Vestlæg átt 10-18 í fyrramálið og él, hvassast á annesjum. Suðlæg átt 5-13 eftir hádegi á morgun og dregur úr ofankomu, en lægir annað kvöld. Frost 1 til 8 stig yfir daginn.
Spá gerð: 29.10.2025 21:39. Gildir til: 31.10.2025 00:00.
Á föstudag:
Gengur í norðaustan 13-20 m/s, en 20-28 suðaustanlands fram eftir degi. Bætir í vind norðvestast síðdegis. Rigning eða slydda með köflum, en talsverð rigning austantil og á Ströndum. Hlýnandi veður, hiti 2 til 8 stig seinnipartinn.
Á laugardag:
Austan og norðaustan 8-15, en hvassviðri norðvestantil. Rigning eða slydda með köflum, snjókoma og skafrenningur á Vestfjörðum, en talsverð rigning suðvestantil. Hiti 1 til 9 stig, mildast sunnanlands.
Á sunnudag:
Norðaustan 8-15 norðvestantil, en annars hægari. Víða snjókoma eða slydda, einkum á norðvestanverðu landinu. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.
Á mánudag:
Norðaustlæg átt og víða rigning eða slydda en snjókoma norðvestantil. Hiti 1-8 stig, mildast syðst.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðlæga eða breytileg átt og víða rigning eða slydda, einkum sunnantil. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir með slyddu eða snjókomu, en þurrt að mestu austantil. Heldur svalara.
Spá gerð: 29.10.2025 20:52. Gildir til: 05.11.2025 12:00.