Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris, þó hægt hafi örlítið á því á undanförnum vikum. Kvikusöfnun heldur því áfram og er magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi orðið meira en það var fyrir gosið sem hófst 20. Nóvember. Áfram eru auknar líkur á að næsti atburður hefjist innan nokkurra daga eða vikna.
Jarðskjálftavirkni á svæðinu heldur áfram að fara hægt vaxandi síðan í janúar.
Lesa meiraMyndmælingarteymi Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands flugu yfir gosstöðvar þann 13. desember. Mæligögn úr fluginu sýna að hraunbreiðan sem að myndaðist í síðasta eldgosi frá 20. nóvember til 9. desember var 49,3 milljón m3 og 9,0 km2 að flatarmáli. Þykkasti hluti hraunbreiðunnar mældist við gíginn og varnargarða við Bláa lónið en meðalþykkt hraunbreiðunnar var 5,5 metrar.
Lesa meiraMerki um landris á
Reykjanesskaga mældust fljótlega eftir að eldgosinu við Litla Hrút lauk í
byrjun ágúst í sumar. Landrisið er á
svipuðum slóðum og það var fyrir gosið 10. júlí sem stóð yfir í um 4 vikur. Nýjustu GPS
mælingar gefa nú vísbendingar um hröðun á landrisinu.