Austan og norðaustan 10-18 m/s og rigning, en slydda eða snjókoma í innsveitum og á heiðum á norðurhelmingi landsins. Hægari sunnan- og austanlands og skúrir. Hiti 1 til 9 stig, mildast syðst.
Norðan og norðvestan 8-15 á morgun. Snjókoma eða slydda af og til á norðanverðu landinu, en þurrt að kalla sunnan heiða. Kólnandi veður, allvíða vægt frost annað kvöld.
Spá gerð 23.02.2025 18:00
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
5,2 | 22. feb. 21:04:44 | Yfirfarinn | 3,8 km NA af Bárðarbungu |
3,1 | 22. feb. 21:35:28 | Yfirfarinn | 4,7 km NA af Bárðarbungu |
3,0 | 22. feb. 22:45:13 | Yfirfarinn | 6,6 km A af Bárðarbungu |
Kl 21:04 í gærkvöldi varð skjálfti af stærð 5,2 í norðanverðri öskju Bárðarbungu. Ríflega 20 eftirskjálftar mældust, þar af var sá stærsti 3,1.
Engin merki erum um eldgosaóróa.
Veðurstofunni hefur borist tilkynning að skjálftinn hafi fundist á Akureyri.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 23. feb. 19:24
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 23. feb. 16:33
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | mán. 24. feb. | þri. 25. feb. | mið. 26. feb. |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Uppfærðir líkanreikningar sýna að magn kviku sem hefur safnast fyrir undir Svartsengi er nú jafn mikið og það var fyrir gosið sem hófst 20. nóvember í fyrra.
Miðað við fyrri atburði á Sundhnúksgígaröðinni má því ætla að vaxandi líkur séu á að næsti atburður hefjist innan nokkurra daga eða vikna.
Lesa meiraMikið sunnan illviðri gekk yfir landið dagana 5.–6. febrúar 2025 og bætist það í hóp verstu óveðra síðustu ára. Slík veður eru þó ekki óalgeng hér á landi og koma á 2–5 ára fresti. Hins vegar hafa síðustu vetur verið fremur hægviðrasamir og því hafa illviðri verið sjaldgæf.
Lesa meiraLægð fór yfir vestanvert landið í dag og olli óveðri víða um sunnan-, austan og norðanvert landið.
Rauðar viðvaranir vegna sunnan illviðrisins eru enn í gildi á austanverðu landinu fram til kvölds. Spáð er sunnan 23-30 m/s og rigningu um austanvert landið með staðbundnum vindhviðum yfir 50 m/s. Má búast við foktjóni og hættulegum aðstæðum utandyra og ferðalög eru ekki ráðlögð. Á Austfjörðum mun veðrið lægja síðast, um kvöldmatarleytið.
Lesa meiraJanúar var tiltölulega kaldur, sérstaklega á Norðausturlandi. Mánuðurinn var hægviðrasamur miðað við árstíma. Hlýindi og miklar rigningar um miðjan mánuð ollu miklum leysingum og flæddu ár og lækir víða yfir vegi og tún. Töluverð snjóþyngsli voru á Austurlandi í mánuðinum. Þar snjóaði óvenjumikið þ. 20. og mældist snjódýptin á Austfjörðum með því mesta sem vitað er um í janúarmánuði. Síðasta dag mánaðarins skall stormur á landinu sem olli bæði fok- og vatnstjóni, auk ofanflóða og mikilla samgöngutruflana.
Lesa meiraFyrsti hluti af nýjum vef Veðurstofunnar fór í loftið í dag. Þetta er fyrsta skrefið í umfangsmiklu verkefni sem snýr að endurnýjun á vefnum og öllu tækniumhverfi vefsins.
Nýi vefurinn fyrir veðurspár er undir slóðinni https://gottvedur.is/. Vefurinn er enn þá í þróun en þegar endurnýjun á núverandi vef líkur munu nýju veðursíðurnar færast á vefslóðina vedur.is.
Í þessum fyrsta áfanga er lögð áhersla á upplýsingar sem flestir sækja daglega, en það eru veðurspár fyrir tiltekinn stað.
Lesa meiraEindastraumur frá sólu hefur áhrif á segulsvið jarðar. Spár um slíkan eindastraum eru kallaðar geimveðurspár og nýtast sem norðurljósaspár. Hér er birt ítarefni og nokkur geimveðurspárit í rauntíma.
Lesa meira