Fréttir
hús og gangstétt
Bústaðavegur 7.

Breytingar á vef

Tímabundnir hnökrar meðan á uppfærslu stendur

22.1.2013

Breytingar verða gerðar í dag á vef Veðurstofu Íslands, www.vedur.is. Breytingarnar ná til veðurþátta- og staðaspáa, auk þess sem snjóflóðaspár verða birtar fyrir valin svæði.

Búast má við hnökrum í birtingu meðan á uppfærslunni stendur. Beðist er velvirðingar á þessu.

Veðurþáttaspár (vinda-, hita-, og úrkomukort) birtast sem smámyndir á forsíðu og eins sem stærri kort á veðurhluta vefsins. Staðaspár verða gerðar fyrir þó nokkuð marga staði á Íslandi en þó einungis þar sem veðurmælingar fara fram.

Þessi breyting er fyrst og fremst gerð til að samræma undirliggjandi veðurlíkön fyrir veðurþáttaspár og staðaspár, en einnig til að draga úr rekstrarkostnaði. Fyrir hinn almenna notenda vefsins er breytingin fyrst og fremst útlitsleg.

Veðurþátta- og staðaspár verða nú byggðar á niðurstöðum úr tveimur líkönum. Fyrstu tveir sólarhringarnir verða byggðir á HIRLAM líkani frá dönsku veðurstofunni; það líkan verður með 5 km möskvastærð og 3 klst tímaskref. Spár fyrir þriðja til sjöunda dag verða byggðar á líkani frá Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa (ECMWF). Það líkan er með 16 km möskvastærð og 3 klst tímaskref fram á sjötta dag en 6 klst tímaskref fyrir sjöunda dag.

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði verður gerð, einkum með ferðafólk í huga og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Spáin verður gerð tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Fyrirhugaðar eru frekari breytingar á vefnum á næstu vikum og mánuðum.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica