Sunnudaginn 13. mars 2022 birtust myndir frá Vestmannaeyjum þar sem að bæjarbúar tóku eftir risa hagli en hver er munurinn á snæhagli og íshagli?
Hagl er yfirleitt flokkað í snæhagl og íshagl, en íshagl er sjaldgæft á Íslandi. Yfirleitt er hagl á Íslandi einungis 2-5 mm að þvermáli, og nær sjaldan yfir 10 mm. Erlendis eru dæmi um yfir 10 cm hagl-klumpa sem geta valdið miklu tjóni á mannvirkjum og uppskeru.
Lesa meiraÞokubogi, eða hvítur regnbogi, líkist hefðbundnum regnboga að því leyti að hann sést við ljósbrot sólgeislunar í dropum í lofti, en í mun minni dropum.
Líkt og fyrir regnboga þarf sólin að skína í bak áhorfandans svo þokubogi myndist en í stað þess að ljósbrotið sé í regndropum, og litir regnbogans birtist áhorfanda, verður ljósbrotið í skýjadropum.
Föstudagskvöldið 27. júlí 2018 rétt um sólarlag mátti sjá myndarlegan regnboga á Suðurlandi, meðal annars í Grímsnesi.
Svo regnbogi sjáist þarf regn að falla í einhverri fjarlægð frá áhorfanda auk þess sem það þarf að vera heiðskírt fyrir ofan og aftan áhorfandann og sólskin skíni bak hans. Regnbogi birtist alltaf andstæðis sólu og miðja hans er í mótsólarpunkti (miðdepli), sem er á sjóndeildarhringi við sólarupprás og sólarlag en annars fyrir neðan hann. Þess vegna er regnboginn því hærri sem sólinn er lægra á lofti.
Lesa meira