Norðaustan 13-20 og stöku él, en snjókoma syðst í fyrstu. Frost 2 til 12 stig. Dregur úr vindi í nótt. Norðlæg átt 5-13, bjart með köflum og kólnar á morgun.
Spá gerð: 08.01.2026 09:50. Gildir til: 10.01.2026 00:00.
Á laugardag:
Breytileg átt 3-8 m/s, en 8-15 syðst seinnipartinn. Stöku él í flestum landshlutum, en lengst af þurrt vestanlands. Frost 2 til 12 stig.
Á sunnudag:
Austan og norðaustan 5-13, hvassast sunnantil. Skýjað með köflum og dálítil él á víð og dreif, frost 1 til 8 stig.
Á mánudag:
Norðaustan 8-15 og snjókoma, en bjart með köflum á sunnan- og suðvestanverðu landinu. Frost 0 til 5 stig.
Á þriðjudag:
Minnkandi norðanátt og skýjað. Snjókoma með köflum á austanverðu landinu, en léttir til sunnan- og vestanlands. Kólnar í veðri, frost 2 til 12 stig um kvöldið.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir breytilega átt. Bjart að mestu, en skýjað norðaustantil. Kalt í veðri.
Spá gerð: 08.01.2026 08:33. Gildir til: 15.01.2026 12:00.