Austanátt, víða 5-13 m/s, en 13-20 syðst. Dálítil él suðaustan- og austanlands, annars þurrt og bjart veður. Hiti að deginum 0 til 5 stig sunnan heiða, en yfirleitt 0 til 5 stiga frost norðantil.
Spá gerð 16.02.2025 18:28
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
3,2 | 14. feb. 23:09:47 | Yfirfarinn | 1,4 km NA af Bárðarbungu |
2,8 | 16. feb. 09:00:27 | Yfirfarinn | 4,8 km SV af Bláfjallaskála |
2,4 | 14. feb. 18:48:32 | Yfirfarinn | 27,6 km N af Borgarnesi |
Í morgun kl. 09:00 varð skjálfti af stærð M2.8 í Brennisteinsfjöllum. Skjálftans varð vart á höfuðborgarsvæðinu.
Á föstudag mældist skjálfti kl. 23:09 af stærð M3.2 í Bárðarbunguöskjunni. Ekki er óalgengt að skjálftar af þessari stærð mælist í Bárðarbungu.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 16. feb. 09:27
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 14. feb. 07:11
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | sun. 16. feb. | mán. 17. feb. | þri. 18. feb. |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
GPS-mælingar sýna áframhaldandi landris undir Svartsengi. Hins vegar hefur dregið lítillega úr hraða landrissins síðustu vikur. Líkanreikningar sýna þó áframhaldandi kvikusöfnun og er magn kviku undir Svartsengi komið í neðri mörk þess rúmmáls sem talið er að þurfi til þess að koma af stað næsta kvikuhlaupi og eldgosi. Síðustu atburðir á Sundhnúksgígaröðinni hafa leitt í ljós að eftir að rúmmál kviku nær neðri mörkum hafa eldgos byrjað frá nokkrum dögum upp í fjórar vikur frá þeim tíma. Þetta þýðir þó ekki að það sé öruggt að næsti atburður hefjist innan mánaðar, heldur sýnir reynslan að það sé líklegasta sviðsmyndin.
Lesa meiraMikið sunnan illviðri gekk yfir landið dagana 5.–6. febrúar 2025 og bætist það í hóp verstu óveðra síðustu ára. Slík veður eru þó ekki óalgeng hér á landi og koma á 2–5 ára fresti. Hins vegar hafa síðustu vetur verið fremur hægviðrasamir og því hafa illviðri verið sjaldgæf.
Lesa meiraLægð fór yfir vestanvert landið í dag og olli óveðri víða um sunnan-, austan og norðanvert landið.
Rauðar viðvaranir vegna sunnan illviðrisins eru enn í gildi á austanverðu landinu fram til kvölds. Spáð er sunnan 23-30 m/s og rigningu um austanvert landið með staðbundnum vindhviðum yfir 50 m/s. Má búast við foktjóni og hættulegum aðstæðum utandyra og ferðalög eru ekki ráðlögð. Á Austfjörðum mun veðrið lægja síðast, um kvöldmatarleytið.
Lesa meiraJanúar var tiltölulega kaldur, sérstaklega á Norðausturlandi. Mánuðurinn var hægviðrasamur miðað við árstíma. Hlýindi og miklar rigningar um miðjan mánuð ollu miklum leysingum og flæddu ár og lækir víða yfir vegi og tún. Töluverð snjóþyngsli voru á Austurlandi í mánuðinum. Þar snjóaði óvenjumikið þ. 20. og mældist snjódýptin á Austfjörðum með því mesta sem vitað er um í janúarmánuði. Síðasta dag mánaðarins skall stormur á landinu sem olli bæði fok- og vatnstjóni, auk ofanflóða og mikilla samgöngutruflana.
Lesa meiraFyrsti hluti af nýjum vef Veðurstofunnar fór í loftið í dag. Þetta er fyrsta skrefið í umfangsmiklu verkefni sem snýr að endurnýjun á vefnum og öllu tækniumhverfi vefsins.
Nýi vefurinn fyrir veðurspár er undir slóðinni https://gottvedur.is/. Vefurinn er enn þá í þróun en þegar endurnýjun á núverandi vef líkur munu nýju veðursíðurnar færast á vefslóðina vedur.is.
Í þessum fyrsta áfanga er lögð áhersla á upplýsingar sem flestir sækja daglega, en það eru veðurspár fyrir tiltekinn stað.
Lesa meiraHvöss suðaustanátt verður fram til kvölds með hríðarveðri
víða um land. Á láglendi suðvestantil má búast við slyddu eða rigningu. Það hlýnar
í veðri, hiti verður á bilinu 0-5 stig síðdegis. Undir kvöld snýst í mun hægari
vestanátt með stöku éljum vestantil, og kólnar tímabundið.
Á morgun, föstudag, má búast við suðaustanstormi eða jafnvel roki, auk hláku um allt land. Seinnipartinn eykst vindhraðinn í 18-25 m/s með talsverðri rigningu. Hvassast verður norðvestantil, en úrhellisrigning á Suðausturlandi. Austantil verður veðrið rólegra og þurrt fram til kvölds. Hiti verður á bilinu 5-10 stig annað kvöld.
Lesa meiraSólstólpi verður til þegar sólarljós speglast á efra eða neðra borði ískristalla. Stöplar myndast oftast við speglun á flötum ískristöllum. Langoftast eru kristallarnir í háum blikuskýjum.
Í þessari grein er afar falleg mynd af sólstólpa yfir Barentshafi og tengill á myndir teknar á Íslandi.
Lesa meira