Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Austurland að Glettingi

Austurland að Glettingi

Norðaustan 13-18 og snjókoma. Hægari og úrkomuminna í kvöld. Norðan 3-10 og stöku él í fyrramálið en hægviðri annað kvöld. Vægt frost.
Spá gerð: 20.01.2025 09:21. Gildir til: 22.01.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Suðaustan 5-13 m/s, víða bjartviðri og kalt, en 10-18 við suðvestur- og vesturströndina, dálítil él og hiti um eða yfir frostmarki.

Á fimmtudag:
Austan og suðaustan 5-15, hvassast syðst. Slydda, rigning eða snjókoma með köflum sunnan- og vestanlands og hiti kringum frostmark. Að mestu þurrt annars staðar og frost víða 0 til 5 stig.

Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt með snjó- eða slydduéljum í flestum landshlutum. Frost 2 til 8 stig, en hiti nálægt frostmarki austanlands.

Á laugardag og sunnudag:
Norðaustan 5-13 og él norðan- og austanlands.
Kalt í veðri, frost 3 til 13 stig.
Spá gerð: 20.01.2025 08:05. Gildir til: 27.01.2025 12:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica