Norðaustan 8-15 og stöku él í fyrramálið, en birtir til á morgun. 3-10 annað kvöld. Hiti í kringum frostmark.
Spá gerð: 16.11.2025 21:50. Gildir til: 18.11.2025 00:00.
Á þriðjudag:
Norðlæg átt, 8-15 m/s og dálítil él austan- og vestanlands, en yfirleitt mun hægara og bjart í öðrum landshlutum. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Á miðvikudag:
Hægviðri, víða bjart og talsvert frost, en dálítil él á norðanverðu landinu. Gengur í suðaustankalda og þykknar upp á vestanverðu landinu um kvöldið og hlýnar þar lítillega.
Á fimmtudag:
Sunnan- og suðvestanstrekkingur með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu víða um land, einkum þó syðra. Hlýnandi veður.
Á föstudag:
Líkur á suðlægum áttum og dálitla rigningu eða slyddu, einkum um vestanvert landið, en síðar snjókomu og heldur kólnandi veður.
Á laugardag:
Útlit fyrir fremur hæg norðlæg eða breytileg átt, en norðaustan kaldi norðvestantil. Snjókoma eða él nyrst, en rigning eða slydda á Suðvesturlandi. Annars úrkomulaust að mestu og fremur svalt.
Á sunnudag:
Útlit fyrir áframhaldandi kalda eða strekking norðvestantil, en annars hæglætisveður. Víða úrkomulítið, en snjókoma eða él sunnan- og norðvestantil. Kólnar heldur.
Spá gerð: 16.11.2025 20:35. Gildir til: 23.11.2025 12:00.