Suðaustan 8-15 og þurrt, en 10-18 með rigningu í fyrramálið. Dregur heldur úr vindi þegar líður á morgundaginn. Hiti 1 til 4 stig í nótt, en 4 til 7 stig á morgun.
Spá gerð: 17.01.2026 21:28. Gildir til: 19.01.2026 00:00.
Á mánudag:
Suðaustlæg átt 8-15 m/s, en mun hægari suðvestan- og vestanlands framan af degi. Lægir norðaustanlands síðdegis. Rigning eða skúrir, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 2 til 8 stig.
Á þriðjudag:
Suðaustlæg átt 5-13 og él eða skúrir, hiti 0 til 5 stig. Yfirleitt þurrt á norðanverðu landinu, frost 0 til 7 stig. Fer að snjóa fyrir austan seinnipartinn, en styttir upp vestanlands.
Á miðvikudag:
Vaxandi austanátt, 10-18 m/s síðdegis. Víða rigning, en úrkomuminna vestan- og norðanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld, en frost 0 til 8 stig norðvestantil.
Á fimmtudag:
Ákveðin austanátt með rigningu eða slyddu sunnantil, en annars úrkomulítið. Hiti 2 til 7 stig.
Á föstudag:
Austlæg átt og rigning eða snjókoma sunnan- og austantil, en annars lengst af þurrt. Kólnar í veðri, frost 0 til 6 stig undir kvöld, en allt að 5 stigum sunnan- og suðvestanlands.
Á laugardag:
Útlit fyrir austlæga átt. Dálítil rigning eða snjókoma á sunnan- og austanverðu landinu, en bjart með köflum norðan- og vestantil. Frost 2 til 8 stig, en frostlaust við suðurströndina.
Spá gerð: 17.01.2026 20:53. Gildir til: 24.01.2026 12:00.