Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • fim. 28. mar.

    Töluverð hætta
  • fös. 29. mar.

    Töluverð hætta
  • lau. 30. mar.

    Töluverð hætta

Nýsnævi er til fjalla. Óstöðugir vindflekar gætu verið til staðar á flestum viðhorfum en lítill snjór er á láglendi sunnantil á fjörðunum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vindflekar eru víða til staðar undir nýsnævinu og frekari vindflekamyndun líkleg næstu daga.

Spýjur gætu fallið í nýja snjónum á norðanverðum Austfjörðum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Nokkuð hefur bæst við af nýjum snjó, sérstaklega norðan til á fjörðunum. Næstu daga mun vindur vera yfir skafrenningsmörkum á svæðinu svo gera má ráð fyrir að nýja sjóinn skafi í S/SV-lægar hlíðar. Vindflekar voru til staðar til fjalla, sérstaklega í suðlægum viðhorfum eftir éljagang úr hánorðri á föstudag og laugardag. Líklegt er að snjóþekjan sé lagskipt og að veikleika sé að finna á milli laga. Víða er þó lítill snjór á láglendi eftir hlákur, sérstaklega sunnantil á Austfjörðum.

Nýleg snjóflóð

Nokkur minni snjóflóð hafa fallið í nýja snjónum. Þónokkur snjóflóð féllu á svæðinu í síðustu viku, m.a. flekaflóð undan vélsleðamönnum í Fannardal 20. mars.

Veður og veðurspá

N/NA-áttir, víða 8-13 m/s, og él næstu daga. Hlýnar örlítið en áfram frost til fjalla.

Spá gerð: 27. mar. 14:55. Gildir til: 28. mar. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica