Norðaustan 5-15 m/s og bjart með köflum, hvassast á Kjalarnesi. Hiti 3 til 8 stig yfir daginn. Hægari í kvöld.
Spá gerð: 16.04.2025 00:49. Gildir til: 17.04.2025 00:00.
Á fimmtudag (skírdagur):
Norðan 8-13 m/s og víða él, en yfirleitt þurrt sunnantil. Hiti nálægt frostmarki yfir daginn, en 1 til 6 stig sunnanlands.
Á föstudag (föstudagurinn langi):
Norðan 5-13 og stöku él, en bjart að mestu sunnanlands. Hægari eftir hádegi og rofar til fyrir norðan. Hiti yfir daginn frá frostmarki norðaustantil upp í 8 stig sunnan heiða, en allvíða næturfrost.
Á laugardag:
Hæg austlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en stöku skúrir eða él við suður- og vesturströndina. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag (páskadagur):
Austan strekkingur syðst á landinu, annars hægari vindur. Víða þurrt og bjart veður, en skýjað austantil og á Ströndum. Hiti áfram svipaður.
Á mánudag (annar í páskum) og þriðjudag:
Austlæg átt, skýjað með köflum og dálítil væta á stöku stað, en bjart að mestu á Norðurlandi. Heldur hlýnandi.
Spá gerð: 15.04.2025 20:50. Gildir til: 22.04.2025 12:00.