Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Sunnan 10-18 m/s og rigning eða súld með köflum, en léttskýjað á Norðausturlandi. Hiti 4 til 7 stig. Dregur úr vindi í kvöld og kólnar á Vestfjörðum.

Austlæg átt 3-10 á morgun. Dálítil rigning eða súld en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti 2 til 6 stig. Fer að hvessa annað kvöld.
Spá gerð: 10.02.2025 04:09. Gildir til: 11.02.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Austan 10-18 m/s sunnanlands, dálítil væta og hiti 3 til 7 stig. Hægari vindur um landið norðanvert, þurrt að mestu og heldur svalara.

Á fimmtudag:
Austan og suðaustan 8-15 og væta með köflum, en 13-20 sunnanlands fram eftir degi. Yfirleitt þurrt á Norðurlandi. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Austan 8-18, hvassast syðst. Rigning með köflum og hiti 2 til 7 stig, en lengst af þurrt um landið norðanvert með hita kringum frostmark.

Á laugardag:
Austlæg átt og dálítil rigning eða slydda, en bjart að mestu um landið vestanvert. Heldur hlýnandi.

Á sunnudag:
Austan- og norðaustanátt og rigning eða slydda með köflum. Hiti 0 til 6 stig.
Spá gerð: 10.02.2025 08:31. Gildir til: 17.02.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag verður sunnan 10-18 m/s. Rigning eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu og talsverð úrkoma norðvestanlands. Það hefur verið ansi vætusamt þar. Síðan á hádegi í gær hefur til dæmis mælst 140 mm úrkoma í Grundarfirði og 55 mm í Ólafsvík. Vegna úrhellisrigningar hefur gula viðvörun verið gefin út fyrir Breiðafjörð. Á norðausturlandi hins vegar er spáð þurrviðri. Hiti 4 til 7 stig. Dregur úr vindi í kvöld og frystir á Vestfjörðum.

Á morgun verður austlæg átt 5-10 m/s. Dálítil rigning eða súld öðru hverju í flestum landshlutum, en lengst af þurrt norðanlands. Hiti 2 til 6 stig. Fer að hvessa um kvoldið.

Á miðvikudag verður austan og suðaustan 10-18 m/s, hvassast í vindstrengjum við fjöll suðvestantil. Lítilsháttar væta um landið sunnan- og austanvert landið, en léttir til fyrir norðan og vestan. Hiti 2 til 6 stig, en víða nálægt frostmarki norðaustanlands og á Vestfjörðum.
Spá gerð: 10.02.2025 05:34. Gildir til: 11.02.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica