Íslensk eldfjöll
Mýrdalsjökull og Katla
Mýrdalsjökull og Katla í júlí 2008.

GPS stöðin á Mýrdalsjökli

Veðurstofa Íslands rekur net símælandi GPS landmælingatækja víða um landið til að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum tengdum landreki, eldfjöllum og jarðskjálftum.

Með GPS landmælingatækjum og sérhæfðum hugbúnaði er hægt að mæla daglega staðsetningu stöðva með nákvæmni innan við 5 mm. Símælandi GPS landmælingastöðvar gefa því góða mynd af hvernig jarskorpuhreyfingar þróast með tíma og stöðvarnar henta vel til eftirlits með hreyfingum jarðskorpunnar.

Sérhæfður vefur á vegum Veðurstofunnar geymir almennar upplýsingar um GPS mælingarnar og stöðvarnar (vefurinn er í vinnslu).

Vinnuferð haustið 2012

Uppi á Mýrdalsjökli, nánar tiltekið í Kötlu, eru margir þekktir sigkatlar. Í vinnuferð hinn 18. október 2012 var flogið að Austmannsbungu og sigkatli nr. 16 og lent þar nærri.

Þorsteinn Jónsson frá Jarðvísindastofnun Háskólans og Björn Oddsson frá Almannavörnum mættu ásamt Benedikt G. Ófeigssyni og Martin Hensch, starfsmönum Veðurstofu Íslands til að sinna GPS tækjabúnaðinum. Mikil ísing var á búnaðinum eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Sigketill í Kötlu
Sigketill nr. 16 í Kötlu hinn 18. október 2012. Til hægri má sjá grilla í starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans og Almannavarna. Myndin er tekin úr þyrlu LHG, TF-LÍF. Ljósmynd: Benedikt G. Ófeigsson.


Sigketillinn
Sigketill nr. 16 í Kötlu hinn 18. október 2012, horft er í suðaustur úr þyrlunni.
Ljósmynd: Benedikt G. Ófeigsson.


TF-LÍF
TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, við Austmannsbungu á Mýrdalsjökli hinn 18. október 2012. Ljósmynd: Benedikt G. Ófeigsson.


GPS stöðin
GPS-stöðin á Austmannsbungu á Mýrdalsjökli hinn 18. október 2012 kl. 13:45.
Ljósmynd: Martin Hensch.
GPS loftnetið
Ísing á GPS-loftnetinu á Austmannsbungu. Ljósmynd: Benedikt G. Ófeigsson.

Eldra efni um GPS

Ámóta vinnuferð haustið 2011 fólst í uppsetningu tækja.

Í eldri fróðleiksgrein er saga GPS mælinga á Íslandi kynnt stuttlega.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica