Minnkandi suðvestanátt og skúrir eða él. Kólnar í veðri. Suðaustan og austan 3-10 m/s á morgun, él og hiti um frostmark. Austan 13-20 annað kvöld og hlýnar með rigningu eða snjókomu, hvassast syðst, en hægari undir miðnætti.
Spá gerð: 01.02.2025 21:52. Gildir til: 03.02.2025 00:00.
Á mánudag:
Sunnan 18-25 m/s austanlands, en breytileg átt 10-18 vestantil. Rigning eða slydda og hiti 2 til 8 stig. Suðvestan og vestan 15-25 síðdegis og kólnar smám saman með snjókomu eða éljum, en yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert.
Á þriðjudag:
Suðvestan 10-18 og éljagangur, en bjart að mestu um landið norðaustanvert. Vægt frost. Bætir í vind um kvöldið.
Á miðvikudag:
Suðvestan 10-18 og él, en áfram þurrt norðaustanlands. Hvessir seinnipartinn og hlýnar með rigningu eða slyddu, víða hvassviðri eða stormur um kvöldið.
Á fimmtudag:
Sunnan stormur eða rok um morguninn og talsverð rigning. Dregur síðan úr vindi og úrkomu, suðvestan 13-20 síðdegis og él, en þurrt um landið norðaustanvert. Kólnar smám saman.
Á föstudag:
Suðvestanátt og él, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Vægt frost.
Á laugardag:
Vaxandi suðvestanátt og hlýnar með rigningu eða slyddu, en þurrt að mestu norðaustantil.
Spá gerð: 01.02.2025 20:57. Gildir til: 08.02.2025 12:00.