Norðvestan 13-20 og bjart með köflum, hvassast í vindstrengjum við fjöll. Lægir í fyrramálið, en þykknar upp annað kvöld. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 21.12.2024 21:34. Gildir til: 23.12.2024 00:00.
Á mánudag (Þorláksmessa):
Suðaustan 15-23 m/s og rigning eða slydda, hiti 2 til 7 stig. Snýst í suðvestan 13-20 með skúrum og síðar éljum og kólnar, fyrst suðvestantil. Styttir upp fyrir austan.
Á þriðjudag (aðfangadagur jóla):
Suðvestan 8-15 m/s og él, en snjókoma eða slydda um tíma síðdegis sunnan- og vestanlands og hvessir með kvöldinu. Hægara og úrkomulítið norðaustantil. Vægt frost víða um land, en frostlaust með suðurströndinni.
Á miðvikudag (jóladagur):
Suðvestan hvassviðri eða stormur og éljagangur, en þurrt að mestu norðaustantil. Frost víða 0 til 6 stig.
Á fimmtudag (annar í jólum) og föstudag:
Suðvestlæg átt með snjókomu eða éljum víða á landinu, en bjart með köflum norðaustanlands. Frost 2 til 7 stig, en nálægt frostmarki við suður- og austurströndina.
Á laugardag:
Útlit fyrir suðlæga eða breytileg átt. Dálítil él sunnan- og vestantil en bjart á Norðausturlandi. Frost 4 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Spá gerð: 21.12.2024 20:52. Gildir til: 28.12.2024 12:00.