Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðlæg átt, 3-10 m/s. Bjart með köflum og stöku skúrir, en rigning af og til suðaustanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.

Vestlæg eða breytileg átt 3-8 á morgun. Víða lítilsháttar væta og hiti 8 til 13 stig, en þurrt og bjart um landið suðaustanvert með hita að 18 stigum. Vaxandi sunnanátt vestanlands annað kvöld.

Spá gerð 29.07.2024 18:23

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Dregið hefur úr virkni í Mýrdalsjökli - 29.7.2024

Rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega frá því í gær. Jarðskjálftavirkni hefur minnkað á sama tíma og engin merki hafa heldur sést um hlaupóróa undir jöklinum.

GPS mælir sem staðsettur á Austmannsbungu sýndi skýr merki á um breytingar í öskjunni sem sjást þegar um venjubundið jökulhlaup er að ræða. Engar slíkar breytingar sjást lengur.

Lesa meira

Líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi fara vaxandi - 29.7.2024

Uppfært 29. júlí kl. 12:00

Í morgun upp úr klukkan átta mældist aukin smáskjálftavirkni á Sundhnúkgígaröðinni. Virknin stóð yfir í um 50 mínútur og eru að öllum líkindum merki um að þrýstingur sé að aukast í kerfinu.

Ekki mældust marktækar breytingar á aflögun eða borholuþrýstingi samhliða skjálftavirkninni. Sambærilega kvikuhreyfingar hafa mælst í aðdraganda fyrri atburða á svæðinu.

Veðurstofan mun senda frá sér uppfært hættumat í lok dags á morgun, að öllu óbreyttu.


Lesa meira
Svinadalur

Mesta sólarhringsúrkoma sem mælst hefur á landsvísu í júlímánuði mældist í Grundarfirði - 18.7.2024

Um liðna helgi, 13.-14. júlí, var mikið vatnsveður á Vesturlandi. Gul viðvörun var í gildi vegna úrkomu og vinds á Faxaflóa og í Breiðafirði, og var að sama skapi varað við vatnavöxtum og skriðuhættu.

Spár rættust og varð það svo að mikil úrkoma var á Snæfellsnesi og Barðaströnd um liðna helgi. Mesta ákefðin var á laugardeginum og aðfaranótt sunnudags. Í Grundarfirði mældist mesta úrkoman, þ.e. 227 mm af regni sem er mesta úrkoma sem mæld hefur verið á einum sólarhring í Grundarfirði og jafnframt mesta sólarhringsúrkoma sem mæld hefur verið í júlímánuði á landsvísu

Lesa meira

Ragnar Stefánsson jarðsunginn í dag - 10.7.2024

Ragnar Stefánsson fæddist í Reykjavík þann 14. ágúst 1938. Hann lést á Landspítalanum þann 25. júní sl. á 86. aldursári. Alla starfsævi sína var meginverksvið Ragnars fólgið í vöktun á jarðskjálftum og eldgosum, sem og að rannsóknum sem höfðu það að markmiði að draga úr hættu af völdum þessara þátta. Á þessu sviði var hann í forystusveit á alþjóðlegum vettvangi.

Lesa meira

Tíðarfar í júní 2024 - 4.7.2024

Júní var tiltölulega kaldur á landinu öllu, sérstaklega norðaustanlands. Nokkuð langvinnt norðanhret gekk yfir landið í byrjun mánaðar. Óvenjumikið snjóaði á norðanverðu landinu miðað við árstíma sem olli töluverðum vandræðum. Bændur lentu í tjóni, einhvað var um fugladauða og samgöngutruflanir voru á fjallvegum.


Lesa meira
Haettusvaedi_VI_24juni_2024

Mikilvægt að halda áfram þróun á aðferðafræði við gerð hættumats vegna eldgosavár - 28.6.2024

Samkvæmt lögum annast Veðurstofan rauntímavöktun á náttúruvá og skal gefa út viðvaranir og spár um yfirvofandi hættu af völdum m.a. jarðskjálfta, eldgosa og jökulhlaupa. Veðurstofan hefur einnig það hlutverk að vera yfirvöldum til ráðgjafar varðandi forvarnir og viðbrögð við náttúruvá. Hluti af því er að meta reglulega og veita upplýsingar um hættu vegna eldfjallavár líkt og í atburðarrásinni á Reykjanesskaga síðustu ár.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Mistur, Snæfell

Mistur

Mistur samanstendur af þurrum og örsmáum rykögnum, sem eru ósýnilegar hver fyrir sig, en draga þó úr skyggni, sveipa landið hulu og deyfa litbrigði þess. Mistrið er bláleitt séð móti dökkum bakgrunni (fjallablámi) en gulleitt ef það ber við björt ský, jökla eða sólina. Stundum er það upprunnið á heimaslóð sem moldrok úr söndum landsins og er sandgult eða grábrúnleitt verði það mjög þétt. Hingað berst einnig mistur frá Evrópu, það er að jafnaði bláleitara en það innlenda.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica