Veðurfræði

Hvað þarf til að spá í veðrið? - 31.3.2020

Veðrið myndar fjölbreytt og flókið kerfi. Aðalþættir þess eru hegðun vinda, hita, vatnsgufu, skýja og úrkomu, auk áhrifa yfirborðs hafs og lands. Til að hægt sé að gera áreiðanlega veðurspá verður fyrst að safna upplýsingum um veðrið eins og það er á hverjum tíma og þá eru það fyrst og fremst fjórar breytur sem eru mældar: Hiti, vindhraði, loftþrýstingur og rakastig. Mæligildin, t.d. fyrir hita, loftþrýsting og vindhraða eru sett í tölvulíkan sem skiptir veðrahvolfinu, sem nær frá yfirborði jarðar upp í 10 til 17 km hæð, í þrívítt reikninet og liggur yfir því svæði sem skal spá fyrir eins og sést á mynd 1. Fáanleg mæligildi eru aðeins lítið brot af öllum þeim inntaksgildum sem þarf fyrir útreikninga en það sem á vantar er sótt í áætlanir og fyrri spár. Á Veðurstofu Íslands er notast við spálíkanið HARMONIE-AROME (Harmonie) sem er þróað, viðhaldið og sannprófað í samstarfi 26 þjóða í Evrópu og Norður-Afríku.

Lesa meira
Veðurstöðin Víðidalur, í bakgrunni er Fella- og Hólahverfi, 15. janúar 2019

Fjölbreytileiki hitafars á höfuðborgarsvæðinu - 12.2.2019

Í froststillum í lok janúar og byrjun febrúar mældist mikið frost á veðurstöðinni Víðidal. Frost mældist yfir 20 stig aðfararnótt 31. janúar sem og að morgni 2. febrúar, en þá mældist rétt fyrir hádegisbil -21.3°C.  Við Arnarnesveg var mesta frost -14.9°C sama morgun og í veðurreit Veðurstofunnar -12.1°C. Mikill munur varþví  á lágmarkshitanum í mesta frostinu og þá var mun kaldara í Víðidal en á hinum tveimur stöðvunum. Í vægara frosti var aftur á móti lítill sem enginn munur á milli stöðvanna

Lesa meira

Um mælivillur í veðurmælingum - 2.3.2016

Á forsíðu vefs Veðurstofunnar eru birtar óyfirfarnar frumniðurstöður veðurmælinga. Í flestum tilvikum er um góðar og gildar mælingar að ræða en í undantekningatilfellum er um mælivillu að ræða.

Ástæður mælivilla geta verið ýmsar. Þegar veðurmælingar sýna gildi langt fyrir utan þá mælispönn sem búist er við er rétt að kanna mælingarnar til hlítar.

Í sumum tilvikum getur verið um áreiðanlega mælingu á öfgakenndu veðri og mikilvægt að útiloka ekki þann möguleika.

Lesa meira
Ísland

Kerfisbundin villa í langtímahitaspám - 29.1.2016

Glöggir notendur myndrænna veðurspáa á vef Veðurstofunnar hafa tekið eftir því að á kyrrum dögum vill frostið herða í spánni, oft snögglega, þegar komið er fram á og yfir fjórða spádag. Í sumum tilvikum er kýrskýrt að spáin mun ekki rætast. Sem dæmi má taka að í nokkrum tilvikum hefur verið spáð a.m.k. 30 stiga frosti á Reykjanesskaga sem líklega er meira en nokkurn tímann mun mælast þar.

Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica