Suðaustan 5-10 og súld eða rigning með köflum. Hiti 4 til 8 stig. Vestlægari í fyrramálið, léttir til og kólnar heldur. Vaxandi sunnanátt síðdegis á morgun, 10-18 annað kvöld og þykknar upp.
Spá gerð: 22.12.2025 12:06. Gildir til: 24.12.2025 00:00.
Á miðvikudag (aðfangadagur jóla):
Sunnan 20-28 m/s, hvassast í vindstrengjum á norðanverðu landinu, en 13-20 sunnanlands. Dregur heldur úr vindi seinnipartinn. Talsverð rigning um landið sunnan- og vestanvert, en þurrt norðaustantil. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast í hnjúkaþey á Norður- og Austurlandi.
Á fimmtudag (jóladagur):
Sunnan 13-20 og súld eða rigning með köflum, en yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Áfram hlýtt í veðri. Hægari vestast á landinu um kvöldið og bætir í úrkomu.
Á föstudag (annar í jólum):
Suðvestan 8-13, en 13-18 á norðanverðu landinu fram á kvöld. Dálítil él eða slydduél, en þurrt að mestu á austanverðu landinu. Hiti 0 til 5 stig.
Á laugardag:
Sunnanátt og dálítil væta sunnan- og vestanlands, annars þurrt. Hiti víða 5 til 10 stig.
Á sunnudag:
Fremur hæg suðvestlæg átt með stöku skúrum á Suður- og Vesturlandi, en bjart fyrir norðan og austan. Heldur kólnandi.
Spá gerð: 22.12.2025 08:54. Gildir til: 29.12.2025 12:00.