Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðaustan 10-18 m/s og dálítil væta, en hægari og þurrt að kalla norðan- og austanlands.

Suðaustan 5-13 á morgun, en 13-20 á Suðvestur- og Vesturlandi fram eftir morgni. Rigning eða súld með köflum, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast norðantil.
Spá gerð: 08.11.2024 21:24. Gildir til: 10.11.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og rigning eða súld með köflum, en gengur í vestan 10-18 síðdegis með skúrum. Hiti 3 til 8 stig.

Á mánudag:
Gengur í sunnan 10-18 með rigningu eða súld, en úrkomulítið norðaustantil. Hlýnar í veðri.

Á þriðjudag:
Hvöss sunnanátt og súld eða rigning, en þurrt um landið norðaustanvert. Suðvestlægari undir kvöld, fyrst vestantil. Hlýtt í veðri.

Á miðvikudag:
Vestan- og suðvestanátt og styttir upp víðast hvar. Hiti 2 til 8 stig.

Á fimmtudag:
Suðvestanátt og rigning, en lengst af þurrt fyrir austan. Hlýnar aftur.

Á föstudag:
Mun kaldari vestanátt með dálitlum éljum en þurrt suðaustan- og austantil. Hiti um og undir frostmarki, en mildara syðst.
Spá gerð: 08.11.2024 20:05. Gildir til: 15.11.2024 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Það hefur verið tíðindalítið veður í dag eftir illviðri gærdagsins, suðaustan kaldi eða strekkingur og sums staðar dálítil væta, en hægari og bjart að mestu norðan- og austanlands.

Í nótt kemur lægðardrag inn á Grænlandshaf og það bætir í vind á Suðvestur- og Vesturlandi, suðaustan 10-18 m/s þar í fyrramálið og rigning eða súld með köflum, en hvassviðri eða stormur um tíma á norðanverðu Snæfellsnesi. Það dregur úr vindi á þessum slóðum þegar líður á morguninn.
Í öðrum landshlutum verður fremur rólegt veður á morgun, rigning eða súld á Suðausturlandi og Austfjörðum annars úrkomulítið. Hiti 5 til 13 stig.

Eftir hádegi á sunnudag gengur svo í vestan 10-18 m/s með skúrum, en þá styttir smám saman upp á Austurlandi. Heldur kólnandi.
Spá gerð: 08.11.2024 15:58. Gildir til: 09.11.2024 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica