Norðaustan 5-10 og bjartviðri, lægir í nótt. Gengur í vestan og suðvestan 5-10 á morgun með dálítilli rigningu eða snjókomu, mögulega frostrigning á stöku stað. Hlýnar smám saman, hiti 1 til 6 stig undir kvöld.
Spá gerð: 12.11.2025 20:52. Gildir til: 14.11.2025 00:00.
Á föstudag:
Suðlæg átt 3-8 m/s, en suðvestan 8-15 norðantil síðdegis. Skýjað á vesturhelmingi landins, sums staðar smásúld og hiti 0 til 5 stig. Yfirleitt bjart og vægt frost austanlands.
Á laugardag:
Minnkandi vestanátt, 5-10 m/s síðdegis. Skýjað að mestu og lengst af þurrt um landið vestan- og norðanvert. Bjartviðri í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 5 stig, en um eða undir frostmarki austantil. Frystir víða um kvöldið.
Á sunnudag og mánudag:
Breytileg átt 3-8 og dálítil rigning, slydda eða snjókoma, en yfirleitt úrkomulaust á Norður- og Austurlandi. Hiti um eða yfir frostmarki, en frost að 10 stigum í innsveitum fyrir norðan og austan.
Á þriðjudag:
Norðlæg átt og kólnandi veður. Él norðan- og norðaustanlands, en þurrt sunnan- og vestantil.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt. Skýjað og lengst af þurrt, en yfirleitt bjart sunnan- og austanlands. Talsvert frost austantil, en nálægt frostmarki vestanlands.
Spá gerð: 12.11.2025 20:21. Gildir til: 19.11.2025 12:00.