Sunnan og suðaustan 5-10 m/s, en 10-15 á Snæfellsnesi í kvöld og fyrramálið. Súld eða dálítil rigning öðru hvoru, en léttir til á morgun. Hiti 2 til 10 stig.
Spá gerð: 03.04.2025 08:56. Gildir til: 05.04.2025 00:00.
Á laugardag:
Suðaustan 8-13 m/s og súld eða rigning öðru hvoru við suður- og vesturströndina, en hægara og víða léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti 4 til 11 stig.
Á sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt og bjart með köflum, en suðaustan 5-10 m/s og þokuloft með lítilsháttar vætu af og til við suðuruströndina. Hiti 6 til 12 stig.
Á mánudag:
Suðaustan 8-13 m/s og súld eða dálítil rigning, en hæg suðlæg átt og bjartviðri norðan- og austantil. Hiti 4 til 13 stig, svalast á Vestfjörðum.
Á þriðjudag:
Gengur í allhvassa eða suðaustanátt og fer að rigna seinnipartinn, en hægara og lengst af bjart norðaustantil. Milt veður.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir sunnanátt með rigningu, en þurrt að kalla norðaustanlands. Áfram milt í veðri.
Spá gerð: 03.04.2025 08:23. Gildir til: 10.04.2025 12:00.