Norðaustanátt á morgun, víða 13-18. Lítilsháttar él og vægt frost.
Spá gerð: 26.11.2025 21:37. Gildir til: 28.11.2025 00:00.
Á föstudag:
Norðan 8-13 m/s, en 13-18 austanlands. Él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost víða 3 til 8 stig. Lægir smám saman síðdegis og syttir upp um kvöldið og herðir á frosti.
Á laugardag:
Breytileg átt 3-8, víða bjart í veðri og talsvert frost. Austan 5-10 og snjókoma með köflum á Suðausturlandi og Suðurlandi eftir hádegi.
Á sunnudag:
Gengur í austan 8-13, en 13-18 með suðurströndinni. Snjókoma eða slydda með köflum, en úrkomulítið vestan- og norðanlands. Frostlaust syðst á landinu, annars frost 0 til 8 stig.
Á mánudag (fullveldisdagurinn):
Austan og norðaustan 8-15 m/s. Él á austanverðu landinu, slydda eða rigning sunnanlands, en þurrt að kalla á Vestur- og Norðurlandi. Hiti kringum frostmark.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustanátt með dálitlum éljum norðaustan- og austanlands, en léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Frost víða 0 til 4 stig.
Spá gerð: 26.11.2025 21:11. Gildir til: 03.12.2025 12:00.