Sunnan 18-28 m/s og vætusamt og hlýtt veður, hvassast norðvestanlands.
Dregur úr vindi og úrkomu í dag, sunnan 10-18 eftir hádegi og skúrir eða él, en yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Kólnar í veðri. Bætir heldur í vind í kvöld.
Suðaustan og sunnan 5-13 á morgun og él, en úrkomulítið norðanlands. Hiti um eða undir frostmarki. Vaxandi austanátt annað kvöld með rigningu eða snjókomu um landið sunnan- og austanvert.
Spá gerð 01.02.2025 04:35
Suðaustan og sunnan illviðri fram á morguninn. Sjá veðurviðvaranir.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 01.02.2025 04:35
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
2,4 | 31. jan. 10:42:46 | Yfirfarinn | 4,8 km VSV af Reykjanestá |
2,1 | 01. feb. 07:12:43 | 52,2 | 22,0 km N af Borgarnesi |
2,0 | 30. jan. 12:11:53 | Yfirfarinn | 4,2 km SV af Litlu Kaffistofunni |
Aukin skjálftavirkni hefur verið við Grjótárvatn síðan í ágúst sl. og er fjallað um hana hér.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 29. jan. 21:31
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Mikilli úrkomu og leysingu er spáð í kvöld (föstudag) og fram á laugardag og því hætta á vatnavöxtum í ám og lækjum, sérstaklega við Mýrdalsjökul, Eyjafjallajökul og á Suðausturlandi, og aukin skriðu- og krapaflóðahætta. Vöð geta orðið ófær. Fólki er bent á að vera ekki á ferðinni nærri vatnsfarvegum þar sem hættulegar aðstæður geta skapast hratt.
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 31. jan. 14:20
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | fös. 31. jan. | lau. 01. feb. | sun. 02. feb. |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
|||
Norðanverðir Vestfirðir
|
|||
Tröllaskagi utanverður
|
|||
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
|||
Austfirðir
|
Slæmt veður
var á öllum Reykjanesskaganum í gær. Miðað við veðurspár mun veðrið næstu daga hafa
áhrif á vöktun jarðhræringa og viðbragðstíma ef kvikuhlaup eða eldgos verður.
Sterkur vindur, slydda og snjókoma geta truflað jarðskjálftamælingar og dregið
úr nákvæmni GPS-mælinga á landrisi.
Hvöss suðaustanátt verður fram til kvölds með hríðarveðri
víða um land. Á láglendi suðvestantil má búast við slyddu eða rigningu. Það hlýnar
í veðri, hiti verður á bilinu 0-5 stig síðdegis. Undir kvöld snýst í mun hægari
vestanátt með stöku éljum vestantil, og kólnar tímabundið.
Á morgun, föstudag, má búast við suðaustanstormi eða jafnvel roki, auk hláku um allt land. Seinnipartinn eykst vindhraðinn í 18-25 m/s með talsverðri rigningu. Hvassast verður norðvestantil, en úrhellisrigning á Suðausturlandi. Austantil verður veðrið rólegra og þurrt fram til kvölds. Hiti verður á bilinu 5-10 stig annað kvöld.
Lesa meiraÁrið 2024 var óvenjukalt ef miðað er við hitafar þessarar aldar. Á landsvísu var hitinn 0,8 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020, og sá lægsti síðan 1998. Að tiltölu var kaldast inn til landsins á Norðurlandi, en hlýrra við suðurströndina. Sumarið var blautt á landinu öllu, en aðrir mánuðir ársins voru tiltölulega þurrir. Árið í heild var þurrara en í meðallagi á austan-, sunnan- og suðvestanverðu landinu, en blautara en í meðallagi á Norður- og Vesturlandi, þar sem vætutíð sumarsins var einna mest. Loftþrýstingur var óvenjulega lágur frá júní og út ágúst og einkenndist sumarið af lægðagangi og óhagstæðri tíð. Á öðrum árstímum var tiltölulega hægviðrasamt og loftþrýstingur og vindhraði voru í kringum meðallag þegar litið er á árið í heild.
Lesa meiraUppfært 20. janúar kl. 14:50
Órói sem mældist á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli og vatnshæð í Gígjukvísl hafa aftur náð svipuðum gildum og voru fyrir hlaup. Þar með er Grímsvatnahlaupinu, sem hófst fyrir um það bil 10 dögum, lokið. Skjálftavirkni í Grímsvötnum jókst ekki á meðan hlaupinu stóð en nokkrir skjálftar undir M2 mældust í síðustu viku. Þrýstiléttir vegna jökulhlaupsins hafði ekki í för með sér aukna virkni í Grímsvötnum meðan á hlaupinu stóð. Þess vegna hefur fluglitakóði fyrir Grímsvötn verið lækkaður aftur í grænan, eftir að hafa tímabundið verið hækkaður í gulan þegar hlaupið náði hámarki. Þótt jökulhlaupinu sé lokið heldur Veðurstofa Íslands áfram að fylgjast náið með virkni á svæðinu.
Lesa meiraUppfært 17. janúar kl: 11:20
Jarðskjálftavirkni heldur áfram að aukast við Grjótárvatn. Það sem af er janúar mánuði hafa tæplega 100 skjálftar yfir M1,0 að stærð mælst. Það er sambærilegt við fjölda skjálfta allan desember 2024 sem var mesti fjöldi skjálfta sem hefur mælst í einum mánuði á svæðinu. Í gærmorgun, 16. janúar, mældist skjálfti af stærð M3,2. Engar tilkynningar hafa borist til Veðurstofunnar um að skjálftinn hafi fundist í byggð en þó gætu íbúar á nærliggjandi svæðum hafa orðið hans varir. Þetta var stærsti skjálfti sem hefur mælst á svæðinu síðan virkni fór að aukast þarna í ágúst 2024, en þann 18. desember 2024 mældist skjálfti af stærð M3,1.
Lesa meiraStöku sinnum sést fjöldi snjóbolta, sem vindur hefur búið til, á dreif um sléttar snævi þaktar grundir, jafnvel hundruð bolta á einum túnbletti. Ekki er kunnugt um sérstakt nafn á fyrirbrigðinu.
Lesa meira