Suðaustan 15-23 og rigning með köflum, hiti 5 til 11 stig. Sunnan 18-28 í fyrramálið, en 10-18 og skúrir eða él um hádegi á morgun. Kólnar í veðri. Bætir heldur í vind seint annað kvöld.
Spá gerð: 31.01.2025 21:59. Gildir til: 02.02.2025 00:00.
Á sunnudag:
Suðaustan og sunnan 5-13 m/s og él, en úrkomulítið norðanlands. Hiti um eða undir frostmarki. Vaxandi austanátt um kvöldið með snjókomu eða rigningu sunnan- og austantil.
Á mánudag:
Gengur í sunnan og suðvestan 15-25, hvassast vestantil. Víða rigning eða slydda um morguninn og hiti 0 til 6 stig. Kólnar síðan með snjókomu eða éljum, en styttir upp um landið norðaustanvert.
Á þriðjudag:
Suðvestan 15-23 og snjókoma eða él, en úrkomulítið norðaustanlands. Víða vægt frost.
Á miðvikudag:
Ákveðin suðvestanátt og él. Hlýnar eftir hádegi með rigningu eða slyddu, en snjókomu um tíma norðanlands.
Á fimmtudag:
Hlý sunnanátt og rigning, en kaldara og slydda eða snjókoma á Norðvestur- og Vesturlandi.
Á föstudag:
Suðvestanátt og él, en úrkomulítið austanlands. Svalt í veðri.
Spá gerð: 31.01.2025 20:46. Gildir til: 07.02.2025 12:00.