Norðaustan 8-15 m/s, skýjað og þurrt að kalla, en austan 13-18 og él austantil. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 30.11.2025 21:43. Gildir til: 02.12.2025 00:00.
Á þriðjudag:
Norðaustan 5-13 m/s, hvassast suðaustanlands. Snjókoma eða slydda á austanverðu landinu og sums staðar rigning við ströndina, dálítil él norðvestanlands, en annars yfirleitt þurrt. Frost 0 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðaustan 5-13 m/s og él, en yfirleitt léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost víða 0 til 5 stig.
Á föstudag:
Norðlæg átt og lítilsháttar él, en bjart með köflum sunnan heiða. Bætir í ofankomu um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Norðlæg átt og dálítil snjókoma, en léttskýjað sunnantil. Kólnar heldur.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með él, en skýjað með köflum og þurrtu á sunnanverðu landinu.
Spá gerð: 30.11.2025 21:25. Gildir til: 07.12.2025 12:00.