Fréttir og viðvaranir

Engin virkni í eldgosinu. Áfram skjálftavirkni á kvikuganginum. - 1.4.2025

Uppfært kl. 21:40

Af vefmyndavélum að dæma er enga gosvirkni að sjá á sprungunni sem opnaðist í morgun rétt norður af Grindavík. Áfram mælist þó skjálftavirkni og aflögun vegna kvikuhreyfinga á norðaustur enda kvikugangsins sem myndaðist í dag.   Á meðan áfram mælist skjálftavirkni og aflögun í kvikuganginum þarf að reikna með að ný gossprunga gæti opnast..

Lesa meira

Áfram þarf að reikna með nýju eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni - 25.3.2025

Uppfært 25. mars kl. 14:15

Aflögunarmælingar (GPS) sýna að kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram, þó svo að hraði landriss hafi minnkað lítillega síðustu vikur. Þrátt fyrir hægara landris er áfram talið líklegt að kvikuhlaup og/eða eldgos verði á Sundhnúksgígaröðinni.

Lesa meira

Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða - 19.12.2024

Uppfært 19. desember kl. 11:50

Myndmælingarteymi Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands flugu yfir gosstöðvar þann 13. desember. Mæligögn úr fluginu sýna að hraunbreiðan sem að myndaðist í síðasta eldgosi frá 20. nóvember til 9. desember var 49,3 milljón m3 og 9,0 km2 að flatarmáli. Þykkasti hluti hraunbreiðunnar mældist við gíginn og varnargarða við Bláa lónið en meðalþykkt hraunbreiðunnar var 5,5 metrar.

Lesa meira

Eldgos hafið á Sundhnúksgígaröðinni - 20.11.2024

Tveir gígar

Uppfært 20. nóvember kl. 23:25

Eldgos hafið á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica