Fréttatilkynning vegna dómanna í l'Aquila á Ítalíu
Alþjóðleg samtök um jarðskjálftafræði og innri gerð jarðar, IASPEI (International Association of Seismology and Physics of the Earth's Interior), hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna dómanna yfir jarðskjálftafræðingum í l'Aquila á Ítalíu.
Evrópska jarðskjálftaráðið, ESC (European Seismological Commission), hefur hvatt fulltrúa sína í þeim löndum sem eiga aðild að ráðinu til að koma fréttatilkynningunni á framfæri í sínu landi.
Fréttatilkynningin (pdf 0,11 mb) sem hér má skoða er með stuðningsyfirlýsingu frá ESC.
Fréttatilkynninguna má einnig sjá á vef IASPEI. Samtökin segjast hafa miklar áhyggjur af dóminum þar sem sjö jarðskjálftafræðingar voru sakfelldir fyrir að hafa ekki varað við jarðskjálfta í l'Aquila á Ítalíu apríl 2009 en þar létust yfir þrjú hundruð manns. Samtökin segja þá hafa unnið lengi og ötullega að því að minnka áhættu vegna jarðhræringa og að nú verði að þróa réttan farveg fyrir samskipti milli vísindamanna, ráðamanna og samfélags.