Fréttir og viðvaranir

Talsverð óvissa um tímasetningu á næsta mögulega gosi á Sundhnúksgígaröðinni - 4.9.2025

Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram og nú er talið að safnast hafi 6–7 milljón rúmmetrar af kviku frá síðasta gosi. Óvissan er þó mikil, þar sem bæði magn kviku og lengd kvikusöfnunartímabila hafa verið breytileg í fyrri gosum. Vöktun og viðbragð miðast við að gos geti hafist hvenær sem er og fyrirvarinn gæti orðið mjög stuttur. Nýtt hættumat gildir til 16. september og er áfram talin nokkur hætta á og við nýju hraunbreiðuna. Lesa meira

Níunda gosinu á Sundhnúksgígaröðinni lokið - 5.8.2025

Uppfært 5. ágúst

Eldgosinu sem hófst 16. júlí á Sundhnúksgígaröðinni er nú formlega lokið og nýtt hættumatskort hefur verið gefið út. Þrátt fyrir goslok eru áfram lífshættulegar aðstæður á svæðinu vegna óstöðugs hrauns og mögulegrar gasmengunar. Landris er hafið á ný og kvikustreymi undir Svartsengi heldur áfram.

Lesa meira

Áframhaldandi landris í Svartsengi - 15.7.2025

Uppfært 15. júlí 2025 

Landris og jarðskjálftavirkni í Svartsengi halda áfram og hafa verið stöðug síðustu vikur. Um 10 smáskjálftar mælast að jafnaði á dag, flestir norðan við Grindavík og suður af Stóra Skógfelli. Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram.

Ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til að endurskoða hættumat. Ef kvikusöfnun heldur áfram gætu líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu.


Lesa meira

Landris heldur áfram í Svartsengi - 8.4.2025

Uppfært 8. apríl kl. 15:10

Aflögunargögn sýna skýrt merki um að landris haldi áfram undir Svartsengi. Landris mælist nú hraðara en eftir síðustu eldgos. Það gæti skýrst af því hversu mikið rúmmál kviku fór úr kerfinu í þessum síðasta atburði.

Hins vegar er enn of snemmt að segja til um áframhaldandi þróun á hraða kvikusöfnunarinnar. Reynsla frá fyrri atburðum sýnir þó að hraði kvikusöfnunar minnkar yfirleitt eftir því sem líður á kvikusöfnunartímabilið milli gosa. Bíða þarf í allavega viku, mögulega nokkrar vikur, til að segja til um hvort og þá hversu mikið hraði kvikusöfnunar mun breytast.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica