Norðaustan 8-13 og rigning, en 10-15 seint í kvöld. Austlæg eða breytileg átt 3-10 á morgun og skúrir. Hiti 6 til 11 stig, en hlýrra á morgun.
Spá gerð: 07.09.2025 09:29. Gildir til: 09.09.2025 00:00.
Norðan 8-13 m/s norðan- og vestantil og rigning, en annars hægari. Hiti 6 til 9 stig. Breytileg átt 3-8 á morgun og skúrir, einkum seinnipartinn. Hiti 10 til 15 stig.
Spá gerð: 07.09.2025 14:30. Gildir til: 09.09.2025 00:00.
Á þriðjudag:
Sunnan og suðvestan 5-13 m/s með skúrum, en hvassara við norðausturströndina framan af. Hægari suðlæg átt undir kvöld og dregur víða úr vætu. Hiti 9 til 16 stig.
Á miðvikudag:
Austan 5-13 og dálitlar skúrir í fyrstu, hvassast austantil. Fer síðan að rigna, talsverð úrkoma á Suður - og Austurlandi seinnipartinn. Hiti 8 til 13 stig.
Á fimmtudag:
Austan og norðaustan 5-13 og víða dálítil rigning með köflum, en talsverð rigning suðaustanlands. Úrkomuminna undir kvöld. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Norðaustlæg átt og víða rigning með köflum, en léttir til um landið suðvestanvert. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir norðaustlæga eða breytilega átt og víða skúrir. Hiti 7 til 13 stig, en heldur svalara á Vestfjörðum.
Spá gerð: 07.09.2025 20:07. Gildir til: 14.09.2025 12:00.