Hæg suðlæg eða breytileg átt og stöku skúrir eða él, en vestan 8-13 m/s á morgun. Hægari suðvestlæg átt og styttir upp annað kvöld. Hiti 4 til 9 stig yfir daginn.
Spá gerð: 06.10.2025 09:30. Gildir til: 08.10.2025 00:00.
Á miðvikudag:
Gengur í vestan 13-23 m/s með rigningu víða um land, hvassast syðst, en skúrum eða slydduéljum seinnipartinn og styttir þá upp suðaustanlands. Hiti 3 til 10 stig.
Á fimmtudag:
Suðvestan 8-15 m/s og fer að rigna sunnan- og vestanlands, en skýjað með köflum norðaustantil. Heldur hlýnandi veður.
Á föstudag:
Ákveðin suðvestanátt og víða vætusamt, en þurrt að kalla fyrir austan. Milt í veðri.
Á laugardag og sunnudag:
Hlý suðlæg átt og súld eða dálítil rigning, en þurrt að mestu á Norður- og Austurlandi.
Spá gerð: 06.10.2025 08:18. Gildir til: 13.10.2025 12:00.