Ríflega 2500 jarðskjálftar voru staðsettir í janúar með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands. Flestir skjálftanna áttu upptök í Öxarfirði en þar mældust rúmlega 1400 skjálftar, sá stærsti var 3,7 að stærð og fannst hann við Kópasker, í Þistilfirði og í Reykjahverfi í Norðurþingi. Í Bárðarbunguöskjunni mældust sjö skjálftar yfir 3 að stærð og var sá stærsti 3,6 stig. Fremur rólegt var í Mýrdalsjökli.
Lesa meiraÁ jökulskerinu Kistu sem skagar út úr Bárðarbungu er GPS mælistöð. Reynt er að tryggja eftir fremsta megni rekstur stöðvarinnar á veturna.
Þessi stöð sýnir áberandi færslur út frá Bárðarbungu um þessar mundir.
Við eldfjallavöktun eins og á Vatnajökli geta aðgengi og aðstæður verið mjög erfiðar. Engin leið er að ferja búnað upp á jökulskerið þannig að öryggi starfsmanna sé tryggt án aðkomu Landhelgisgæslunnar.
Í vikunni verða haldnir hérlendis tveir viðamiklir fundir í FUTUREVOLC, sem er verkefni um eldfjallavá.
Að loknum ársfundi verður haldin kynningarfundur með hagsmunaaðilum svo sem almannavörnum, lögreglu, flugrekstraraðilum og stofnunum er sinna mengunarvöktun.
FUTUREVOLC hófst 2012. Samhent átak sá til þess að markmið verkefnisins náðust og náttúran sjálf lét ekki sitt eftir liggja. Á Íslandi urðu ný mælitæki til þess að nýliðnir náttúruatburðir eru svo vel skráðir að þess eru fá ef nokkur dæmi annarsstaðar í heiminum.
Tæplega 2500 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands. Mesta skjálftavirknin er líkt og undanfarna mánuði við Bárðarbungu og í ganginum undir Dyngjujökli. Tvær skjálftahrinur urðu á Reykjaneshrygg og þar urðu einnig tveir stærstu skjálftar mánaðarins 3,9 að stærð.
Um 2200 jarðskjálftar voru staðsettir í maí með SIL jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands. Mesti fjöldi skjálfta mælist enn með upptök í ganginum undir Dyngjujökli og við öskju Bárðarbungu. Mesta skjálftahrina sem mældist varð við Kleifarvatn í lok mánaðarins. Stærsti skjálftinn var um fjögur stig að stærð og varð hans víða vart.
Lesa meiraRúmlega 2200 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í mars, heldur fleiri en mánuðinn á undan. Skjálftum fækkaði við Bárðarbungu en fjölgaði í ganginum milli mánaða. Stærsti skjálftinn var 3,5 að stærð og var hann á Reykjaneshrygg.
Lesa meiraUndanfarnar vikur hafa gufubólstrar sést stíga frá Holuhrauni en eldgosinu lauk 27. febrúar síðastliðinn og engin merki eru um að nýtt gos sé hafið. Vatnsflaumur á Flæðunum eykst aftur á móti mjög um þessar mundir. Vatnið kemst í snertingu við norðausturjaðar Holuhrauns og veldur þessari bólstramyndun. Gufubólstrar sjást einnig á gígasvæðinu en þar streymir að leysingavatn undan vestanverðum Dyngjujökli. Líklegt er að gufubólstrar sem þessir muni sjást áfram.
Lesa meiraÍ apríl mældust yfir 2000 jarðskjálftar með SIL skjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands. Flestir skjálftar áttu upptök í ganginum sem myndaðist í umbrotunum við Bárðarbungu. Vel á sjöunda hundrað skjálftar mældust þar, en hægt dregur úr virkninni.
Tæplega 2000 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofunnar í febrúar, mun færri en mánuðinn á undan. Skjálftum fækkaði frá janúar við Bárðarbungu, en fjölgaði í kvikuganginum. Stærsti skjálftinn var 4,9 við Bárðarbungu. Skjálftaröð varð í Öxarfirði.
Lesa meiraTæplega 3100 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofunnar í janúar þar af yfir 1600 við Bárðarbungu og rúmlega 400 í kvikuganginum. Stærsti skjálftinn var M5,1, við Bárðarbungu, og var það sá eini sem var yfir fimm stigum í mánuðinum. Undir lok mánaðarins varð jarðskjálfti sunnan Hafnarfjarðar sem fannst í nágrenninu.
Lesa meira