Suðvestan 18-23 m/s og skúrir. Bjartviðri norðaustantil.
Minnkandi suðvestanátt á morgun, 10-18 m/s síðdegis. Bjart með köflum, en stöku skúrir á vestanverðu landinu. Hiti 3 til 7 stig.
Spá gerð 12.11.2024 18:22
Sunnan hvassviðri eða stormur og snarpar vindhviður við fjöll. Sjá gular viðvaranir.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 12.11.2024 18:22
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
3,1 | 11. nóv. 16:45:41 | Yfirfarinn | 10,9 km VSV af Kópaskeri |
3,0 | 12. nóv. 00:48:21 | Yfirfarinn | 237,9 km N af Fonti |
2,5 | 12. nóv. 09:11:23 | Yfirfarinn | 33,8 km ASA af Grímsey |
Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð kl. 16:45 í Öxarfirði um 11 km VSV af Kópaskeri. Engar tilkynningar hafa borist Veðurstofu Íslands um að hann hafi fundist í byggð. Jarðskjálftar eru þekkir á þessu svæði.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 11. nóv. 17:01
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Áframhaldandi vætutíð á landinu í dag og á morgun og því má búast við auknu rennsli í ám og lækjum, sérstaklega á Vesturlandi, Vestfjörðum og Snæfellsnesi en einnig á Suðurlandi. Aukin hætta á skriðum og grjóthruni á vestanverðu landinu.
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 12. nóv. 18:39
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | þri. 12. nóv. | mið. 13. nóv. | fim. 14. nóv. |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
|||
Norðanverðir Vestfirðir
|
|||
Tröllaskagi utanverður
|
|||
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
|||
Austfirðir
|
Uppfært 12. nóvember kl. 15:25
Jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni er áfram fremur lítil. Nokkrir skjálftar hafa mælst á hverjum degi, flestir staðsettir á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Undanfarna daga hefur veður þó haft áhrif á næmni jarðskjálftakerfisins.
Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram með nokkuð svipuðum hraða og síðustu vikur. Búið er að leggja mat á það hversu mikið magn af kviku er talið að þurfi til þess að koma af stað næsta atburði. Það magn sem talið er að þurfi að safnast saman er að lágmarki um 23 milljónir rúmmetra. Haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða má gera ráð fyrir að þeim mörkum verði náð í lok nóvember.
Lesa meiraAlþjóðlega jöklarannsóknafélagið hefur gert Helga Björnsson, jöklafræðing og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, að heiðursfélaga í samtökunum fyrir ævistarf sitt við jöklarannsóknir.
Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið er samstarfsvettvangur jöklafræðinga um heim allan og þar starfa flestir íslenskir jöklafræðingar sem m.a. vinna við Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands.
Lesa meiraOktóber var kaldur á landinu öllu. Það var kaldast á norðurhluta landsins en hlýrra sunnanlands. Tíð var þó nokkuð hagstæð, það var óvenjulega hægviðrasamt og úrkoma var undir meðallagi víðast hvar.
Lesa meiraNúverandi losun gróðurhúsalofttegunda
eykur hnattræna hlýnun en gæti leitt til óafturkræfra breytinga á hafstraumum
sem hefðu staðbundna kólnun umhverfis Norður Atlantshafið í för með sér. Í ljósi mögulegra stórfelldra breytinga á hafhringrás í Norður Atlantshafi
skrifaði hópur 44 vísindamanna frá 15 löndum bréf til Norrænu
ráðherranefndarinnar, en afleiðingar þessara breytinga í hafstraumum myndu
líklega bitna af mestum þunga á Norðurlöndum.
September var óvenjukaldur um allt land og þurrari en í meðallagi víðast hvar. Loftþrýstingur var hár í mánuðinum og sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri. Á Austurlandi var hvassara en í meðalári en lygnara á vesturhelmingi landsins.
Lesa meiraNýr jarðskjálftamælir var settur upp nú í lok september í Hítárdal um 5 km NV við Grjótárvatn. Síðan í maí 2021 hafa af og til mælst jarðskjálftar við Grjótárvatn á Vesturlandi. Alls hafa mælst um 360 jarðskjálftar síðan vorið 2021 en mest mældust um 20 skjálftar í mánuði þangað til í ágúst 2024 en þá mældust tæplega 80 skjálftar á svæðinu.
Lesa meiraÍ þessa grein er safnað ljósmyndum af norðurljósum. Nú þegar má sjá myndir frá 2012 - 2015; teknar í Kópavogi, í Rauðhólum austan Reykjavíkur, í Flatey á Breiðafirði og á Sandskeiði.
Lesa meira