Fréttir
Vindaspá fyrir kl. 15 í dag, 30.12.2015.

Lægir fyrir austan en hvessir fyrir norðan

Lægðin komin norður fyrir land

30.12.2015

Nú er lægðin komin norður fyrir land (sjá eldri frétt) og fer að draga úr vindi austantil. Um og eftir hádegi má búast við stormi eða roki á norðanverðu landinu með öflugum hviðum.

Horfur næsta sólarhringinn

Suðvestan 18 - 28 m/s um hádegi, hvassast á annesjum norðantil. Skúrir eða él en styttir að mestu upp norðaustanlands síðdegis. Hægari í kvöld. Sunnan og suðaustan 8 - 15 m/s í nótt og á morgun snjókoma eða él en úrkomulítið norðantil. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig í dag en síðan hægt kólnandi veður.

Textaspár

Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi og rétt að fylgjast með þeim er mikið liggur við.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica