Íslensk eldfjöll
GPS-landmælingatæki.

GPS-mælingar

Veðurstofa Íslands rekur net símælandi GPS landmælingatækja víða um landið til þess að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum tengdum landreki, eldfjöllum og jarðskjálftum.

Með GPS landmælingatækjum og sérhæfðum hugbúnaði er hægt að mæla daglega staðsetningu stöðva með nákvæmni innan við 5 mm. Símælandi GPS landmælingastöðvar gefa því góða mynd af hvernig jarskorpuhreyfingar þróast með tíma og stöðvarnar henta vel til eftirlits með hreyfingum jarðskorpunnar.

Samfelldar GPS mælingar hófust á Íslandi árið 1995 þegar fyrsta stöðin var sett upp í Reykjavík. Veðurstofa Íslands hóf þátttöku í mælingunum árið 1999 í samvinnu við Norrænu eldfjallastöðina og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Þá voru fjórar stöðvar settar upp á Hengilssvæðinu. Nú eru á þriðja tug stöðva í rekstri víða um landið.

Skammstöfunin GPS stendur fyrir Global Positioning System sem er kerfi gervitungla á braut um jörðu og er það rekið af bandaríska hernum.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica