vægt frost, en hlýnar sunnanlands með rigningu eða slyddu. Víða austan 10-18 undir kvöld og snjókoma með köflum um landið norðanvert, en dregur úr vætu suðvestantil.

Spá gerð 19.03.2024 04:27

Athugasemd veðurfræðings

Útlit fyrir mun rólegra veður á Vestfjörðum í dag en verið hefur. Það er þó stutt í hvassa norðaustanátt úti á miðunum og það þarf ekki mikið að breytast til að hún nái aftur inn á land.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 19.03.2024 04:27

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Virkni eldgossins nokkuð stöðug - 18.3.2024

Uppfært 18. mars, kl. 16:30

Uppfært hættumat tekur gildi í dag. Gildir til 20. mars, að öllu óbreyttu.

Virkni í eldgosinu hefur verið nokkuð stöðug síðan seinnipartinn í gær. Það gýs á tveimur svæðum á gossprungunni í nokkrum gosopum, en svo virðist sem slökknað hafi í nyrstu gosopunum. Virkustu gígarnir eru sunnarlega á gossprungunni sem opnaðist á laugardagskvöld og frá þeim er hraunrennsli til suðurs í átt að Suðurstrandarvegi. Í morgun voru um 330 m frá hraunjaðrinum að veginum og hafði jaðarinn færst lítið áfram m.v. í gærkvöldi. Við athuganir á svæðinu í gærkvöldi virtist ekki vera mikil virkni eða hreyfing í hrauntungunni sem fór yfir Grindavíkurveg á aðfararnótt sunnudags.

Lesa meira
Nytt-kort-17032024

Stórhríð á norðvesturhluta landsins - 17.3.2024

Næstu daga verður vetrarlegt veður á landinu og mun víða snjóa með hvössum vindi og aukinni snjóflóðahættu.

Lesa meira
Kort-17032024

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum - 17.3.2024

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum.

Spáð er norðaustan 15-23 m/s og snjókomu í dag en bætir í vind í nótt. Spár gera ráð fyrir langvarandi hríð á svæðinu fram á þriðjudag með tilheyrandi uppsöfnun á snjó. Búast má við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum og að vegir undir bröttum fjallshlíðum lokist vegna snjóflóða. Ekki er talin hætta í byggð að svo stöddu en aðstæður geta breyst þegar líður á veðrið.

Lesa meira
Graph_flowrate_mogi_is_15032024

Engin skýr merki um að jarðhræringunum á Reykjanesskaga og við Grindavík ljúki á næstunni - 15.3.2024

Áður en hægt verður að spá fyrir um tímasetningu á endalokum þeirrar atburðarásar sem nú er enn í gangi og tengist kvikusöfnun undir Svartsengi, þurfa að sjást skýr merki um að streymi kviku inn í söfnunarsvæðið hafi minnkað verulega á milli síðustu atburða. Gögn og líkanreikningar sýna það með skýrum hætti að það magn kviku sem streymir inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi á hverjum sólarhring hefur haldist stöðugt í síðustu þremur atburðum. Lesa meira
Kort_Kvikugangur02032024

5 kvikuhlaup og 3 eldgos á Sundhnúksgígaröðinni - 8.3.2024

Líkanreikningar sýna að kvikugangurinn sem myndaðist 2. mars var um 3 km langur og náði frá Stóra-Skógfelli að Hagafelli. Kvikan í ganginum liggur á 1,2 km dýpi þar sem hún er grynnst og nær niður á um 3,9 km dýpi. Kvikuhlaupið 2. mars hegðaði sér sumpartinn á annan hátt en fyrri kvikuhlaup og er ástæða til að rannsaka það frekar til að auka enn frekar á skilning á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhald atburðanna verður.

Lesa meira

Um snjóflóðahættumat og eftirlit á skíðasvæðum - 8.3.2024

Veðurstofa Íslands gerir snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæði á Íslandi. Slíkt hættumat er ekki daglegt eftirlit eða spá um snjóflóðahættu frá degi til dags. Hættumat er lagt fram sem kort með skilgreindum hættusvæðum afmörkuðum með hættumatslínum og gilda ákveðnar reglur um nýtingu hættusvæðanna.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Vetrarstillur á miðhálendinu

Vindkæling

Tölur sem lesnar eru af mæli segja varla hálfa sögu um það hversu mikið varmatap er hjá fólki úti við. En ekki er allt sem sýnist þegar litið er í kælitöflur.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica