Greinar
Ósontæki Veðurstofu Íslands, Dobson 50.
Ósontæki Veðurstofu Íslands yfirfarið.

Óson á norðlægum slóðum

Barði Þorkelsson 30.3.2009


Heildarmagn ósons í lofthjúpnum á norðlægum breiddargráðum er mjög breytilegt eftir árstíma. Því veldur einkum mismikið aðstreymi ósons í háloftunum frá svæðunum kringum miðbaug þar sem myndun þess á sér að mestu leyti stað.

Mest er ósonmagnið síðla vetrar, nánar tiltekið eftir miðjan mars, en minnkar síðan jafnt og þétt er líður fram á vor og sumar og allt fram í október-nóvember og hefur þá minnkað um 25-30%. Síðan tekur það að aukast lítillega uns verulegur vöxtur kemur í það í febrúar og áfram fram yfir miðjan mars.

Frávik frá meðaltali, jákvæð eða neikvæð, eru að jafnaði mest á tímabilinu frá febrúar og fram í apríl þar sem þá er aðstreymi ósons frá miðbaug mest og breytileiki þess mikill frá degi til dags vegna lægðagangs og umhleypingasams veðurfars.

Úr aðstreyminu dregur þegar vorar og í enn ríkari mæli þegar kemur fram á sumar. Veður gerast þá ennfremur stöðugri og gæflyndari svo að frávikin verða mun minni. Þrátt fyrir haust- og vetrarkomuna, með tilheyrandi vályndari veðrum á ný, aukast þau lítið þar sem aðstreymi ósons er þá í lágmarki.









Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica