Hæg vestlæg eða breytileg átt og dálítil él, en suðaustan 8-13 m/s og fer að snjóa seint í kvöld. Frost 0 til 8 stig. Suðaustan 15-23 og slydda eða rigning í fyrramálið og hiti 2 til 7 stig, en snýst í suðvestan 8-15 og skúrir undir hádegi, 10-18 og slydduél seinnipartinn og kólnar.
Spá gerð: 22.12.2024 09:34. Gildir til: 24.12.2024 00:00.
Á þriðjudag (aðfangadagur jóla):
Suðvestan 8-15 m/s og él, en snjókoma eða slydda um tíma sunnan- og vestanlands og hvessir með kvöldinu. Hægara og úrkomulítið norðaustantil. Vægt frost víða um land, en frostlaust með suðurströndinni.
Á miðvikudag (jóladagur):
Suðvestan 15-23 m/s og éljagangur, en hægara og úrkomulítið norðaustantil. Frost víða 1 til 6 stig.
Á fimmtudag (annar í jólum):
Stíf suðvestlæg átt með snjókomu eða éljum víða á landinu, en bjart með köflum norðaustanlands. Frost víða 0 til 5 stig.
Á föstudag:
Fremur hæg suðvestlæg átt og él, norðaustanstrekkingur með snjókomu norðvestantil. Kólnandi veður.
Á laugardag:
Útlit fyrir norðlæga eða breytileg átt með dálitlum éljum víða um land. Kalt í veðri.
Spá gerð: 22.12.2024 08:12. Gildir til: 29.12.2024 12:00.