Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austlæg átt 5-13 m/s og víða rigning eða slydda með köflum. Norðlægari seinnipartinn á morgun og dregur úr úrkomu, en styttir upp og rofar til um landið sunnan- og vestanvert. Hiti frá 1 stigi í innsveitum fyrir norðan, að 10 stigum á Suðurlandi.
Spá gerð 28.09.2024 21:52

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tveir gígar

Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi - 24.9.2024

Uppfært 24. september kl. 13:15

Gögn frá GPS-mælum sýna að landris í Svartsengi heldur áfram að mælast á jöfnum hraða. Líkanreikningar byggðir á þeim gögnum sýna einnig að kvikusöfnun undir Svartsengi hefur haldið áfram á svipuðum hraða síðustu vikur. Samkvæmt mælingum á landrisi og áætlun á hraða kvikusöfnunar svipar þróunin til fyrri atburða á svæðinu.

Lesa meira

Verður 2024 hlýjasta ár sögunnar? - 16.9.2024

Hnattrænn meðalhiti í ágúst síðastliðnum var 16,82°C sem er 0,71°C yfir meðaltali ágústmánaða viðmiðunartímabilsins 1991-2020. Þessar niðurstöður byggja á ERA5 gagnasafninu og er lýst í fréttatilkynningu frá loftslagsþjónustu Kópernikusar.

Lesa meira

Aldrei fleiri viðvaranir gefnar út að sumarlagi - 11.9.2024

77 viðvaranir voru gefnar út í sumar, þar af átta appelsínugular. Aldrei hafa fleiri viðvaranir verið gefnar út yfir sumartímann frá því að Veðurstofan tók upp nýtt viðvaranakerfi.  

Lesa meira

Jökulhlaup í Skálm í rénun - 10.9.2024

Jökulhlaup sem staðið hefur yfir í Skálm undanfarna sólarhringa er í rénun. Rafleiðni og vatnshæð í ánni fór hækkandi frá því á laugardaginn 7. september þar til í gær þegar mælingar byrjuðu að lækka aftur. Hækkuð rafleiðni er merki um jarðhitavatn í ánni. Jarðhitavatnið kemur undan Mýrdalsjökli. Síðan síðdegis í gær hefur rafleiðnin nálgast aftur eðlileg gildi og er þetta hlaup því í rénun.

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2024 - 3.9.2024

Ágúst var kaldur og úrkomusamur um allt land. Víða var meðalhitinn sá lægsti sem mælst hefur í ágústmánuði á þessari öld og ágústúrkoman mældist óvenjumikil á fjölda veðurstöðva. Loftþrýstingur var óvenjulágur um allt land. Meðalloftþrýstingur hefur aldrei mælst jafn lágur í ágústmánuði í Reykjavík frá upphafi mælinga árið 1820. Víða var óvenjuhvasst í mánuðinum. Mikil vatnsveður ollu vandræðum í flestum landshlutum í mánuðinum, en þau orsökuðu m.a. skriðuföll, flóð og mikla vatnavexti í ám.

Lesa meira

Árlegar mælingar voru gerðar í Öskju í ágúst - 2.9.2024

Árleg vettvangsferð var farin að Öskju í ágúst síðastliðinn, ferðin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Háskólans í Gautaborg. Vettvangsferðin fól í sér landmælingar (nívó- og GNSS-mælingar), pH- og hitamælingar í Víti, auk margþættra gasmælinga (CO2, H2S og SO2) á gufuhverasvæðinu í Vítisgíg.

Niðurstöðurnar styðja það sem sést á samfelldum GPS-mælum og á nýlegum InSAR-myndum, að landris heldur áfram í Öskju, en á hægari hraða síðan í september 2023. Hins vegar eru engin merki um að kvika sé að færast grynnra í jarðskorpuna.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Dobson-tækið

Mælingar á ósonlaginu yfir Íslandi

Magn ósons í háloftunum yfir Reykjavík hefur verið mælt daglega og nær óslitið síðan 1957. Það sýnir framsýni þáverandi yfirmanna Veðurstofunnar að taka þátt rannsóknum á ósonlaginu áður en grunsemdir um ósoneyðingu vegna mengunar af mannavöldum tóku að vakna.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica