Hraunflæðilíkön eldgosa í Holuhrauni
Sviðsmyndir af eldgosum
Gosin í Holuhrauni sem hófust 31. ágúst 2014
Hér er innfellt myndskeið af hraunflæðilíkani á viðmiðunarkeyrslu frá 5. september.
Hraunflæðilíkan: Holuhraun til 5. september 2014.
Fleiri líkankeyrslur af hraunflæðinu
Nauðsynlegt að nota tengla til að fá stækkaða mynd.
Gos á viðmiðunarkeyrslu frá 6. september.
Gos á viðmiðunarkeyrslu frá 5. september.
Gos á viðmiðunarkeyrslu frá 3. september. Ferlið miðað við 3. september, myndskeið.
Gos á viðmiðunarkeyrslu frá 1. september:
Örgosið 29. ágúst 2014
Þrjár mismunandi líkankeyrslur af hraunflæði voru bornar saman við ratsjármynd sem tekin var í TF-SIF föstudaginn 29. ágúst 2014. Litirnir svartur, brúnn, rauðbrúnn, appelsínugulur og gulur eru notaðir til að sýna aukin líkindi á hraunflæðiþekju. Gulir hringir tákna gosop, gul lína táknar gossprungu.
a) Fyrsta keyrslan er miðuð við stórt gos á 1 km langri sprungu, magn um 0,1 km³.
b) Önnur keyrslan er minna gos, magn um 0,01 km³, einnig á sprungu.
c) Þriðja myndin er keyrsla þar sem reynt er að líkja eftir gosinu sem varð aðfaranótt föstudags og er keyrð á fimm aðskilin gosop í röð. Örgosið reyndist aðeins verða 0,0002 km³ að rúmmáli.
d) Fjórða myndin sýnir ratsjármynd sem tekin var í TF-SIF á föstudag (gögn frá Landhelgisgæslunni og Jarðvísindastofnun Háskólans).
Sérfræðingar: Simone Tarquini og Mattia de' Michieli Vitturi, INGV (Pisa), og Sara Barsotti og Esther Hlíðar Jensen, Veðurstofu Íslands. Myndirnar þarf að skoða stærri, sjá líkankeyrslur af hraunflæði (pdf 0,6 Mb).