Vestan og suðvestan 5-13 m/s og dálítil væta í nótt, en bjart með köflum á morgun. Hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 10.03.2025 21:25. Gildir til: 12.03.2025 00:00.
Á miðvikudag:
Norðvestlæg átt, 5-13 m/s, hvassast úti við sjávarsíðuna. Skýjað að mestu, en yfirleitt bjart suðaustantil. Hiti 1 til 9 stig að deginum, mildast syðst.
Á fimmtudag:
Norðvestan 8-13 m/s við suðurströndina, en annars hæg breytileg átt. Dálítil él norðaustantil, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Heldur svalara í bili.
Á föstudag:
Suðvestan 8-15 m/s og sums staðar dálítil væta, einkum vestantil, en að mestu bjart austanlands. Hiti 1 til 6 stig.
Á laugardag:
Suðvestanátt með dálítilli vætu um landið vestanvert, en yfirleitt bjart um landið norðaustanvert. Milt um land allt.
Á sunnudag:
Sunnanátt og væta af og til vestast, annars þurrt og bjart veður austantil. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Útlit fyrir suðvestanátt en annars svipað veður áfram.
Spá gerð: 10.03.2025 20:05. Gildir til: 17.03.2025 12:00.