Norðaustan 8-15 og snjókoma með köflum, en þurrt að mestu vestantil. Frost 0 til 6 stig, en hiti nálægt frostmarki á morgun.
Spá gerð: 05.12.2025 21:03. Gildir til: 07.12.2025 00:00.
Á sunnudag og mánudag:
Norðaustan 8-15 m/s, en 13-20 syðst. Rigning eða slydda með köflum á austanverðu landinu, úrkomuminna á Vestfjörðum, en lengst af þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 7 stig.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustan og austan 8-15, en hvassari syðst. Slydda eða rigning með köflum, en þurrt að mestu um landið vestanvert. Heldur svalara.
Á fimmtudag:
Austlæg átt og rigning eða snjókoma með köflum, en úrkominna um landið norðanvert fram eftir degi. Lægir syðst seinnipartinn.
Á föstudag:
Útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt með dálítilli vætu syðst, en annars þurrt. Fremur milt í veðri.
Spá gerð: 05.12.2025 20:14. Gildir til: 12.12.2025 12:00.